Archive for the 'ruglið' Category

heimsendir

jamm eftir tæpa þrjá daga. Eða hvað? hvenær dags verður þetta annars? Og verður þetta á sama tíma um allan heim? 21. maí kemur ekki á sama tíma alls staðar. Kannski veltur heimsendir með sólinni.

Eða eru þetta kannski bara heimsendir – réttir frá Nings? Eða álíka?

(mynd stolið héðan. Góð hugmynd annars).

nei

ég hef voða lítið verið að blogga undanfarið. Eins og mér hefur legið mikið á hjarta. Eyðilegging á tónlistarskólunum okkar – já eyðilegging er ekki of sterkt orð yfir það sem virðist vera að gerast hér. Verð að henda inn grein sem má lesa hér um mikilvægi tónlistarmenntunar og já, minna á grein sem ég hef birt áður hérna – fagið mitt er nefnilega ekki bara eitthvað hobbí. Skiptir svo gríðarmiklu máli fyrir þessa andlegu heilbrigði. Heilbrigð sál í hraustum líkama, já það er helling verið að hugsa um hrausta líkamann en virðist sem heilbrigða sálin sé aðeins minna mál. Hefði ég tíma myndi ég snara greininni – kannski eftir vikuna.

Icesvei – nei best að fara ekki út í þann pakka.

Deadline, I’m still sticking to it.

óvitlaust

Hún Magga Pála er óvitlaus, hlustið endilega á hana hér. Þetta hefur reyndar alltaf verið viðkvæðið hér heima. Man eftir einu sinni að við fjölskyldan sátum á Grillhúsinu, pöntunin okkar hafði gleymst, þannig að við þurftum að bíða ansi lengi eftir matnum. Finnur var ekki fæddur, stelpurnar hafa verið þriggja og sjö ára eða álíka. Sátu þarna sallarólegar og lituðu eða eitthvað og við bóndinn spjölluðum saman á lágu nótunum.

Áður en við fórum heim höfðu tvær manneskjur, sín í hvoru lagi, undið sér að okkur og hrósað okkur fyrir hvað þetta væru róleg börn.

Það þarf að vera virðing fyrir börnunum, auðvitað þurfa þau að komast að líka en þau mega sannarlega ekki valta yfir allt og alla. Svolítið hrædd um að allt þetta peningapakk sem fór svona illa með okkur hafi alltaf verið vant því að geta hegðað sér eins og þeim sýndist og aldrei þurfa að taka tillit til neins nema sjálfs sín.

í gang aftur

jamm, pínu seinna en flestir, LHÍ byrjar ekki alveg strax og Suzuki var í fríi á mánudaginn en á morgun er það alvara lífsins á ný með Hafnarfirði.

Ekki gott að vita hvað við í Tónlistarskólanum þurfum að taka á okkur, ekki var sagan hans Halla rokkara úr leikskólanum fögur. Fáum væntanlega að frétta af því fljótlega, örugglega kennarafundur í næstu viku. Sama gildir um Suz, borgin hljómaði ekki sérlega vel, jafnvel niðurskurður núna um áramót. Hrikalegt að gera slíkt á miðjum vetri, ekki segjum við börnum upp vistinni í janúar.

En þetta kemur jú allt í ljós – vonandi verður ástandið ekki allt of slæmt!

stolið

frá jonas.is – spurning hvort sé ekki slattans vit í þessu?

18.12.2010
Hópíþróttir brengla
Samkvæmt þjálfurum barna í hópíþróttum ber dómari leiks einn ábyrgð á, að fylgt sé reglum. Leikmenn sjálfir eru án ábyrgðar, siðlausir. Ef þeir hindra mark með broti, er það nauðsyn, sem brýtur lög. Sama er að segja um látalæti leikmanna. Þau eru nauðsynleg aðferð við að hafa áhrif á dómarann. Um allt land eru siðlausir þjálfarar að kenna börnum okkar, að þriðju aðilar eigi að sjá um allt siðferði. Það eru dómararnir. Leikmenn sjálfir mega hins vegar haga sér eins og hentugast er. Úr þessari þjálfun kom ábyrgðarlaust fólk á vinnumarkaðinn. Tók líka yfir bankana. Með afleiðingum, sem allir hafa séð.

rauð ljós

nei, ekki hverfi hinna rauðu ljósa – ég verð því miður að segja að ég varð ekki sérlega hissa á því að keyrt hefði verið á mann sem gekk víst yfir annaðhvort Miklu- eða Kringlumýrarbraut á rauðu ljósi. Klárt að bílstjórar eiga að reyna að vara sig og vera vakandi og ef viðkomandi bílstjóri stakk af er náttúrlega engin afsökun fyrir því.

Það er bara orðið hroðalegt að sjá hvað bæði gangandi og akandi vegfarendur bera litla virðingu fyrir rauða litnum. Hér í miðbænum sjáum við iðulega fólk sem anar út á götuna á móti hárauðu, hefur ekki einu sinni fyrir því að líta til hliðar til að athuga hvort mögulega gæti bíll verið að keyra yfir gatnamótin á grænu ljósi. Hef oftsinnis þurft að klossbremsa. Hinir akandi eru litlu skárri, bara síðustu viku sá ég að minnsta kosti fjórum sinnum bíla fara yfir gatnamót á MIÐJU rauðu ljósi, ekkert að skafa gult neitt, nei mörgum sekúndum inn í ljósið. Ég þurfti að bremsa og sveigja frá einum sem beygði bara í veg fyrir mig á gatnamótum Gömlu Hringbrautar og Bústaðavegar/Snorrabrautar (hann var á rauðu beygjuljósi og bara fór samt).

Eiginlega bara mesta furða að ekki skuli vera meira um slys!

vín á ofurverði

Nú eru að detta inn í Vínbúðir aftur rándýrir toppar úr víngerð í heiminum. Eða allavega snobbtoppar.

Château Margaux, Château Mouton Rotschild og Château Latour.

Verðið á þeim verður rúmlega 68 þúsund á Margaux, Rotschild um 80 þúsund og nær 82 þúsund fyrir Latour.

Samkvæmt verði á þessum vínum í útlöndum er smurt ansi hressilega á þetta núna. Hingað til hafa toppvín fengist á tiltölulega góðu verði hér á Íslandi vegna verðlagningarreglna ÁTVR. Þær hafa hins vegar ekkert breyst þannig að nú eru það væntanlega viðkomandi birgjar sem leggja á lúxusskatt. Ég skil það reyndar nokkuð vel – hér er enn til lið sem veit ekki hvað það á að gera við peninginn en við hinir ræflarnir myndum örugglega ekki kaupa þessi vín þó þau væru „bara“ á helmingi verðsins.

Við höfum einu sinni keypt Margaux, nokkur ár síðan, þá kostaði flaskan 15 þúsund. Fannst okkur það nú feikinóg – sérstaklega miðað við það að þetta er alls ekki besta vín sem við höfum smakkað. Reyndar frekar lélegur árgangur en svona hús eiga ekki að láta frá sér neitt nema toppa (sum húsanna reyndar framleiða ekki vín ef þrúgurnar eru ekki í toppi, selja þær þá bara en sleppa heilum árgangi úr). Fullt af vínum sem fá álíka dóma og vín frá þessum húsum en eru bara á broti af verðinu.

Þrátt fyrir að detta ekki í hug að kaupa svona nöfn er náttúrlega samt eitursúrt að horfa upp á þetta litla merki um að hér er ennþá gríðarlegt gap milli þeirra sem eiga og þeirra sem eiga kannski smá en aðallega bara skuldir.


bland í poka

teljari

  • 371.493 heimsóknir

dagatal

maí 2020
S M F V F F S
 12
3456789
10111213141516
17181920212223
24252627282930
31  

sagan endalausa