Sarpur fyrir 30. júní, 2008

ferðasagan

eins og ég sagði áður, verður ferðasagan á ensku að þessu sinni, hér er fyrsti partur, ég mun vísa í bútana héðan.

Þetta er aðeins erfiðara, sérstaklega vegna þess að ég þoli engan veginn að skrifa asnalega eða vonda ensku. Má gjarnan leiðrétta ef eitthvað af þessu kemur illa út…

góðverk dagsins

var að koma frá því að syngja við jarðarför í Digraneskirkju, þvílík ósköp af fólki, þurfti að leggja nærri úti við Smáralind (bara örlitlar ýkjur). Við Bragi Þór vorum samferða út á Digranesveg og gengum þar framhjá breskum túrista sem var að reyna að rata inn í Listasafn Reykjavíkur, hafði verið í Smáralindinni, haldandi að hún væri Kringlan.

Ekki hefði ég fyrir mitt litla líf getað bjargað honum með strætósamgöngur, hef ekki hugmynd um hvernig strætó gengur þarna og hvenær, en gat hins vegar boðið honum far niður í bæ og gerði það. Leit meinleysislega út, þannig að ég var ekki sérlega hrædd um að hann væri brjálaður axarmorðingi. Enda reyndist svo ekki vera.

Einn voða feginn túristi komst niður í bæ – og hugsar vonandi hlýtt til Íslendinga.


bland í poka

teljari

  • 380.722 heimsóknir

dagatal

júní 2008
S M F V F F S
1234567
891011121314
15161718192021
22232425262728
2930  

sagan endalausa