dót til þerris

hér er verið að taka til í þvottahúsinu, reyna á að koma hjólunum krakkanna inn svo þau standi ekki úti og ryðgi. Meðal annars fórum ég og krakkarnir í gegn um tvo svarta ruslapoka af leikföngum sem var búið að afleggja hér.

Hellingi var hreinlega hent en hálfur poki eða svo safnaðist af dóti sem við gefum í Góða hirðinn, nemahvað sumt af því var – tja ekki kannski alveg tandurhreint. Rykugir bangsar og þannig, en alveg stráheilt og vel með farið. Í þvottavélina með það.

Hér er hluti af góssinu:

dót til þerris

5 Responses to “dót til þerris”


  1. 1 Fríða 2009-01-11 kl. 23:06

    Æi, geyin, hengd upp á eyrunum!

  2. 2 ella 2009-01-11 kl. 23:09

    Hvar er dýraverndarfélagið?

  3. 3 Jón Lárus 2009-01-12 kl. 00:24

    Eins gott að PETA sjái þetta ekki!

  4. 4 Hafdís 2009-01-12 kl. 08:23

    Hahha, skondin mynd :D.

  5. 5 Kristín í París 2009-01-12 kl. 13:15

    Oh, þegar ég var með börnin pínulítil og var ekki námsmaður tók ég tuskudýraþvott líklega tvisvar á ári. Alltaf jafngleðileg sjón að sjá þau hanga saman á þvottagrindinni. Ég veit ekki hvenær ég gerði svona síðast, laaaangt síðan.


Skildu eftir svar við Hafdís Hætta við svar




bland í poka

teljari

  • 380.686 heimsóknir

dagatal

sagan endalausa