Archive for the 'myndir' Category

í lok sækjum-og-sendum

pakkans í morgun (Freyja í hóptíma í Suzukiskólanum hálftíu til hálfellefu, Finnur í Ólympíustærðfræði tíu til ellefu í HR, Finnur í karate í Þórshamri tólf til eitt, versla og fara með músardrusluna og skipta henni – reyndist í ábyrgð en afgreiðsludúddinn vildi láta verkstæðið kíkja á hana áður en ég fengi nýja, gott að eiga gömlu Mighty Mouse-ina sem var hætt að geta skrollað, annars væri ég músarlaus og allslaus, nokkuð sem er gersamlega vonlaust á borðvélinni minni), keyrðum við til vesturs á heimleið. Sá þá einn alfallegasta regnbogabút sem ég hef nokkurn tímann augum litið, verst að hafa ekki verið með almennilega myndavél, bara símann. Sá alveg slatta af fólki sem hafði stöðvað bílana til að dást að boganum og taka mynd.

Finnur spurði hvort þetta væri kannski sjálf Bifröst (og átti þá ekki við stað uppi í Borgarfirði).

regnbogi

autofocus og timer

geta komið að góðum notum fyrir sniðugar myndir:

keyrði

fjóra gaura, níu til tíu ára í tvöbíó í Kringlunni í dag, sótti þá síðan aftur eftir Harry Potter. Þeir uppnumdir og það var bara ein óhugnanleg sena. Ekki sem verst. Svo fór eldri unglingur að sjá myndina líka – var að leggja af stað núna rétt áðan. Potterinn nær yfir vítt bil. Við bóndinn erum reyndar ekki búin að sjá hana og ætli við náum því í bíó úr þessu, en alveg örugglega þegar hún kemur á DVD. Finnur gat ansi stoltur sagt vinunum frá því að við ættum allar fyrri myndirnar á DVD. Hann var líka stoltur yfir að hafa lesið allar bækurnar alveg sjálfur, hinir guttarnir höfðu nú ekki alveg haft þolinmæði í það. Ég sagði þeim að gera það bara síðar – myndirnar næðu engan veginn bókunum.

þennan

vantar nú bara fiðluna…

erum

að horfa á LOTR með stráksa, hann hefur bara séð slitrur úr myndunum áður. Freyja átti gott komment áðan: Hvers vegna eru allir í þessari mynd með rassahöku?

(getið hvað það er)

wall-e

stendur undir sér sem nýjasta Pixar myndin. Mælum með henni. Ekki flókinn söguþráður en húmor í mörgum lögum. Fórum öll nema eldri unglingurinn, henni var boðið í garðpartí. Held svei mér þá að við höfum skemmt okkur álíka vel öll saman, Finnur sat þó fremst í sætinu allan tímann og starði dáleiddur á skjáinn.

Endilega skella sér í bíó…

frekar flott…

þétting

ráðstefnan

sett af stað með glans, flottir danskir kórar að flytja danska músík í röðum, snilldar leikhópur á milli atriða, tók nokkur vídjó en hver ætli hafi nú gleymt snúrunni yfir í tölvuna AFTUR?

Er reyndar með slatti stór minniskort, tvö stykki, duga samt ekki endalaust í vídjó.

flott mynd

sólin og venus

þessi mynd er æði:

Venus ber við sólu, litla kúlan þarna til hægri…

vann bug

á bíófælninni í gær og horfði á seinni hlutann af Amélie með Jóni Lárusi og Fífu í gærkvöldi. Algjört æði.

Veit ekki annars hvernig stendur á þessari bíófælni en ég veit reyndar hvenær hún byrjaði. Við Jón Lárus vorum að fara í bíó, síðasta skiptið áður en við fórum til Danmerkur í nám, vorum heillengi að pæla í á hvaða mynd við ættum að fara, völdum svo mynd sem hafði fengið góðan dóm í Mogga (verstur fjárinn að við höfðum ekki lesið Þjóðviljadóminn (já, það er svona langt síðan), honum enduðum við svo á að vera algerlega sammála).

Ekki man ég hvað myndin heitir, en hún var um einhvern smákrimma, frekar andstyggilegan karakter sem sveik alla í kring um sig og var bara svona general nuisance, stal veskjum af gömlum konum og hitt og þetta annað og verra. Samkvæmt Moggadómi átti maður að hafa samúð með karakternum og þykja hann skemmtilegur. Upplifunin var hins vegar sú að þegar ég þurfti að bregða mér á klósettið fyrir miðri mynd eða svo, labbaði ég hringinn í Háskólabíói og skoðaði plaköt til að tefja það að ég færi inn aftur. Og þegar höndin var svo höggvin af gaurnum í lok myndar hugsaði maður: Gott á hann!

Svolítið sérkennilegt að ein mynd geti haft svona áhrif á mann, að eyðileggja mikið til ánægjuna af bíómyndum, ég vil helst vita söguþráð áður en ég horfi á myndir og ekkert má koma of mikið á óvart. Frekar súrt, bara.

Læt ég nú lýsingu á vandamáli mínu lokið, ef einhver góður sáli er að lesa og veit til þess að svona sé hægt að laga, væri gaman að heyra.

nýjar gamlar

myndir á myndasíðuna, var eiginlega alveg kominn tími á að það væru ekki páskaeggjamyndir hér til hliðar. Var að vinna í nokkrum myndum í iPhoto, aðallega krakkarnir og kisa.

myndin hennar Freyju

Í þessu var sem sagt fröken Freyja að dansa, ásamt þremur vinkonum. Cannes, jahá. Ef ég vissi nú hvernig barnið fær alltaf þessi tækifæri, leika í áramótaskaupinu, þessu, hvað næst?

Ekki eru það foreldrarnir sem reyna að troða henni að, alls staðar…

regnbogajaki

Hrikalega flott. Nánar hér.

cinema paradiso

ætluðum að horfa á Princess Bride í kvöld, nema hvað unglingurinn beilaði og fór í bíó með vinkonu sinni.

Jújú, þær mættu saman á svæðið eftir The Orphanage, vel útfríkaðar. Ákváðum að fara í björgunaraðgerðir og horfa með þeim á Cinema Paradiso. Höfum ekki séð hana í – hmm, 20 ár eða svo, getum ómögulega munað hvort við sáum hana saman eða ekki.

Björgunaraðgerðir tókust, stelpurnar tóku gleði sína að nýju. Yyyyndisleg mynd.

Samt hundpirruð á því að glænýi diskurinn, tekinn úr plastinu áðan, klikkaði tvisvar. Urr. Þurfum að kíkja á Directors Cut útgáfuna til að sjá hvað varð eiginlega um kærustuna…

aðallega myndir

í dag, greinilega.

Þetta er reyndar víst bannað…

ljósum prýddur turninn

svona til að snúa hnífnum

þá er þessi mynd tekin í þorpinu rétt hjá þar sem við verðum á Ítalíu:

Montefalcone Appennino

Hér eru fleiri myndir frá ljósmyndaranum.

ítalía

get ekki beðið… kastalaþorp og blóm

Fleiri flottar myndir hérna

Vorhátíð

í Austurbæjarskóla 2007

Skrúðganga
Gengið frá skólanum, fánar skólans fremstir.

Japanese street fashion
Japanese street fashion í 9. bekk.

Knverskar stelpur
Kínverskar 5. bekkjarstelpur.

fyrsti bekkur syngur
og fyrsti bekkur með söngatriði. Finnur fremst og lengst til vinstri.

Veðrið hefði mátt vera betra, en þetta var samt ekki smá skemmtilegt, eins og venjulega.

æðisleg mynd

mávur

frá Madddy


bland í poka

teljari

  • 374.200 heimsóknir

dagatal

júlí 2022
S M F V F F S
 12
3456789
10111213141516
17181920212223
24252627282930
31  

sagan endalausa