Archive for the 'hljóðfæri' Category

ég er ekki viss um

að Íslendingar séu þvílíkir þumbar og dónar eins og af er látið.

Hún Sylvia, vinkona mín, myndlistarkona og ljóðskáld með meiru er með sýningu í Galleríi Ófeigi þessa dagana. Hún kom til okkar í mat í kvöld og meðal ótalmargs annars sem við ræddum um var viðmót.

Hún er búin að vera hér í um mánuð. Með sýningu á Skólavörðustíg. Er búin að dreifa fleiri hundruð miðum með smá plöggi á myndlistarsýningu og staðsetningu. Viðtökurnar: Jú, Íslendingar taka við, brosa, horfa í augun á henni. Koma svo eða koma ekki á sýninguna, skiptir minna máli. Bandarískir túristar, svipað. Evrópskir túristar: Horft með fyrirlitningarsvip, annað hvort sópað burtu eða tekið við spjaldi og hent á götuna.

Auðvitað eru þetta alhæfingar og ekki algilt en samkvæmt henni er munurinn of mikill og greinilegur til að það sé bara tilviljun.

Mér fannst ekkert vont að heyra þetta – kannski eigum við ennþá séns!?

zeusaphone

þetta er snilld: (breytti um lag, núna er þetta Super Mario Bros lagið.  Eiginlega flottara) 

kláraði

útsetningar fyrir Fiðludaginn í Gerðubergi á sunnudag, eitt íslenskt sönglag og svo útgáfu fyrir 4 fiðlur/fiðluhóp af 24. kaprísu Paganinis í dag. Æfing á þessu í kvöld og þegar ég kom heim af hljómsveitaræfingu í kvöld var ég svo spennt fyrir hvernig þetta hefði líkað að ég hringdi, þótt klukkan væri orðin margt.

Féll víst ljómandi vel í kramið (/mont), verður spilað á sunnudaginn uppi í Gerðubergi. Aldrei að vita nema ég komi með nánari tímasetningar þegar nær dregur.

sálin komin á sinn stað

hjúkkitt, get mætt á hljómsveitaræfingu í kvöld.

Fiðlusmiðurinn reddaði málinu með sálnahirðinum sínum. Tók svona 10 mínútur. Hefði getað verið verra. Pantaði svo tíma fyrir blessaða fiðluna í smá klössun + nýjan stól á svörtu fiðluna og hár í alla bogana. Um miðjan nóvember. Kominn meira en tími á það…

ái! ÁÁÁHIII!

sálarmorðinginn ég

hljómar kannski svolítið hrikalega en sálin sem um ræðir er nú ekki í manneskju heldur fiðlunni minni. Stóllinn hrundi, hefur verið eitthvað aðeins skakkur, það gerir nú ekki mikið til, lítið mál að laga, en verra með sálina (pinni sem nær frá baki fiðlunnar að framhlið, undir stólnum). Hmmm. Þetta þýðir að ekki má bíða með að tala við fiðlusmið. Vonandi þarf ekki að taka hana í sundur til að laga!


bland í poka

teljari

  • 373.924 heimsóknir

dagatal

janúar 2022
S M F V F F S
 1
2345678
9101112131415
16171819202122
23242526272829
3031  

sagan endalausa