Sarpur fyrir 3. desember, 2012

Messías

Í fyrra söng Hljómeyki í frábærri Messíasaruppfærslu með Sinfóníuhljómsveit Íslands. Þar erum við ekki með í ár en Messíasarlaus er ég nú samt ekki, Kór Neskirkju ásamt Sinfóníuhljómsveit áhugamanna reddar málunum. Tvennir tónleikar, hinir fyrri voru í gær og síðan aftur á sunnudaginn kemur.

https://fbcdn-profile-a.akamaihd.net/hprofile-ak-snc6/276979_238460729614869_1684600601_n.jpg

Troðfull Neskirkja í gær, standing ovation og hrópað og klappað. Ógurlega skemmtilegt enda var gríðarmikil stemning á tónleikunum. Þann níunda verður stemningin allt öðruvísi en örugglega ekki verri, þar sem það verða sing-along tónleikar og fólk getur mætt með nótur og sungið af hjartans lyst. Býst við fullri kirkju af kórnördum og þakið ætti að fjúka af.

Verstur fjárinn að geta ekki bæði sungið og spilað! Það er ekki nokkur leið, allavega ekki sópran og aðra fiðlu (já ég er tekin við leiðarastöðu í annarri fiðlu, allavega fram á vorið).

Mæli allavega sterklega með þessu á sunnudaginn, veit ekki betur en þetta sé fyrsta skipti hér á landi sem boðið er upp á svona sing-along klassíska tónleika. Og ansi margir hafa jú sungið Messías gegn um tíðina. Mamma og pabbi eru búin að festa sér miða og finna til nóturnar.


bland í poka

teljari

  • 373.752 heimsóknir

dagatal

desember 2012
S M F V F F S
 1
2345678
9101112131415
16171819202122
23242526272829
3031  

sagan endalausa