frost

Erum enn að taka til í bókahillunni í skrifstofunni, í dag geisladiskahillan, mátti henda slatta af diskum, gömlum útgáfum af forritum og fleiru. Einn disk setti ég í drifið, á honum myndir frá leikskólanum hans Finns. Ekki gott mál, þvílíkur Mjallhvítardiskur, ég held að ég hafi aldrei lent í jafn illilegu tölvufrosti, allavega ekki síðan OSX

Reyndi að endurræsa, ekkert gekk, fann ekki gat til að stinga inn bréfaklemmu, fór í lappann að leita, þá fann ég að það er víst gat, maður þarf að draga niður lokið af diskdrifinu handvirkt. Veit ekki hvað tók langan tíma að vasast með þetta.

Það er búið að henda þessum diski…

10 Responses to “frost”


  1. 1 ella 2008-10-13 kl. 09:26

    Það er gaman að keyra framhjá sumum trjám í sveitinni í skammdeginu þegar búið er að hengja á þau fullt af endurskinsmerkjum. Þegar nær dregur jólum mun ég hengja ónothæfa geisladiska á trén sem blasa við þegar ekið er upp heimreiðina hér. Það er mjög fínt. Sóun á þessum síðustu (og verstu?) að henda svona skrauti 🙂

  2. 2 hildigunnur 2008-10-13 kl. 09:28

    hmm, já þú meinar… Ég á tré úti í garði, en það er ansi hátt og vesen að hengja í það af neinu viti.

  3. 3 ella 2008-10-13 kl. 10:36

    Til að þetta virki þá þarf líka tréð helst að vera í myrkri og lýsast svo bara skyndilega upp af bílljósunum. Þið eigið svo lítið af almennilegu myrkri þarna í borgarljósunum.

  4. 4 Svanfríður 2008-10-13 kl. 13:03

    Ég hef séð svona diska tré og er það bara flott.

  5. 5 hildigunnur 2008-10-13 kl. 14:26

    Tréð mitt er inni í garði bak við hús og nýtur ekki bílljósa, þannig að ég get eins sleppt þessu :p

  6. 6 hildigunnur 2008-10-13 kl. 16:24

    en Ella, ef þú vilt, þá á ég alveg slatta af ónýtum diskum 😀

  7. 7 ella 2008-10-13 kl. 18:19

    Hittumst í ráðhúsinu 🙂

  8. 8 hildigunnur 2008-10-13 kl. 23:25

    hmm, ráðhús, hvenær þá? (er ég að missa af mótmælum, eller hur?)

  9. 9 ella 2008-10-14 kl. 16:42

    Sei sei nei engin mótmæli, bara meðmæli. Handverk og hönnun í Ráðhúsi Reykjavíkur 31. okt. til 3. nóv. Það verð ég, nánar síðar 🙂

  10. 10 ella 2008-10-14 kl. 16:42

    Ég meina þar en ekki það.


Færðu inn athugasemd




bland í poka

teljari

  • 380.723 heimsóknir

dagatal

október 2008
S M F V F F S
 1234
567891011
12131415161718
19202122232425
262728293031  

sagan endalausa