Sarpur fyrir 19. október, 2008

annars á leiðinni

niður í óperu, vorum við að tala um fréttina í dag, um að IMF ætlaði eitthvað að slaka á kröfunni um að þeir fái að ráða öllu, þegar þeir lána illa stöddum þjóðum pening. Einhverjir í umræðunni treystu þessu nú takmarkað, ég geri það reyndar líka en ef þeir hafa _eitthvert_ vit í kollinum sjá þeir að með því að heimta meiri frjálshyggju – semsagt leggja niður helst alla samneyslu, einkavæða allt sem einhver vill mögulega taka við, getur ekki gengið upp, eini mögulegi kosturinn við slíkt hlýtur að þýða lágir skattar, ekki satt. Sem kemur ekkert til greina hér, ef við eigum að borga upp þetta lán, einhvern tímann.

Ef við förum í að láta borga fyrir skólavist barna, heilbrigðisþjónustu og annað sem hingað til hefur verið keyrt af samfélaginu í sátt langflestra, en ofan á þetta verði meira en 50% skattar er ég ansi hrædd um að það verði ekki mikið eftir hér af vinnufæru fólki, það mun flýja land. Við hér munum ekki kæra okkur um að lifa í slíku umhverfi – þó við séum seinþreytt til vandræða og langi ekkert til að flytja.

Gerist þetta, getum við eins bara lokað sjoppunni strax.

Trúi ekki að óreyndu að IMF gengið fatti þetta ekki. Og þó…

Fórum í óperuna

í kvöld, allra langsíðasta sýning, aukasýning, mjög gaman bara (sorrí að geta ekki plöggað fyrir þær sýningar sem hefðu mögulega verið eftir), Pagliacci fannst mér skemmtilegri einþáttungurinn og betur upp settur, söngvararnir flestir mjög flottir, Óli bróðir skilaði sínu smásólói feiknavel, flottastur af aðalhlutverkunum fannst mér Alex að öðrum ólöstuðum.

Spes þetta glimmerdót sem lék leiktjöld, Jón Lárus var að spá í hvort hefði verið útsala á jólaskrauti í Húsasmiðjunni…

En snilldarkvöld samt og troðfullt, eins og hefur reyndar víst verið á allar sýningarnar. Takk fyrir mig.

Reuters fréttastofan

virðist ekki kokgleypa þetta með „á fimmta hundrað manns“, heldur töldu sjálfir og segja um 2000 manns – svipað og ég skaut á.

Nú er mbl.is með Reutersfréttina hengda við (mér tekst ekki að líma inn vídeóið án þess að það starti sér sjálft þegar síðan mín opnast, það er vonlaust). Fréttin aftur hér með vídjói.

syfjað

allt syfjað í dag, hvað er með að vakna alltaf fyrir allar aldir, sama hvað maður fór seint að sofa? Langar mest að leggja mig. Tókst annars að hrynja á hausinn á leið inn í garðinn minn í gær eftir mótmælin, er með forljótan marblett á öðrum handleggnum, ekki þægilegt að pikka. Stutt færsla.


bland í poka

teljari

  • 380.723 heimsóknir

dagatal

október 2008
S M F V F F S
 1234
567891011
12131415161718
19202122232425
262728293031  

sagan endalausa