magnaður göngutúr

frábært veður í dag og við hjónin ákváðum með engum fyrirvara að fara í smá göngutúr.

Flestir hér munu væntanlega hlæja að því að hvorugt okkar hefur gengið stíginn kringum golfvöllinn úti á Seltjarnarnesi, Jón Lárus vissi ekki einu sinni að það væri stígur alla leið, ég vissi það nú reyndar.

Þrátt fyrir blankalogn var talsvert brim þarna úti á odda, ég gæti hugsað mér að fara þangað í einhverju veðri. Dýrka brim. Svo spegilsléttur sjór þegar við komum inn í víkina, skáli björgunarsveitarinnar speglaðist skýrt og greinilega í sjónum.

Yndisleg stund. Mæli með þessari gönguleið.

Svo er svo skemmtilegt að maður heilsar öllum og fær bros, í svona gönguferðum, ólíkt fjarræna augnaráðinu sem horfir í gegn um mann, á götum og gangstéttum bæjarins.

3 Responses to “magnaður göngutúr”


  1. 1 Jón Lárus 2009-01-18 kl. 21:36

    Já þetta var snilldar göngutúr. Og veðrið engu líkt.

  2. 2 parisardaman 2009-01-19 kl. 14:29

    Það eru mjög magnaðar og skemmtilegar gönguleiðir víða um borgina. Þess vegna finnst mér endalaust magnað hvað illa er svo hugað að gangandi vegfarendum sem ERU AÐ FARA EITTHVAÐ. Get orðið brjálæðislega pirruð á því að göngur eru eingöngu til heilsubótar, ekki til að koma sér á milli staða.

  3. 3 hildigunnur 2009-01-19 kl. 17:26

    París, akkúrat, sama með hjólin. Ég er farin að hjóla nánast alltaf bara úti á götu.


Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s




bland í poka

teljari

  • 377.628 heimsóknir

dagatal

sagan endalausa


%d bloggurum líkar þetta: