Messías

Í fyrra söng Hljómeyki í frábærri Messíasaruppfærslu með Sinfóníuhljómsveit Íslands. Þar erum við ekki með í ár en Messíasarlaus er ég nú samt ekki, Kór Neskirkju ásamt Sinfóníuhljómsveit áhugamanna reddar málunum. Tvennir tónleikar, hinir fyrri voru í gær og síðan aftur á sunnudaginn kemur.

https://fbcdn-profile-a.akamaihd.net/hprofile-ak-snc6/276979_238460729614869_1684600601_n.jpg

Troðfull Neskirkja í gær, standing ovation og hrópað og klappað. Ógurlega skemmtilegt enda var gríðarmikil stemning á tónleikunum. Þann níunda verður stemningin allt öðruvísi en örugglega ekki verri, þar sem það verða sing-along tónleikar og fólk getur mætt með nótur og sungið af hjartans lyst. Býst við fullri kirkju af kórnördum og þakið ætti að fjúka af.

Verstur fjárinn að geta ekki bæði sungið og spilað! Það er ekki nokkur leið, allavega ekki sópran og aðra fiðlu (já ég er tekin við leiðarastöðu í annarri fiðlu, allavega fram á vorið).

Mæli allavega sterklega með þessu á sunnudaginn, veit ekki betur en þetta sé fyrsta skipti hér á landi sem boðið er upp á svona sing-along klassíska tónleika. Og ansi margir hafa jú sungið Messías gegn um tíðina. Mamma og pabbi eru búin að festa sér miða og finna til nóturnar.

7 Responses to “Messías”


 1. 1 Jón Hafsteinn 2012-12-4 kl. 10:08

  Verður nokkuð play-along? 😉

 2. 2 hildigunnur 2012-12-4 kl. 10:20

  Ekki fyrir trompeta er ég hrædd um 😉 nema þeir séu til í doblanir í Halelújakaflanum og lokakaflanum – hins vegar bætist ein víóla í hópinn þannig að það er komið fordæmi :þ

 3. 3 Jón Hafsteinn 2012-12-4 kl. 10:36

  Það er víst alltaf pláss fyrir fleiri víólur :þ

 4. 4 hildigunnur 2012-12-4 kl. 10:59

  já það er svolítið svoleiðis 😀

 5. 5 ella 2012-12-5 kl. 10:33

  Þetta hlýtur að verða magnað. En ég velti fyrir mér, af hverju ekki allt veggspjaldið á íslensku? Ég held að það færi aldeilis prýðilega að skrifa með gulum stöfum:Tökum undir. Mætti líka vera: Syngdu með eða syngjum saman, en ég held þó að það fyrstnefnda sé betra – réttara, miðað við tilefnið. Allt í lagi að nota ensku þegar þarf en óþarfi að grauta henni saman við annað. Mér finnst skyr og hafragrautur gott en alls ekki sem hræringur. Gott að sjá lífsmark hjá bloggvinum, ég ætti að fara að taka mig á.

 6. 6 hildigunnur 2012-12-5 kl. 10:34

  Hmm já, þetta fyrirbæri er kannski bara svo þekkt undir þessu nafni – annars bjó ég ekki til plakatið. Kem þessu á framfæri 🙂

 7. 7 Guðlaug Hestnes 2012-12-7 kl. 10:27

  Mikið gæfi ég til að vera þarna. Tek annars undir með Ellu. Eitthvað svo ABBA legt. Kærust í bæinn.


Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s
bland í poka

teljari

 • 375.416 heimsóknir

dagatal

desember 2012
S M F V F F S
 1
2345678
9101112131415
16171819202122
23242526272829
3031  

sagan endalausa


%d bloggurum líkar þetta: