Svíþjóð dagur 3

Laugardagur og aðal tónleikadagurinn. Sænskir verktakar virtust ekki byrja klukkan sjö um helgar, sæi það gerast hér (við hlið hótelsins var verið að gera upp næsta hús og þeir höfðu byrjað snemma morguninn áður).

Aftur morgunmatur klukkan níu með sama genginu og daginn áður. Notaði mér að senda sms til Péturs gegnum vodafone síðuna í stað þess að splæsa frá mér. Nógu dýr yrði símreikningurinn örugglega samt. Hvenær ætli komi annars að því að það verði ekki svona dýrt að tala milli landa?

Chillað á hótelinu fram að hádegi og þá stímt af stað á tónleikana hans Halla sem fram fóru í alveg ógurlega flottu raftónlistarrými sem heitir Audiorama og er úti á einni fjölmargra eyja í miðborg Stokkhólms. Leigubílstjórinn rataði ekki á tónleikastaðinn en það vildi til að ég gerði það. Tónleikarnir voru mjög fínir, flottustu sem ég hafði séð þar til þá, á hátíðinni. Bara tvö verk og bæði þrælflott.

Hafði mælt mér mót við sænska vinkonu, Mariu, í Moderna Museet eftir þessa tónleika, fengum okkur mat á kaffiteríu safnsins, coq au vin, mæli með því. Hún ætlaði síðan með mér á næstu tónleika, klukkutími í þá þannig að við röltum okkur yfir göngubrú út á næstu eyju við.

Veðrið var frábært eins og hér sést:

haust í Stokkhólmi

Síðan komu kórtónleikar. Nordic Voices. Ótrúlegur hópur, bókstaflega ótrúlegur. Verk skrifað fyrir þau af Lasse Thoresen bráðfyndið og skemmtilegt en ég hélt ég yrði ekki eldri þegar þau sungu aukalag, ókynnt en þau léku sér þvílíkt að yfirtónum að ég hef aldrei heyrt annað eins. Ef þið sjáið auglýstan konsert með Nordic Voices einhvers staðar nærri ykkur er skyldumæting. Takk.

Kvaddi Mariu, niður á Moderna Dans Teatret þar sem var danssýning hjá íslenskum danshöfundi, ég var ekkert þannig hrifin, öfugt við Pétur sem var algerlega gagntekinn af þessum dansi. Fokvont rauðvín í boði og allt of heitt, vont rauðvín þolir ekki íslenskan herbergishita.

Tebolli á kaffihúsinu og svo síðustu tónleikarnir, kammerkór konunglega tónlistarháskólans. Verk eftir meðal annars Matthew Whittall, Kanadamann sem hefur verið búsettur í Finnlandi um árabil. Frábært stykki.

Veit ekki hvort það er bara kórnördinn í mér eða hvort þessir kórtónleikar báðir voru toppurinn á hátíðinni fyrir hinum líka. Eric Ericssonshallen er líka frábært tónleikahús, aflögð kirkja á eyjunni, nánast hringlaga og mjög skemmtilegur hljómburður.

 

Rukum út þegar byrjað var að klappa, höfðum pantað mat á Le Bar Rouge, veitingahúsi/bar í Gamla Stan. Gengum þangað, tæplega hálftíma gangur frá Skeppsholmen þar sem við vorum. Já gleymdi því í síðustu færslu, tók mig einn og hálfan óratíma að finna stað og panta mat daginn áður en tókst að lokum.

Þurftum að bíða góða stund eftir borðinu og það var alveg voðalegur hávaði þarna inni (enda bar) en maturinn var fínn.

Pétur var ekki að kýla Halla þarna:

Smástund kíktum við í lokapartí hátíðarinnar og röltum síðan upp á hótel, himnaríki að komast úr skónum og í bólið.

3 Responses to “Svíþjóð dagur 3”


  1. 1 Jón Hafsteinn 2012-11-23 kl. 19:37

    Fokvonda rauðvínið hefur þó vonandi ekki hellt sér yfir ykkur…

  2. 2 hildigunnur 2012-11-23 kl. 19:49

    Aðallega ofan í okkur reyndar – en ekki mikið :þ

  3. 3 Jón Hafsteinn 2012-11-29 kl. 15:59

    Það lítur eiginlega frekar út fyrir að hann sé að toga í skeggið…


Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s
bland í poka

teljari

  • 375.560 heimsóknir

dagatal

nóvember 2012
S M F V F F S
 123
45678910
11121314151617
18192021222324
252627282930  

sagan endalausa


%d bloggurum líkar þetta: