martraðir

Við vorum um daginn að tala um mismunandi martraðir, algeng náttúrlega þessi með að vera að detta, mig dreymdi stundum sem krakka alveg ógurlegar rúmfræði- eða öllu heldur flatarmálsmartraðir, þar sem ég er í einhverjum heimi þar sem allt er hrikalega stórt, svona form (ekki nokkur lifandis leið að lýsa því). Algengt er líka að dreyma að maður komist ekkert áfram þó maður þurfi ógurlega mikið að flýta sér, tónlistarmenn og aðra performera dreymir iðulega að þeir hafi misst af tónleikum eða misskilið með dag eða tíma.

Þær martraðir sem ég fæ helst núna eru hins vegar að ég sé að kenna stærðfræði eða eðlisfræði í háskóla, ekki kemur fram í draumnum hvernig ég fór að því að fá þá kúrsa, en mjög skýrt og greinilegt að ég kann ekki nokkurn skapaðan hlut í námsefninu. Mjög óþægilegt, maður er að reyna að láta nemendurna ekki komast að því að maður viti ekkert í sinn haus. Gott að vakna…

8 Responses to “martraðir”


  1. 1 Atli 2008-10-13 kl. 23:55

    Mig hefur stundum dreymt að ég eigi að spila einleik á tónleikum. Og þá á hljóðfæri sem ég kann ekki að spila á. Einu sinni átti ég t.d. að spila sellósvítu eftir J.S. Bach, alveg óæfður. En fórst það reyndar ágætlega úr hendi þegar til kastanna kom.

    Og svo eru óþægilegir draumar þar sem tennurnar í manni brotna…

  2. 2 Eiríkur 2008-10-14 kl. 08:10

    Mig dreymdi um daginn að ég væri orðinn háskólarektor. Það var mjööög óþægilegt (samt fyrir hrunið). Samt ekki eins óþægilegt og raðdraumarnir mínir fyrir nokkrum árum þegar mig dreymdi þrisvar að ég væri forseti Íslands … Ég hef aldrei þorað að láta draumaráðendur lesa úr þessu.

  3. 3 baun 2008-10-14 kl. 09:29

    í nótt var ég í rúminu með Maradonna sem var í draumnum á stærð við mjólkurfernu og við rifumst heiftarlega.

  4. 4 Elías 2008-10-14 kl. 10:04

    Í nótt dreymdi mig að ég og einhver vinkona mín (sem ég sá ekki hver var) værum að „squatta“ á efstu hæð í einhverri bankabyggingu. Síðan þegar ég er í svefnrofunum sé ég niður hringstiga að það er vopnað rán í undirbúningi á neðri hæð. Þar sem ég er alltaf sigrandi James Bond í mínum draumum, reyndi ég hvað ég gat að láta mig sofna aftur og láta þennan spennandi draum halda áfram, en allt kom fyrir ekki.

  5. 5 Vælan 2008-10-14 kl. 10:46

    ohh mig dreymdi einmitt í morgun núna milli 10-10.30 (sofnaði aftur rétt fyrir 10, þess vegna veit ég þetta svona nákvæmlega) að ég væri í rólegheitunum búin að panta mér steinbít með Jóni á kaffi parís niðri í bæ þegar ég fatta að klukkan er 4 og ég á að byrja að kenna hérna heima 10 mín yfir. Hringi í mömmuna í panikki og þá er krakkinn í fyrsta sinn að taka strætó í tímann.. svo gekk allt svona ógeðslega hægt.. ég búin að drekka heilt hvítvínsglas og er svona rallhálf, fiskurinn kominn á borðið, alveg óGEÐSlega girnilegur og ég næ ekki í krakkann í símann og ekki heldur Ragnheiði sem á að vera heima.. og svo vaknaði ég. Gaahh.

  6. 6 Kristín 2008-10-14 kl. 16:40

    Mig dreymir stundum að ég er að reyna að hringja í einhvern og mér tekst aldrei að hringja í rétt númer eða ná í viðkomandi.

  7. 8 hildigunnur 2008-10-14 kl. 22:54

    Oscar, sì molto buono, per quanto le cose stanno andando nel mondo.


Færðu inn athugasemd




bland í poka

teljari

  • 380.686 heimsóknir

dagatal

október 2008
S M F V F F S
 1234
567891011
12131415161718
19202122232425
262728293031  

sagan endalausa