Archive for the 'pjattið' Category

smellir

Man nokk vel eftir því þegar ég var krakki og var kennt að á tónleikum ætti ekki að heyrast í manni þar sem það gæti auðveldlega truflað fólk í kring. Nokkuð sem ég hef innrætt mínum ungum líka með góðum árangri. Það sem ég þoldi verst, mögulega fyrir utan skrjáf í konfektpokum (hvað var líka eiginlega með að selja konfekt í hörðum sellófanpokum í leikhúsi og óperu?) voru heldri frýr sem þurftu alltaf að vera að taka upp gleraugun sín og setja niður aftur og létu smella í gleraugnahulstrunum.

Nú er ég ein þessara frúa sem þarf að nota gleraugu til að geta lesið prógrammið.

En ekki að ræða það að ég láti heyrast til mín smella í gleraugnahulstri! Né heldur skrjáfa í nammipoka…

ekkert hár

mér finnst ég ekki vera með neitt hár núna, var að enda við að láta taka af því svona 20 cm. Hrikalega léttur haus. Vo vo fínt.


bland í poka

teljari

  • 373.268 heimsóknir

dagatal

maí 2021
S M F V F F S
 1
2345678
9101112131415
16171819202122
23242526272829
3031  

sagan endalausa