Ég er búin að vera kvartandi og kveinandi yfir hryggjunum hér á Njálsgötunni. Svo keyrðum við Leifsgötu áðan og ég er steinhætt að kvarta! Úff hvað ég vildi ekki þurfa að keyra, hjóla né ganga þar þessa dagana.
Það er samt alveg kvartandi smá, hér í miðbænum hefur nefnilega alls ekkert verið rutt, hvorki götur, gangstéttir né aðrir stígar að ég fái séð. Lífshættulegir klakabunkar á þeim gangstéttum sem ekki er hiti í (veeerulega ánægð með að hafa splæst í hita fyrir utan hjá okkur þó það hafi verið sárt í veskinu hérna fyrir 6-7 árum). Enda flaug ég á hausinn um daginn.
Samt ótrúlega fyndið að heyra viðtöl í útvarpinu þá morgna sem snjónum kyngdi sem mest niður. Fólk (fréttamenn ekki síst) alveg brjálað yfir að það skuli ekki vera allt orðið hreint sama morgun…
Nýlegar athugasemdir