Víst ekki laust við að sumar og vetur hafi frosið saman – látum það vita á gott.
Pönnukökurnar komnar á bláröndótta diskinn (sagði víst bláköflóttan á smettinu áðan en það er bara ein blá rönd á þessum). Góður samt. Þeytararnir í uppþvottavélinni, það gæti hafa verið mistök, ungviðið vill pönnukökur NÚNA en mamman segir neibb, ekki fyrr en allt er til og það verður jú að vera þeyttur rjómi, á pönnukökunum á sumardaginn fyrsta er það ekki?
Gleðilegt sumar, Hildigunnur, takk fyrir veturinn! (ég fylgist sko með blogginu og svoleiðis, þó ég kommenteri lítið….) ♥
Þeyttur rjómi skal það vera, möglunarlaust. Gleðilegt sumar. Kv. Guðlaug Hestnes
Guðný Anna og Gulla, gleðilegt sumar sömuleiðis – og já það var sko þeyttur rjómi og ís og þrjár tegundir af sultu um að velja á pönnsurnar 😀