Archive for the 'hljómeyki' Category

enn meira plögg

maður er eiginlega bara hættur að blogga öðru en Hljómeykis- og Áhugamannakonsertauglýsingum en þúst… einhvern veginn er maður ekki í bloggstuði.

Allavega verður Hljómeyki með æðislega tónleika með renaissancemúsík mánudaginn 26. mars, daginn áður spilar Sinfóníuhljómsveit áhugamanna í fyrsta skipti í Hörpu (vonandi ekki það síðasta samt).

Meira er nær dregur, en hér er eitt verkanna sem Hljómeyki mun flytja, yndislegt lag eftir Hans Leo Hassler, flutningur frá því fyrir mörgum árum með Benna:

Ad Dominum

Messías

var víst búin að lofa og hér efndir þó seint sé.

Messías í flutningi Hljómeykis, Kórs Áskirkju og Sinfóníuhljómsveitar Íslands síðan 2. des verður í kvöld klukkan 19.00 á rás 1.

Hlusta má hér.

hraðamet

Kokkteillinn virkaði, veit ekki hvað af dótinu gekk svona heiftarlega frá hæsinni, kannski blandan, en allavega mætti röddin á svæðið í gær og betri í morgun.

Söng semsagt með, gekk ágætlega í morgun en tók samt eitt stykki samþjappaðan raddreddsterakúr. Held hann hafi gert nákvæmlega ekkert fyrir mig, fann engan mun frá í morgun. (nú er að vita hvort ég get sofnað í nótt…).

Titillinn já. Sett var hraðamet á Messíasi hér á landi í kvöld. Stjórnandinn, Matthew Halls, þandi kórinn til síns ýtrasta (og vel það stundum) í kóloratúr. Það fyrirgafst honum hins vegar fyrir að vera sá hinn almest inspírerandi stjórnandi sem ég hef á ævinni unnið með. Hreyfingarnar, útgeislunin, snerpan alveg magnað allt saman. Hefði helst viljað endurtaka þetta á morgun og hinn! Hann harðbannaði okkur að skrifa inn styrkleika- og hraðabreytingamerkingar því það yrði allt saman spontan. Gríðarlega töff.

Hlakka til (að mestu leyti) að heyra þetta á jóladag – stillið endilega á Rás 1 og njótið, þið sem voruð ekki í salnum. Vildi óska að það hefði verið sjónvarpsupptaka…

talandi um fjölhæfni

hjá kórnum þá eru verkefni Hljómeykis í vetur eftirfarandi:

Október: Nordic Music days (ný norræn kórtónlist)
Nóvember: Todmobile tónleikar (rokktónlist)
Desember: Messías eftir Handel (barokktónlist)
Febrúar: LOTR sinfónían (kvikmyndatónlist)
Mars: Hassler og Schütz (renaissance)
Maí: Rómeó og Júlía eftir Berlioz (rómantíska tímabilið)

Þurfum helst að troða einhverri klassík í janúar eða apríl til að vera með megnið af tónlistarsögunni.

todmobile

Þegar ég var í tónfræðadeild Tónlistarskólans í Reykjavík hér forðum daga (úff hvað mig langar ekki að rifja upp hvað er langt síðan) voru bæði Þorvaldur Bjarni og Eyþór Arnalds með mér í tónsmíðabekknum (ásamt fleirum auðvitað). Þannig að ég var sjálfskrifaður Todmobileaðdáandi eiginlega frá því áður en grúppan var stofnuð.

Í kvöld, loksins, fékk ég svo að troða upp með bandinu, fyrsta skipti ever sem Todmobile hefur haft kór á tónleikum. Komum fram í fimm lögum af um 20, hrikalega skemmtilegt, stemningin í Eldborg ólýsanleg. Þetta verður sko ekki í síðasta skipti, pant Hljómeyki vera áskriftarkór!

Nú erum við annars búin að syngja bæði með Sólstöfum og Todmobile á innan við ári. Stefnubreyting? Nei fjölhæfni…

krítík

Maður er nánast alveg hættur að fá gagnrýnendur á tónleika hjá sér, sjávarútvegs„aðallinn“ sem heldur Morgunblaðinu uppi með valdi hefur væntanlega lítinn áhuga á menningu og listum og ég veit ekki hvað Jónas Sen fær að fara á marga tónleika á vegum Fréttablaðsins, ekki sérlega marga. Helgi Jóns fer á tvenna til þrenna í viku, við vorum svo heppin í Hljómeyki að okkar tónleikar voru einir þeirra sem hann fór á hér fyrir nokkrum vikum. Umfjöllun hans má heyra hér: Schnittke umfjöllun

Hins vegar fékk ég skemmtilegt bréf inn um raflúguna í morgun frá gagnrýnanda Moggans:

Sæl Hildigunnur.

Frumheyrði stykki í RÚV 1 fyrripartinn í dag sem kom mér hressilega á óvart.
Ekki fyrir „nie erhörte Klänge“ né „gjörnýtingu á möguleikum hljóðfærisins“
heldur heillandi ferskleika og skemmtilega samtvinnun í anda þeirrar
millimúsíkur sem brúar bezt gjána milli popps og framúrstefnu.

Það var fyrir kvennakór og selló, og reyndist í afkynningu vera eftir þig –
hvað kom mér enn meir á óvart! Að vísu afspyrnuvel flutt (Graduale Nobili
og Bryndís Halla). En mér er sama. Verkið kom þrælskemmtilega út; heiðtært
og gáskafullt í senn.

Það vantar meira af svona lögðu hér, ef ný tónlist á að komast aftur inn á heilbrigða
þróunarbraut, burt frá steingeldum akademisma í frjótt jarðsamband við
venjulega hlustendur.

Bravó!

Með hvatningarkveðju,
SMNV,
RÖP

Fékk góðfúslegt leyfi til að birta bréfið hér, takk fyrir það. Ekki leiðinleg sending atarna.

ó

Hörpuævintýri ríflega hálfnað – í þessari viku, mæting á síðustu tónleika vikunnar eftir rúman hálftíma.

Skrýddi mig upp í skósítt svart og ermasítt ásamt perlufesti og eyrnalokkum. Okkur hafði verið uppálagt að vera bara með lítt áberandi skraut og enga liti, allar Hljómeykis/Áskonurnar hlýddu þessu samviskusamlega en þegar við komum í upphitun tókum við eftir því að langflestar Óperukórskonurnar voru með perlufestar. Hvítar, sem er auðvitað ekki litur, ég hafði samt hugsað um hvort ég ætti að skrýðast perlufesti en hætti við, gæti skorið mig úr. Hefði semsagt ekki gert það. Spurði eina Óperukórsfraukuna hvers vegna við hinar hefðum ekki verið látnar vita af perlufestaákvörðun en þá er þetta víst standard á tónleikum Óperukórsins og ekkert þurft að tala um það sem sé.

Þannig að á fyrstu tónleikunum skiptumst við í Óperukórinn og Óperlukórinn.

En vá annars hvað þetta er GAAAMAN!


bland í poka

teljari

  • 371.336 heimsóknir

dagatal

febrúar 2020
S M F V F F S
« Júl    
 1
2345678
9101112131415
16171819202122
23242526272829

sagan endalausa