Archive for the 'list' Category



El laberinto del fauno

eða Pan’s Labyrinth

er mjöööög góð mynd.

Unglingurinn dró okkur gamla settið að horfa með sér, hún hafði séð myndina áður og vinkona kom að gista. Þær sóttu myndina út í Krambúð og hún horfði svo á okkur, hvort við ætluðum ekki að horfa líka. Ég er bíófæla og sit yfirleitt frekar við tölvuna á ircinu eða blogginu, Jón fór niður að horfa með stelpunum. Ætlaði síðan að færa JLS uppfærslu á bjórstatus þegar ég sá einhvern skógarpúka á skjá: Ha? Er þetta fantasía? Kom náttúrlega niður og horfði, og mikið sé ég ekki eftir því.

Ekki horfa með ungum krökkum samt, þetta er ekki barnamynd. Gerist í borgarastyrjöldinni á Spáni en vefur inn fantasíunni á mjög sannfærandi hátt. Og endirinn er ekki Hollívúddlegur.

flottasta

skuggasýning sem ég hef séð, sveimérþá.

Memento mori

nei, ég var ekki við jarðarför (uuu, eða jú, eina á fimmtudag og aðra föstudag, en er ekki að meina þær), við Jón Lárus ásamt Hallveigu og Jóni Heiðari fórum að sjá sýningu Hugleiks á Memento mori eftir Hrefnu Friðriksdóttur í Möguleikhúsinu í kvöld.

Bara mjög flott sýning, svo sem ekki sérlega frumlegar hugmyndir kannski en útfærslan og vísanirnar mjög flottar. Leikarar hver öðrum betri, ég get eiginlega varla nefnt nöfn, þar sem ekki var tekið fram hver lék hvað, en vinir mínir, Júlía Hannam og Sigurður Pálsson voru bæði flott.

Aðstaðan í Möguleikhúsinu er nú samt slík að ég naut ekki sýningarinnar sem skyldi. Það bara verður allt allt of heitt þarna inni. Efast um að það sé nokkur loftræsing.

En sýningin er þess virði að sjá hana. Ein sýning eftir (í kvöld, 8. júlí klukkan 20.00). Hugleikur er að fara til Suður-Kóreu með sýninguna og fékk ekki styrk, þannig að þau halda þessar tvær sýningar til að fjármagna. Endilega kíkið…

nýtt uppáhald

vorum ekki með smá hrikalega góðan mat í kvöld. Kannski boðar ekki nægilega gott að fagna frumflutningi fyrirfram, en ég er nú nokkuð viss um að þetta lukkast bærilega (og ef ekki, má bara endurtaka, verkið ekki langt og tónleikarnir óformlegir).

Allavega, áttum tvær andabringur í frysti, tókum út í gær og þíddum í ísskáp. Fórum í landsliðsréttabók Hagkaupa og ætluðum að búa til rétt þaðan, uppgötvuðum að í sósuna áttum við ekki fersk eða frosin kirsuber, bara niðursoðin í eigin legi, ekki púrtvín, bara sérrí, ekki andakraft, bara kjúklingakraft og ekki hindberjaedik. Sykur var reyndar til.

Þannig að við fórum eftir uppskriftinni hvernig ætti að steikja bringurnar (5 mínútur á góðum hita á fituhliðinni, 1 1/2 mínútu hinum megin, og bara salt og pipar). Sósan var impróvíseruð. Safinn af kirsuberjunum (þetta var ekki svona kirsebærsauce heldur dessertkirsebær í eigin safa), 2 msk púðursykur, 1 msk sérrí, 1 msk kjúklingakraftur, sleppti alveg edikinu en saltaði aðeins. Soðið niður í góða stund áður en berjunum sjálfum var bætt saman við. Setti síðan reyndar öööörlítið af sósujafnara, hún má alls ekki vera þykk en heldur kannski ekki alveg eins og vatn. Í hæsta lagi hálf matskeið.

Með þessu vorum við með lambasalat með kirsuberjatómötum og smá balsamediki (sleppi líklega tómötunum næst og set mögulega melónubita eða álíka í salatið, sýran var ekki alveg að gera sig) og smjörsteiktar kartöfluskífur.

Vínið með var þetta. Álíka sælgæti og rest.

Ef einhver er farinn að slefa, fría ég mig ábyrgð…

þessi mynd

er æði. Verst að ég næ ekki í hana til að sýna hér, hann oybay er með myndirnar læstar hjá sér. Bara kíkja…

hei, var að uppgötva

hrikalega flotta grúppu sem kallar sig Blue Man Group, og ekki að ástæðulausu. Aðallega slagverk, og ótrúlegustu hljóðfæri.

Skoðið:

bingó

við Hallveig fórum í gærkvöldi (þeyttumst, eiginlega, hvor annarri seinni frá vinnu og börnum) á sýningu Hugleiks og Leikfélags Kópavogs á leikritið Bingó eftir Hrefnu Friðriksdóttur í leikstjórn Ágústu Skúladóttur. Þýðir víst lítið að plögga, þetta var síðasta sýningin, þar sem LK er að missa húsnæði sitt, í dag eru mættir þangað Pólverjar með hamra og sleggjur og kúbein og fleira, skv. formanni LK. (félagið er víst búið að fá inni annars staðar, en það næst ekki að setja þessa sýningu upp þar).

Kvöldið var mjög skemmtilegt, ég var sérstaklega hrifin af leikstjórninni, þvílíkt hugmyndaflug. Mér fannst reyndar síðasta Hugleikssýning sem ég sá enn betri (Systur, eftir Þórunni Guðmundsdóttur), aðallega vegna þess að leikritið sjálft var beittara og uppbyggingin betri, að mínu mati. En þetta var samt mjög fínt. Vinkonur okkar systra, Júlía og Erla Dóra stóðu sig stórvel, sem og aðrir leikarar í sýningunni.

Svo var meira að segja boðið upp á veitingar í lokin, þar sem þetta var síðasta sýning. Ekki verra.

Takk fyrir mig.

það hlýtur

vera. Útilokað annað. Dótið náttúrlega þvílíkt í höfundarrétti, ekki séns að þeir láti hanka sig á þannig hlutum.

styttur

snilldarstyttur út um heim sjást hér


bland í poka

teljari

  • 380.645 heimsóknir

dagatal

apríl 2024
S M F V F F S
 123456
78910111213
14151617181920
21222324252627
282930  

sagan endalausa