Sarpur fyrir 23. október, 2008

æfing

í kvöld gekk vel, mjög vel bara, verkið hennar Önnu er að taka á sig mynd og við þurfum aðeins að fínpússa styrkleikabreytingar í Rikka.

Held þetta verði hörkutónleikar þarna á laugardaginn, stuttir og skemmtilegir, verkin eru öll gríðarlega ólík.

Annars verður laugardagurinn freeekar pakkaður hér á bæ, keyra Freyju í hóptíma klukkan 9:00, búin 10, ég á að mæta í Hafnarfjörð klukkan 10:00, tónleikar þar klukkan 12:00 til 12:45 eða svo, bruna með Fífu í hóptíma í Tónó klukkan 13:00 (Freyja verður að redda sér sjálf í kammer klukkan 12:00), Finnur spilar á tónleikum í Suzuki klukkan 14:00, svo mótmæli klukkan 16:00 (hvurn dauðann á maður að gera við þennan klukkutíma þar á milli, jú kannski taka smá til), tónleikar í Dómkirkjunni klukkan 17:00, smá kokkteill þar á eftir, svo eftirtónleikapartí Hljómeykis klukkan 20:00 hjá okkur, ég er ekki aaaalveg viss um að ég meiki síðan að fara á tónleika Ljótu Hálfvitanna klukkan 22:00 á Rósenberg – þó það væri gaman.

Held að sunnudagurinn fari í svefn. Nema ég ætla að reyna að skjótast á Dag raddarinnar uppi í Gerðubergi, einhvern tíma dags. Jamm.

ármann

á tvær góðar færslur í dag.

Vonandi skilst fólki að það að röfla á blogginu er langt frá því að skila nokkrum árangri. Það þarf meira til.

(Svo virðist sem margir lesi færslu Ármanns sem hún sé um allt reitt fólk á landinu, það gerði ég ekki. En ég þekki samt þennan reiða Íslending sem hann er að tala um.

Ekki dettur mér í hug að halda því fram að fólk megi ekki vera reitt og hafi ekki ástæðu til þess. En í öllum lifandis bænum: KOMIÐ ÞÁ ÚT Á GÖTU OG SÝNIÐ ÞAÐ!)

var að

tala við Jón Lárus á gmail chat (einhverra hluta vegna virkar msn ekki milli tölvanna okkar). Hann. Það var London lamb í matinn hér í hádeginu… úpps, meina sko frelsislamb!

(víst baggalúts, upphaflega, þó þeir hafi talað um frelsismorgunmat. Missti af þeirri færslu)

limrur

Þessi birtist í vísnahorni Mogga:

Það geisar nú gjaldþrotahrina
og gapuxar benda á hina.
Mér ungri var kennt
og á það skal bent
að auður er valtastur vina.
(Guðrún Egilsson)

og þessi eftir hann Fræmund er vel þess virði að rifja upp, þó ég hafi birt hana hér áður:

Nú hefur á dal mínum harðnað
og horfir ei vel með minn farnað
ég er slyppur og snauður
horfinn allur minn auður
Ég eyddi honum öllum í sparnað!


bland í poka

teljari

  • 380.723 heimsóknir

dagatal

október 2008
S M F V F F S
 1234
567891011
12131415161718
19202122232425
262728293031  

sagan endalausa