Archive for the 'innkaup' Category

sjálfsafgreiðsla

þá er maður búinn að prófa sjálfsafgreiðslu í Krónunni uppi á Bíldshöfða í fyrsta skipti. Prófa að renna strikamerki, lenda í veseni með strikamerki, þurfa að renna þrisvar og bíða á milli, meðan vingjarnleg kvenrödd segir: Aðgerð mistókst. Vinsamlega reynið aftur. Alltaf kom röddin og sagði manni hvað viðkomandi vara kostaði, mér fannst ég hálf dónaleg að renna bara næstu vöru í gegn og þagga þar með niður í konugreyinu í miðri setningu. Kom svo að sjálfsögðu eitthvað rugl í lokin, afgreiðslustrákur þurfti að koma til og hjálpa, lagaði reyndar sjálfsálitið smá að hann sagði alltaf vera eitthvað vesen á þessu. Gekk í lokin. Hugsa að ég fari nú bara á venjulega kassann næst.

Ég er alveg steinhætt

að vorkenna búðareigendum á Laugavegi. Hélt að allir færu í Kringlu og Smáralind að versla, vegna vonda veðursins sem er búið að vera.

Ónei, bílastæðamálin hér fyrir utan segja aðra sögu. Í gærkvöldi, í rokinu og rigningunni, var ástandið hér á Njálsgötunni nær jafn slæmt og á Þorláksmessu eða Menningarnótt. Bílum lagt í röðum eftir allri gangstéttinni. Ekki gott fyrir gangandi, akandi, ríðandi, skríðandi, hjólbörum, en boðar gott fyrir Laugaveginn.

sko okkur

bara alveg að verða búin að rúlla upp jólagjafakaupum. Eigum eftir að kaupa 3 gjafir en vitum alveg hvað það verður, þannig að það er ekkert mál. Pínu meira eftir af innpökkun, en svei mér þá, það er bara að verða búið líka.

Jólakortin, hins vegar. Þau eru ekki komin. Undarleg forgangsröð, reyndar.

(kannski vegna þess að gjafastússið er skemmtilegra. Finnst mér, að minnsta kosti).

færslan, virðist vera

reynum aftur:

Þetta er bara svo augljóst.

Verðið mun hækka, allavega á þokkalegum vínum, sjálfsagt verður hægt að fá einhvern rudda á tilboði í Bónus og kannski stöku sinnum eitthvað betra á ítölskum/frönskum/bandarískum dögum í Hagkaupum og Nóatúni.

Aðgengi að áfengi er bara fínt, takk, úrval mjög gott (fyrir utan að vín eiga til að detta úr sölu ef ekki gengur nógu vel). Þjónusta í Vínbúðum iðulega mjög fín, maður getur sérpantað frá birgjum og það kostar ekki krónu aukalega. Á maður eftir að sjá slíkt í einkabúðum?

Látið þið kerfið vera eins og það er. Ég sé bókstaflega ekkert sem mælir með því að breyta því.  Jújú, það getur svo sem komið upp að mann langi í rauðvín með sunnudagssteikinni eða bjór eftir klukkan 6 á laugardegi.  Hvernig væri þá að sýna smá forsjálni og eiga þetta bara til?

Gallarnir við að breyta núverandi fyrirkomulagi eru bara svo þúsund sinnum fleiri og stærri en kostir.  Svo einfalt er það.

já og í

Vatnsvirkjanum, þar sem sturtuhausinn var á tilboðinu, sáum við baðker sem hefði fyllt út í allt baðherbergið okkar. Ef það hefði þá komist þar fyrir.

reddingar

alltaf skemmtilegt þegar allt gengur upp, ætluðum að skjótast og redda nokkrum atriðum áðan. Létum laga fjarstýringuna á öðrum bíllyklinum, keyptum risastóran sturtuhaus (hvað er með að geta lækkað svona græjur úr 16K í 6K á útsölu? Einhver hefur álagningin verið) skiptum ónýtri rauðvínsflösku í (vonandi) heila, (Addi, þetta vín var ekki til í Heiðrúnu, redda meiru takk!), Fífa keypti sér síma (og við féllum úr staðfestu okkar og keyptum síma handa miðbarninu, sá litli fær að prófa að hafa gamla síma stórusystur og sjá hvort hann týnir). Já og smá innkaup í Bónus. Allt tók þetta vel innan við klukkutíma.

eBay

við buðum í okkar fyrsta hlut á eBay áðan, græn í gegn, náttúrlega 🙂

tókum fyrst og fremst ekki eftir því að viðkomandi sendir UK only (Óli, gætum þurft að leita á náðir þínar, fá að senda til Peters eða eitthvað), svo hló hálf ircrásin að mér að bjóða svona snemma, hækki bara verðið (10 dagar í að tíminn sé búinn).

Vona samt að við fáum þetta. Hlutur sem okkur vantar í græjurnar.


bland í poka

teljari

  • 373.761 heimsóknir

dagatal

nóvember 2021
S M F V F F S
 123456
78910111213
14151617181920
21222324252627
282930  

sagan endalausa