hvað er þægilegt að vera komin í þriðjudagsfrí – ég náði meira að segja að bæta við næstum því mínútu í framvindu í blessaðri sinfóníunni sem liggur annars eiginlega undir skemmdum, svo langt síðan ég kíkti á hana síðast.
Styttist í hinu líka, bæði Suz og Hafnarfjarðarkrakkarnir byrjuð í tónheyrnarprófum nema framhaldsstigið sem fer ekki í vorpróf, ég er alltaf með símat (nei, ekki símaat) í tónheyrnarkúrsunum.
Vantar eitt verkefni úr hljóðfærafræðikúrsinum til að geta gengið frá einkunnum þar.
Svo bara að rúlla upp öllum frágangi ekki síðar en í lok næstu viku. Puttar krossaðir.
Ég krossa mína fingur líka:)
Kross. En heldurðu að verkefni geti skemmst ef þau eru látin liggja? Ég er nefnilega með eina litla ritgerð sem hefur legið óáreitt í nokkrar vikur. Á ég að setja hana í frysti, heldurðu?
Takk stelpur – og Kristín já held að frystihólfið sé góð hugmynd :þ
Eða salta…