en nú með verkið sem ég er að semja – þetta sem ég uppgötvaði skömmu fyrir jól að þyrfti að vera minnst hálftími. Er búin að vera að vandræðast hvernig í ósköpunum ég gæti teygt það svona langt, textinn er ekki sérlega langur, aðeins 13 línur. Tæpar 3 mínútur á línu, það er laaaaaangt!
En semsagt, sparkaðist aftur í gang í morgun og ég hugsa að ég nái þessu nú.
Keppnisverk þannig að ég vil ekki tala of mikið um það, ef einhverjir sem málið er skylt séu nú að lesa. En skemmtilegt er það.
Vá, held með þér, vona að þú sigrir. Vona að þér takist að teygja og toga textann þannig að hann passi.
Sko, ég er búin að heyra margar mjög fallegar tónsmíðar eftir þig, og síðast í dag. Vona að þú sigrir því það er svo gaman og uppörvandi. Kær í bæinn. Guðlaug Hestnes
Takk fyrir það báðar tvær – fyrst þarf ég nú samt að klára verkið og senda út, hef tæpa 2 mánuði 😀