Archive for the 'tungumál' Category

í tilefni

dags íslenskrar tungu (rekum nú öll út úr okkur tunguna og skoðum hina íslensku tungu), ein færsla um þróun tungumálsins.

Ég er ekki pikkföst á því, ekki einu sinni fylgjandi því að tungumálið megi ekki þróast og breytast. Reyndar er bara kjánalegt að reyna að standa gegn slíku. En ég er svolítið hissa á breytingunni á hugtakinu að vera hálfþrítugur/fertugur/fimmtugur og svo framvegis. Einu sinni þýddi þetta klárlega að vera hálfnaður með tuginn en núna virðist merkingin hafa færst algerlega yfir í helming af fertugu, hjá yngra fólki allavega, semsagt að á tvítugsafmælinu sé fólk hálffertugt og hálffimmtugt við tuttuguogfimm.

Ef við líkjum þessu við klukkuna – myndi einhver skilja hálffjögur sem tvö?

endurtekningar

mér finnst alltaf spes svona orð sem endurtaka sig. Haricotbaunir og salsasósa (baunabaunir og sósusósa) til dæmis – svo heyrði ég um daginn að naan þýðir bara brauð þannig að þá tölum við hér um baunabaunir, sósusósu og brauðbrauð. Spes.

Kunnið þið fleiri svona dæmi?

besta nýyrði

sem ég hef mjög lengi séð er hér.

Far out, man!

lærðum svo

nýtt orð í kvöld. Tja, nýtt, tæpast. En gaman að geta haldið áfram að læra orð í íslensku sem ég (og fleiri) höfðum ekki hugmynd um að væru til. Þrættum meira að segja fyrir það…

árans franski texti

íslenskar kórstelpur að leika spænskar verksmiðjustelpur að rífast á frönsku. Hratt.

Við stöndum fremst á sviðinu og textinn verður að heyrast, ekki hægt að fela sig bak við hljómsveitina neitt. Þyrfti helst að kunna þetta utanað, veit ekki alveg hvort það næst.

fékk (ekki alveg) skorið

úr latínupælingunum mínum með ljóðið sem ég er að semja við fyrir Gradualekórinn. Hafði samband við 3 latínusérfræðinga og þeim ber ekki alveg saman. Hmm. Spurning um að fara bara eftir eigin tilfinningu?


bland í poka

teljari

  • 373.752 heimsóknir

dagatal

nóvember 2021
S M F V F F S
 123456
78910111213
14151617181920
21222324252627
282930  

sagan endalausa