Fjársjóðskista

Fór á tónleika áðan í Norðurljósasal Hörpu. Þar kom fram hinn feikigóði Kammerkór Norðurlands sem kann að syngja píanissimó eins og Hljómeyki kunni hér einu sinni (hmm þurfum að fara að rifja þá kunnáttu upp reyndar!) 

Prógrammið var íslensk kórtónlist við ljóð Halldórs Laxness. Heilir tónleikar með hléi og allt.

Og ég þekkti heil þrjú lög fyrir.

Magnað!

Reyndar slatti af frumflutningum, þrælflott og fjölbreytt lög eftir Jóhann G Jóhannsson (leikhústónlistarstjóra með meiru), þrjú mjög skemmtileg lög eftir Hróðmar og eitt bráðfallegt (og hreint ekki klisjulegt) eftir Hauk. Hlakka mikið til að komast í enn meira návígi við þessa músík, hún á þvílíkt skilið að dreifast víða.

Minn forsetaframbjóðandi var síðan á svæðinu, okkur kom saman um að stuðningsfólk Þóru sé í jákvæðu deildinni, niðurrifsfólk og svartsýnisrausarar halda sig yfirleitt annars staðar en í okkar rafrænu herbúðum. Jamm.

0 Responses to “Fjársjóðskista”  1. Færðu inn athugasemd

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s
bland í poka

teljari

  • 373.752 heimsóknir

dagatal

apríl 2012
S M F V F F S
1234567
891011121314
15161718192021
22232425262728
2930  

sagan endalausa


%d bloggurum líkar þetta: