Matarboð með hindrunum

Við fjölskyldan gerum fátt skemmtilegra en að bjóða fólki í mat og auðvitað líka fara í boð. Kvöldstund með góðu fólki, mat og rauðvínsglasi slær út ansi margt annað.

Nema hvað. Ég var, að ég hélt, búin að bjóða vinafólki heim í gærkvöldi, höfðum rætt saman í spjallinu á fb, þau voru nýbúin að bjóða okkur heim og þegar hún hafði samband og spurði hvort við gætum komið til þeirra á miðvikudagskvöldinu, daginn fyrir sumardaginn fyrsta kvað ég neitandi við (var á æfingu) og sagði að við skulduðum þeim jú heimboð, ekki öfugt, og hvernig væri næsta helgi? Hún tók nú ekki undir neina skuld – en þarna þóttist ég vera búin að bjóða þeim.

Svo tökum við okkur til, finnum matseðil og megnið af gærdeginum fer í að elda. Klukkan verður sjö og ekki koma þau. Klukkan verður kortér yfir sjö. Hálfátta, Engir gestir. Ég hringi. Þá sitja þau með fínan mat heima og bíða eftir okkur í heimsókn.

 

Enduðum á því að borða forrétt og aðalrétt hér heima með krökkunum og taka síðan leigubíl á Háaleitisbrautina. Fyndið.

4 Responses to “Matarboð með hindrunum”


  1. 3 ella 2012-04-27 kl. 07:13

    Sniðugt! Minna sniðugt að kveðjur hér virðast ekki alltaf ná í gegn??

  2. 4 hildigunnur 2012-04-27 kl. 12:02

    Ella já það er eitthvað ekki alveg í lagi með kommentakerfið!


Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s
bland í poka

teljari

  • 373.752 heimsóknir

dagatal

apríl 2012
S M F V F F S
1234567
891011121314
15161718192021
22232425262728
2930  

sagan endalausa


%d bloggurum líkar þetta: