og hjólið hans Finns fannst! Eða ég held það allavega. Alveg eins hjól var í geymslu lögreglunnar, reyndar örlítið verr farið en það gæti nú hafa verið þjösnast á því. Þarf að smyrja keðjuna og tannhjólið, og það er sprungið á því bæði að aftan og framan.
Sé þetta vitlaust hjól – tja, ég efast um annað en það sé afskrifað.
Einu sinni fyrir langa löngu átti ég leið í verslun á Akureyri sem seldi ný og notuð hjól. Þar sá ég ákaflega kunnuglegan grip og sagði eigandanum að ég héldi að þessu hjóli hefði verið stolið af syni mínum skömmu fyrr. Eigandinn varð miður sín, mundi eftir manni sem hafði komið með þrjú hjól og fengið eitt í staðinn. Til að vera viss fór ég í búðina með soninn og þá sagði hann hissa: Mamma þarna er hjólið mitt! Að sjálfsögðu hjólaði hann heim.
flott, það 🙂