Sarpur fyrir 24. maí, 2010

Dagur #5 Lasin

Þetta vona ég að sé leiðinlega færslan. Vaknaði klukkan hálfsjö, stórskrítin í maganum, fór nú samt niður í morgunmat, upp aftur og tókst að steinsofna. Verri þegar ég vaknaði og nú með niðurgang. Efast um að það hafi verið matareitrun þar Jón Lárus var í fína lagi og við höfðum alltaf borðað sama matinn. Sendi hann út til að kíkja á netið – uppgötvaði síðan að ég komst á net á Safari, var bara Firefox sem virkaði ekki, væntanlega einhver spes stilling sem ég átta mig nú samt ekki á hver getur verið. Keypti mér tvo tíma og notaði annan af þeim til að tékka á póstinum og aðeins á smettið. Hélt svo bara áfram að lesa.

Vorum með heil ókjör af bókum með okkur, síðustu Stieg Larsson bókina, Bryson: A short history of almost everything, Ben Goldacre: Bad Science, Hafmeyjuna eftir Camillu Läckberg (jájá veit að sumir lesendur þola hana alls ekki en mér finnst hún bara ágæt), tvær af demigod bókunum eftir Rick Riordan, Stone Soup teiknimyndasögubók og eins og þetta sé ekki nóg þá rakst ég á Drowned Wednesday, þriðju bókina í Keys to the Kingdom flokknum eftir Garth Nix á tvo ástralíudollara í kassa fyrir utan bókabúð og stóðst ekki að kaupa. Eins og ég segi – nóg að lesa með í för.

Jón Lárus kom síðan heim hálffúll, opna netið á pöbbnum hafði ekkert virkað. Var glaður að heyra að ég hafði náð inn á hótelinu.

Tókst að klára tvær af léttlestrarbókunum á þessum lasinndegi, best að reyna að eiga eitthvað smá annað en Bryson og Goldacre eftir í flugið.
Það er kannski hægt að setja eitthvað út á hótelið hér, örlítið farið að eldast, baðinnréttingarnar frá 1960 eða svo og það sést, aðeins farið að flagna upp veggfóðrið á ganginum og herbergið mætti alveg við umferð af málningu. En rúmið var hrikalega gott, hvorki of mjúkt né of hart, líkt og rúmið hans bangsa litla. Herbergið mitt á hinu talsvert fínna Hotel Norge fyrr á árinu var mun smartara og flottara allt saman, en rúmið var af bangsamömmugerðinni, maður seig niður í miðjuna og ég fékk í bakið. Frekar aðeins minni flottheit en gott rúm, takk fyrir! Sérstaklega úr því ég eyddi nánast heilum degi í því. Engar myndir teknar þennan daginn.


bland í poka

teljari

  • 374.140 heimsóknir

dagatal

maí 2010
S M F V F F S
 1
2345678
9101112131415
16171819202122
23242526272829
3031  

sagan endalausa