Archive for the 'nördismi' Category

meiri neytendamál

fórum á jólahlaðborð með mínum elskulegu Hafnarfjarðarkennurum í kvöld. Allt of langt síðan ég hef gert eitthvað með þeirri skemmtilegu grúppu. (ekki ólíklegt að fimmþúsundkrónaleigubíllinn heim spili einhverja rullu þar sem oftast eru gillin í firðinum hinum fagra (nei ekki Skagafirði, það eru til fleiri fagrir!))

Í kvöld var hins vegar jólahlaðborð og það var haldið á Óðinsvéum. Sem eru um 100 metrum frá húsinu mínu. Enginn leigubílakostnaður. Ekki einu sinni nauðsyn á því að biðja unglinginn að skutla okkur og sækja. Sem hefði reyndar ekki verið hægt núna, hún er ekki skráð bílstjóri á beinskipta bílaleigubílinn (sjá færslu fyrir neðan)

Nevermænd. Óðinsvé á horni Þórsgötu og Óðinsgötu. Fínt mál. Ljómandi ágætt hlaðborð, ekki fáránlega mikið úrval heldur bara temmilegt en maturinn langoftast fínn, ekkert upp á þjónustuna við borð að klaga, diskarnir alltaf farnir áður en maður kom með næsta skammt.

Vínið hins vegar… Það þarf enginn að reyna að segja mér að það að selja fólki rauðvínsglas á þúsundkall og reyna að troða því í hvítvínsglös i þrjú skipti af fjórum sé nein tilviljun! Neibb. Tókst í fyrsta skiptið en ekki seinni þrjú. Klárt maður hellir lægra í rauðvínsglös en það var samt ekki málið þarna. Jón fékk einu sinni afsökunina: Það er ekki til glas. Hmm, hvað tekur margar sekúndur að skola úr einu tómu glasi? Eitt skiptið var reyndar glasið af réttri stærð óumbeðið…

rauðsokkur

Ég veit ekki hvort það komst til skila til allra flytjenda og tónskálda kvennatónleikanna í dag, en stefnan var að við yrðum allar í rauðum sokkum eða sokkabuxum, svona í tilefni dagsins.

Ég keypti mér allavega rauðar sokkabuxur og mun mæta í þeim á eftir.

Klukkan fimm í Þjóðmenningarhúsinu, svo allir muni nú eftir þessu…

bóndi minn

er með ofurnördafærslu á síðunni í dag, um sorpflokkun og mælingar. Hreint ekki slæmur árangur, þó við segjum sjálf frá.

kötturinn

jánei, engin sæt saga núna, af og til virðist hún ekki ná alveg út að pissa, stöku sinnum smá kattahlandslykt sérstaklega í sjónvarpsherberginu. Ekki hlæjandi að því, ætli sé til minirin fyrir ketti?

Nema hvað, eitt svona tilvik í gær. Jón Lárus kom inn, fann kattahlandslykt og spurði náttúrlega: Hver hellti niður öllu þessu sauvignon blanc?

þurfti að

fletta upp lungnalækninum mínum síðan í hitteðfyrra fyrir hana systur mína elskulega, bóndinn er með yfirsýn yfir bókhald og möppur hér á bæ þannig að ég bað hann finna möppuna. Gerði gott betur en það, náði í möppuna, opnaði hana, og sjá, þar var reikningurinn kominn, án leitar.

Sagðist nú samt geta slegið hann út. Á föstudaginn var, uppi í Suzukiskóla, þurfti ég að skjótast úr sellótíma niður á kennarastofu til að hringja í Tónastöðina til að athuga hvort til væri undirleiksbók. Nennti ómögulega að logga mig inn á tölvuna, ákvað aldrei þessu vant að nota pappírssímaskrána. Tek hana upp, opna, og sjá, rétt blaðsíða…

Ekki viss um að þetta hafi hent mig áður.

Trivialfærsla í boði tónskáldsins.

söhrur

við systirin erum í sörubakstri tekur allan daginn þar sem við gerum tvöfalda uppskrift og þrefalda af kreminu.  Hallveig náði einum góðum þar sem við vorum að margfalda efni í botnana.    Átti að vera 440 grömm af einhverju.  Stynur: Æh, það er svo snemmt, ertu til í að hafa það bara 415?  (rétt upp hönd sem fatta þennan)

vonlaust

Makkafrík sem ég er, mætti á hljómsveitaræfingu í peysu kyrfilega merktri IBM!

Eins gott að passa sig að þetta gerist ekki aftur…

nörd, nörd, nöööörd

magnararnirYfirleitt, þegar fólk kemur inn í stofu til mín í fyrsta sinn rekur það augun í þessar græjur úti í horni. Einhvern tímann kvölds kemur iðulega spurningin: Heyrðu, hvað er þetta annars, þarna, þessar rúllur? Lítur ekki út eins og magnarar, nei. Formagnari (lampa) og tveir kraftmagnarar, sinn fyrir hvorn hátalarann. Gæti reyndar fengið mér annað par af kraftmögnurum til að krossmagna, bassann öðru megin og diskant hinu megin. Fékk það (vafasama) hrós áðan að þetta væri alvöru audiophile setup, en reyndar gabbar plötuspilarinn fyrir neðan, við getum alls ekki spilað plötur núna, magnarinn er ekki með phono inngang, það er hægt að fá eina rúllutertu í viðbót með slíkum, buðum meira að segja í slíkan á ebay fyrir nokkrum mánuðum en hann fór hærra en við vorum tilbúin að borga. Kannski verða laser turntables einhvern tímann á þolanlegu verði. Ekki enn, ekki enn.

jippí

komin með 5 gíg í vinnsluminni og nýja hátalara. Þvílíkur munur. Gömlu hátalararnir voru generic fyrir gömlu tölvuna mína og virkuðu aldrei vel á þessa, maður heyrir í músíkinni núna. Er í augnablikinu að hlusta á þriðju sinfóníu Beethovens en það var enn meiri munur á Bítlalaginu sem ég spilaði áðan. Voffinn undir skrifborðinu með læti og allt.

Finn svo sjálfsagt meiri mun á hraða vélarinnar þegar hinir notendurnir eru farnir í gang og allir búnir að ræsa svona 3-4 forrit, nema ég kannski svona 10…

gaman gaman

magnað?

Stærðfræði er ótrúleg:

1 x 8 + 1 = 9
12 x 8 + 2 = 98
123 x 8 + 3 = 987
1234 x 8 + 4 = 9876
12345 x 8 + 5 = 98765
123456 x 8 + 6 = 987654
1234567 x 8 + 7 = 9876543
12345678 x 8 + 8 = 98765432
123456789 x 8 + 9 = 987654321

1 x 9 + 2 = 11
12 x 9 + 3 = 111
123 x 9 + 4 = 1111
1234 x 9 + 5 = 11111
12345 x 9 + 6 = 111111
123456 x 9 + 7 = 1111111
1234567 x 9 + 8 = 11111111
12345678 x 9 + 9 = 111111111
123456789 x 9 +10= 1111111111

9 x 9 + 7 = 88
98 x 9 + 6 = 888
987 x 9 + 5 = 8888
9876 x 9 + 4 = 88888
98765 x 9 + 3 = 888888
987654 x 9 + 2 = 8888888
9876543 x 9 + 1 = 88888888
98765432 x 9 + 0 = 888888888

Snilld?

Og sjáið samhverfnina:

1 x 1 = 1
11 x 11 = 121
111 x 111 = 12321
1111 x 1111 = 1234321
11111 x 11111 = 123454321
111111 x 111111 = 12345654321
1111111 x 1111111 = 1234567654321
11111111 x 11111111 = 123456787654321
111111111 x 111111111=12345678987654321

ahh

ef ég nota ekki visual dótið er þetta í lagi. Eins gott, ég var nærri búin að gefast upp strax.

hámark nördismans

Hvað gerðir þú á föstudagskvöldið?

uuu…

skipti um nikk á irc


bland í poka

teljari

  • 373.752 heimsóknir

dagatal

nóvember 2021
S M F V F F S
 123456
78910111213
14151617181920
21222324252627
282930  

sagan endalausa