Ferðasagan, já… Við lentum á besta hóteli í hei…

Ferðasagan, já…

Við lentum á besta hóteli í heimi, hóteleigandinn þekkir vin okkar Hallveigar, sá var búinn að segja okkur að skila kveðju. Gaurinn bar í okkur fínasta ítalska freyðivín allan tímann (kampavínsgæði, ekkert x@%$ dísætt Asti Spumante)

Hitt og þetta var gert sér til dundurs þarna úti, það er ljóst.

Fórum til Feneyja, fýlan úr síkjunum er stórlega ýkt. Lékum ofurtúrista og fórum í gondólaferð, vorum heppin með ræðara, okkar bæði söng fyrir okkur (tja, raulaði, reyndar, ekkert belgings ósólemíó, en samt…) Hallveig, Jón Heiðar og Ragnheiður ekki eins heppin með sinn, hann var bara fúll, söng ekki neitt og benti þeim ekki einu sinni á merkileg hús eða brýr á leiðinni. Súri gaukur. Við Finnur slepptum göngutúrnum með leiðsögumanninum, hann var svo pirraður af hita og þreytu að það var mun gáfulegra að setjast bara á kaffihús. Kaffihús á Markúsartorgi eru örugglega með þeim dýrustu í heimi, skal ég segja ykkur. Hefði viljað ná á tvíæringinn og sjá verkið hennar Gabríelu, en það var svolítið úr leið, hefðum örugglega kíkt ef við hefðum ekki verið með krakkana.

í Feneyjum varð okkur trúlega heitast í ferðinni, kannski fyrir utan heimferðardaginn.

Kíktum til San Marino, ghastly and touristy eins og hún Ghislaine vinkona okkar lýsti, en hei, vel þess virði fyrir þessar 3 líkjörsflöskur og 4 rauðvín sem við komum með heim (Hallveig hélt á einni, vonandi minnkar ekkert í flöskunni). Þvílíkur sölumaður sem við lentum á, annars, við ætluðum bara að kaupa 1-2 rauðvín og svo flösku af núggalíkjörnum sem við keyptum þar síðast.

Róm og Flórens eigum við inni þar til næst og þarnæst, ekki alveg málið með þann 5 ára. Ég er reyndar líka með safnafóbíu, er allt of óþolinmóð til að standa og dást að listaverkum í óratíma, svo er líka bara sensory overload á þessum gömlu stóru söfnum.

Keyptum okkur viku strandarpassa, nýttum ekki nema hluta af honum, þvílíkur munur að vera með sundlaug við hótelið. Það höfðum við nefnilega ekki þegar við vorum þarna síðast. Þægilegt að leyfa krökkunum að busla að vild, liggja sjálfur og lesa við sundlaugarbarminn, dýfa sér út í þegar hitinn varð óbærilegur. Láta síðan bera í sig freyðivín í ísfötu í boði hússins. Verður það mikið betra? Ja, kannski hefði ég viljað sleppa við að brenna yfir Harry Potter, gleymdi eiginlega að kæla mig þann daginn. Aloe vera hlaupið mitt bjargaði málum.

Heilmikið etið og drukkið að sjálfsögðu, eitt snilldarveitingahús sem við fórum á, Osteria de burg. Gleymdi myndavélinni í þeirri ferð, því miður, þar hefði ég viljað ná myndum af kræsingum. Næst, næst… Skruppum til Bologna í pílagrímsferð að borða tagliatelle bolognese í réttu umhverfi, gert á réttan hátt, sé ekki eftir því. Fundum ógurlega sælkerabúð hvar við keyptum rúmlega kílós stykki af parmiggiano reggiano, nú er bara að finna út hvernig við geymum hann eftir að hann er opnaður. Ætluðum á stóra Nutellabarinn á svæðinu en þá var hann bara lokaður, krakkarnir voru ekki smá fúl. Opnaði bara ekkert aftur, eftir hádegishléið.

keyptum okkur gíga Nutellakönnu, einn lítra, (glass of Nutella, anyone?), krukku með niðursoðnum risarækjum (verður búið til risotto á sunnudaginn), einn pakka af piadinum (langar í pönnu, kaupi svoleiðis þegar við fáum okkur gaseldavélina), bel paese ost (er að verða búinn).

Hóteleigandinn leysti okkur síðan út með sitthvorri flöskunni til að fara með heim.

Heimferðin var ári erfið, eftir langan og mjöööög heitan dag var lagt af stað frá hótelinu okkar þegar klukku vantaði kortér í átta, tínt upp fólk af tveim öðrum hótelum, keyrt í einnoghálfan tíma til Bolognaflugvallar, fáránlega löng röð í innritun (snarbrjáluð ítölsk kerling hellti sér yfir okkur og fararstjórann þegar Hallveig og Jón fengu að tékka sig inn með okkur). Vélinni seinkaði um klukkutíma og kortér, gekt stuð með tvö dauðþreytt fimm ára kríli, bæði farþegar og áhöfn voru síðan orðin dauðþreytt og hundpirruð í fluginu, krakkarnir sváfu sem betur fer eiginlega alla leiðina. Vorum komin heim um hálffimmleytið (hálfsjö að okkar líkamsklukku), vaknaði klukkan níu. Þess vegna sundurlaus frásögn. Er að fara að sofa aftur, sko.

Stærstu kostirnir við að vera kominn heim:

Glaður köttur
Hætt að þurfa að drekka vatn eins og við séum á tímakaupi við það. (held að vatnsbúskapur Ítalíu hafi skaðast illilega á tímabilinu)
Íslenskt vatn úr krananum.
Rúmið mitt.
Baðkarið mitt.
Almennilega hreint hár, ekki síþvalt af svita.
Verslunarmannahelgi þungskýjuð og svalt. (kyrr í bænum að venju)

Myndir fylgja fljótlega, er búin að tæma vélina inn í iPhoto en á eftir að velja úr til að henda á netið.

ps. Jón Lárus rakst síðan á þessa brjáluðu ítölsku úti á horni hjá okkur þegar hann fór út að skokka…

0 Responses to “Ferðasagan, já… Við lentum á besta hóteli í hei…”  1. Færðu inn athugasemd

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s
bland í poka

teljari

  • 374.200 heimsóknir

dagatal

júlí 2005
S M F V F F S
 12
3456789
10111213141516
17181920212223
24252627282930
31  

sagan endalausa


%d bloggurum líkar þetta: