vill einhver

plís segja mér hvað „vextir seðlabankans“ þýðir? Ég er búin að sjá tölur um 17% og 21% en á heimasíðu bankans sé ég „vextir á óverðtryggðum útlánum 8,25%“

17-21% vextir á gengistryggðu lánin er bara fáránlegt. 8,25% óverðtryggt er hinsvegar nokkuð sem ég get ekki vorkennt fólki að taka á sig. Verðbólga núna er um 6%, raunvextir þá væntanlega 2,25%. Slæmt? Nei. 3% vextirnir sem voru á lánunum þegar þau voru bundin við gengi franka, yens og fleira hefðu náttúrlega aldrei í lífinu boðist án einhvers konar verðtryggingar. Að segja slíkt eiga að standa verð ég að viðurkenna að er álíka fáránlegt og hugmyndin um þessa 17-21% vexti í hina áttina. Í raun neikvæðir vextir miðað við verðbólgu. (og já ég veit reyndar að kaupið okkar er ekki að hækka um 6% á ári).

Aftur, hvaða vexti seðlabankans er verið að miða við? Finn það hvergi í neinum fréttum né skýringum.

Stormur í vatnsglasi?

21 Responses to “vill einhver”


  1. 1 beggi dot com 2010-07-23 kl. 22:39

    Sko… Væntanlega snýst þetta um það að það þarf að reikna vextina fyrir hvern mánuð fyrir sig og um áramótin 2008 – 2009 voru þeir 21%. Þannig að meðaltalið frá jan. 2007 er eitthvað um 15%.

  2. 2 hildigunnur 2010-07-23 kl. 22:43

    Það veit ég vel. Ég get bara ekki skilið þetta öðruvísi (getur vel verið að ég sé að misskilja alveg sko) en að þetta eigi að fara eftir vöxtum eins og þeir eru og verða, ekki fáránlegu upphæðirnar sem þeir fóru upp í verst.

  3. 3 Tryggvi 2010-07-23 kl. 22:44

    í USA er ólöglegt að hafa vexti yfir 15% á íslensku okurlán og nú mæla SÍ & FME með okurlánum

  4. 4 hildigunnur 2010-07-23 kl. 22:55

    Ég ætla að vera bjartsýn og vona að vextirnir fari ekki aftur upp í ruglflokk.

  5. 5 ASE 2010-07-23 kl. 22:58

    Þori ekki að fullyrða að fullkomlega rétt hjá mér en minnir að hafi séð einhvers staðar einhvern tímann að myndu þá m.v. óverðtryggða vexti SÍ Á HVERJUM TÍMA (eins og Beggi segir). Eru í dag 8,25% sem sammála þér að ekki svo slæmt m.v. allt og allt (samt náttúrulega háir vextir m.v. það sem gerist almennt í hinum Vestræna heimi). Hins vegar voru þessir vextir mun hærri þegar vitleysan stóð sem hæst, held hafi farið uppí +/- 20%. Þannig að meðaltalið til dagsins í dag er eitthvað hærra en ef verðbólgan lækkar (mann má nú dreyma :-o) þá gætu þessir vextir lækkað (og náttúrulega hækkað líka ef verðbólga eykst!).

    En aðalkosturinn er samt að þetta er ekki hin fræga verðtrygging, þ.a. engir „vaxtavextir“. Fólk almennt gerir sér ekki grein fyrir því hve verðtryggingin er rosalega dýr, miklu miklu miklu meira en að leggja bara vextina við verðbólguna á hverjum tíma. Þar sem jafngreiðslulán þá leggst verðtryggingin ofan á höfuðstólinn og fólk borgar vexti af verðtryggingunni. Algjörlega kolbilað fyrirkomulag sem alveg með ólíkindum að fólk látið bjóða sér.

    Reiknaði einu sinni að 6,5% nafnvextir og 6.13% (if only) verðtrygging samsvaraði 29,1% breytilegum vöxtum!!!! Sem þýðir að fyrir hverja krónu sem færð lánaða á þessum kjörum borgarðu til baka 4,68 krónur. Á sama tíma voru húsnæðislán í Bretlandi með +/- 6,28% vexti þannig að maður myndi borga 2,03 krónur til baka fyrir hverja krónu sem tekin af láni. Íslendingar hafa verið teknir ósmurt í langann tíma, því miður ekkert nýtt 😮

  6. 6 hildigunnur 2010-07-23 kl. 23:14

    ASE, takk fyrir þetta, meikar sens.

  7. 7 hildigunnur 2010-07-23 kl. 23:19

    Og einmitt út af þessu jafngreiðsludæmi er fáránlega sniðugt að reyna alltaf að borga höfuðstólinn niður ef það er nokkur leið að leggja til hliðar fyrir slíku. Besta sem maður getur gert fyrir peninginn.

  8. 8 ASE 2010-07-23 kl. 23:29

    Hildigunnur, algjörlega. Besti sparnaðurinn þessa dagana er að borga skuldirnar sínar 🙂

  9. 9 beggi dot com 2010-07-24 kl. 00:09

    Sníkjublogg…

    Í þessum heimsfrægu tilmælum FME og SÍ segir meðal annars: ,,Í stað gengistryggingar og erlends vaxtaviðmiðs skal miða við vexti sem Seðlabanki Íslands ákveður með hliðsjón af lægstu vöxtum á nýjum almennum óverðtryggðum útlánum eða ef verðtrygging er valin lægstu vöxtum á nýjum almennum verðtryggðum útlánum og beitt er þegar óvissa ríkir um lánakjör…“

    Þannig að í fyrsta lagi þá gilda þessi tilmæli aðeins um eftirstöðvar lána frá því að dómurinn féll, væntanlega 1. júlí (ekki síðar en 1. september) segir í textanum. Það er því ekki rétt sem Tryggvi segir að FME og SÍ séu að mæla með okurvöxtum; 2,25% vextir umfram verðbólgu eru nú engin goðgá.

    Í annan stað er þess að geta að það stendur í textanum, en virðist hafa farið fram hjá mörgum: ,,Á meðan ekki hefur verið skorið úr um umfang og lánakjör þeirra samninga sem dómarnir ná yfir…“. Tilmælin gilda því aðeins þangað til Hæstiréttur Íslands hefur úskurðað um málið. Verði úrskurðurinn á sama veg og úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í dag þá veður þetta væntanlega þannig að fyrir júlí 2010 borgar fólk 8,25% vexti, fyrir ágúst 7,25% og svo væntanlega lækkandi. Hins vegar þá þarf það að borga 16,5% vexti fyrir janúar 2008, 21% fyrir janúar 2009 og 10,5% fyrir júlí 2009. Hæst fóru vextir SÍ í 21% í des 2008 og jan 2009.

    Þessir vextir eru þó af lækkuðum höfuðstól, af upphaflegri upphæð í íslenskum krónum, ekki með hrunshækkun gjaldeyrisins sem lánið var tekið í. Þess ber auðvitað einnig að geta að fólk er væntanlega búið að borga greiðslurnar með háu vöxtunum eða vonandi flestir í það minnsta. Þannig að því leyti til er þetta stormur í vatnsglasi að mínu viti.

    Hins vegar er hitt sem ASE nefnir að það eru ekki vaxtavextir (verðtrygging) á þessum lánum. Hjá okkur aumingjunum sem erum með venjuleg verðtryggð lán hækkaði höfuðstóllinn við hrunið, eða öllu heldur verðbólguna sem hrunið olli. Við borgum vexti af þeirri hækkun og munum gera þangað til lánið er uppgreitt.

    Mér er alveg ómögulegt annað en finnast þessi tilmæli tiltölulega sanngjörn en það er ef til vill ekki við því að búast að þeir sem héldu að þeir hefðu fengið lottóvinning með dómi Hæstaréttar séu á sama máli.

  10. 11 Svala 2010-07-24 kl. 02:05

    Mér skilst samt að ef héraðsdómurinn frá því í gær muni standa, þá verði miðað við verðtryggða vexti eins og þeir voru á hverjum tíma. Líka þegar þeir fóru upp í 15-20%. Alla vega hefur alltaf verið talað um það að lánin verði reiknuð þannig.

    Það eru ansi háir vextir, enda var þeim viljandi haldið háum til þess að reyna að draga úr verðbólgu og draga úr lántökum. Mér finnst ótrúlegt að fólk hefði tekið bílalán, hvað þá húsnæðislán, á þeim vöxtum.

  11. 12 hildigunnur 2010-07-24 kl. 09:37

    Svala já akkúrat, við vorum komin niður á það. Þeir vextir voru náttúrlega fáránlegir en samt bara tímabundið svona slæmir – eitt og hálft ár kannski sem vextir verði reiknaðir út frá því og vonandi flestir búnir að borga það tímabil hvort sem er.

  12. 13 hildigunnur 2010-07-24 kl. 10:39

    Ef hellingur af fólki fær eftirgefið að vera með lánin sín á neikvæðum vöxtum er bókað að einhver þarf að borga. Því miður er ekki svo að lánafyrirtækin fari bara á hausinn og skuldirnar verði afskrifaðar – þessar skuldir eru langverðmætustu eignir fyrirtækjanna og fara í innheimtu hjá kröfuhöfum þeirra. Viljum við líka henda þessu á afkomendur okkar? Er ekki nóg samt.

    Ég hafði nú ekki mikið álit á Hagsmunasamtökum heimilanna en þeir keyra algerlega um þverbak núna í frekjunni.

  13. 14 hildigunnur 2010-07-24 kl. 10:41

    Svala nei annars – óverðtryggða vexti, ekki verðtryggða er það ekki?

  14. 15 beggi dot com 2010-07-24 kl. 15:50

    Óverðtryggða vexti.

  15. 16 Svala 2010-07-24 kl. 23:55

    Já, ég meinti auðvitað óverðtryggða. Vantaði þarna eitt ó.

    Mér finnst héraðsdómurinn frá því í gær svolítið sérstakur, að því leyti að það er vísað í sjónarmið samningaréttarins um sanngirni og neytendavernd. En svo þegar fjórða varakrafan um óverðtryggða verki er samþykkt er ekkert talað um samningaréttinn, heldur er aðeins vísað í vaxtalög.

    Ég er auðvitað hvorki dómari né lögfræðingur, en mér finnst alveg möguleiki að þessu verði snúið við í Hæstarétti. Ef þetta stendur, eru þeir sem tóku gengistryggð lán samt sem áður betur staddir en ef lánin hefðu verið dæmd lögleg. Mér finnst talsmenn eins og Marinó gleyma því.

  16. 17 Svala 2010-07-24 kl. 23:55

    P.S. Af hverju er ég fjólublár vælukall? Get ég breytt myndinni?

  17. 18 hildigunnur 2010-07-25 kl. 00:08

    Sammála með Marinó og fleiri.

    Jámm þú getur breytt – með því að breyta um netfang sem þú sendir frá. Ég held því miður að maður geti ekki valið. Annars finnst mér þessi kall flottur 😀

  18. 19 Anna Benkovic 2010-07-25 kl. 03:47

    Hef alveg misst af þessum annars frábæru rökræðum , en tek undir (to be safe) að dómarar dæmi eftir lögum.
    Lögum má breyta á Alþingi, en ekki eftir á nema að um sé að ræða afar rökstutt mál, eins og til dæmis eftirlaunaósóminn (sem ekki var dæmdur eftir á og það er séra Jón) og lög um ábyrgðarmenn, sem alltaf voru óréttlát.

  19. 20 Stefán Vignir 2010-09-17 kl. 00:04

    Hér er vaxtataflan á Excel-formi. http://www.sedlabanki.is/lisalib/getfile.aspx?itemid=2932


  1. 1 bloggið mitt í fyrra « tölvuóða tónskáldið Bakvísun við 2011-01-2 kl. 11:13

Færðu inn athugasemd




bland í poka

teljari

  • 380.668 heimsóknir

dagatal

júlí 2010
S M F V F F S
 123
45678910
11121314151617
18192021222324
25262728293031

sagan endalausa