Archive for the 'húsið' Category

dagsetning

jánei ekki á tónleikum í þetta skiptið eða annað plögg. Heldur afmæli hússins okkar.

Fór nefnilega niður í Borgartún á borgarskrifstofurnar og forvitnaðist um gamlar teikningar, fékk staðfest að húsið var tilbúið 1912, sem við höfðum reyndar vitað en ekki alveg með vissu, Við konan í þjónustuverinu áttuðum okkur reyndar ekki á dagsetningu, sem ég var annars að leita að til að eiga almennilegan afmælisdag til að halda upp á þetta.

Nema hvað, keypti teikningarnar og þegar við Jón fórum að rýna í þær áðan tókum við eftir að torkennilegu tölurnar sem voru skrifaðar stórum stöfum á skjalið – 188/12 voru tvívegis og smærra skiptið var komma á undan tólfunni, semsagt ’12

Ahaaa.

Ártal!

Þannig að átjánda ágúst verður húsið okkar aldargamalt. Þá verður fjör. (hmm er ekki líka afmæli Reykjavíkur einmitt 18. ágúst)?

dýragarðurinn

Bóndinn er ógurlega duglegur að lappa upp á húsið hér heima, við erum búin að búa hér í 16 ár og alltaf finnst eitthvað í viðbót fyrir laghenta. (ég fæ oft samviskubit reyndar).

Núna er hann að taka falska loftið milli síðustu tveggja bitanna niðri í ganginum milli svefnherbergjanna.

En í næsta fríi er hann að hugsa um að byrja á að pússa upp, spasla í og mála hurðirnar uppi. Gamaldags fulningahurðir sem er verulega farið að sjást að hafa aldrei verið teknar og gerðar alminlega upp frá því húsið var byggt – fyrir nærri öld.

Byrjar á þeirri verst förnu, baðherbergishurðinni uppi.

Nema hvað ég: Neeeei, þú getur ekki bara hreinsað málninguna af!?! Dýramyndirnar hverfa!

dýramyndir?…

já fiskurinn:

og ísbjörninn:

mér finnst

ég alltaf vera eitthvað svo ótrúlega ráðsett þegar ég þvæ gardínur. Fáið þið sömu tilfinninguna?

Kannski finnst mér þetta samt bara vegna þess að það gerist svo sjaldan. Allavega var gardínustöngin í skrifstofunni orðin ansi vel rykug þegar bóndinn klifraði þangað upp í dag til að kippa niður draslinu. Væntanlega eitthvað með tölvuna og allar græjurnar kring um hana og stöðurafmagn.

Heyrði einu sinni sögu um kokkálaða eiginkonu (hmm gengur það orðalag kannski bara á hinn veginn?) sem þurfti að flytja af heimili sínu og þangað flutti síðan viðhaldið. Setti rækjur inn í fínu gardínustangirnar. Getið ímyndað ykkur ólyktina sem fór að berast um húsið. Besti hluti sögunnar var að fyrrverandi ásamt viðhaldi fluttu úr húsinu og létu konunni það eftir – en tóku með sér stangirnar.

Gæti náttúrlega verið tóm lygi eða eitthvað úr smiðju Roald Dahl samt.

nóvember?

svei mér þá, ekki er ég að ruglast? kominn heill hellingur af knúppum á nóvemberkaktusinn góða:

svona var hann semsagt í nóvember sem leið. Hvort hann verður eins flottur marskaktus og nóvemberdittó remains to be seen.

nýja serían

Breyttum til í gær og ákváðum þegar við skreyttum tréð að appelsínugula serían sem við höfum notað síðastliðin ár skyldi fá pásu og settum eina af okkar fjölmörgu marglitu gluggaseríum á tréð. Ekki í frásögur færandi svosem. Nema hvað að ég hafði í fyrra keypt 120 ljósa seríu til að nota í annan gluggann framan á húsinu sem ljósagardínu.

Skellti henni í gluggann, tveimur eldri með 50 ljósum hvorri hinum megin. Sams konar umbúðir, sams konar perur. Ekki sams konar útkoma:

Já, semsagt 120 perurnar, nýja serían, er hægra megin, 100 perur í tvennu lagi til vinstri.

Væntanlega er þetta eitthvað straummál, að hver pera lýsir ekki jafnskært þegar straumurinn þarf að ná meira en tvöfalt lengra á einni línu.

Allavega er ég búin að setja áminningu í dagatalið mitt fyrir næstu Þorláksmessu: Muna að setja löngu seríuna á tréð! og endurtakist árlega.

nóvember

bráðum búinn, sveimérþá en kaktusinn blómstrar eins og honum sé borgað fyrir það! Hefur ekki verið svona flottur í mörg ár – reyndar síðan kötturinn hrinti honum niður hér í denn.
Jón Lárus segir frá á síðu sinni en hér er líka mynd:

mætti halda

að við værum ekkert að pæla í fermingunni núna eftir nokkra daga – í dag hentum við okkur á kaf í þrif hér heima. Nei við höldum ekki veisluna heima. Fimmta uppþvottavélin af rykugum bjórglösum rúllar í augnablikinu.

(já við eigum slatta af bjórglösum, sjá:)

Jú, bökuðum hlaða af flatkökum til að smyrja og ég skaust í bakarí til að panta snittubrauð. Ætli maður geti fengið þau skorin í bakaríinu?


bland í poka

teljari

  • 371.336 heimsóknir

dagatal

febrúar 2020
S M F V F F S
« Júl    
 1
2345678
9101112131415
16171819202122
23242526272829

sagan endalausa