skipti úti á palli í sumar, kveikt upp í útiörnunum tveimur, birgðum okkur upp af flísteppum og sjölum og settumst út. Yndislegt. Best að nótera dagsetninguna svo við munum hvenær við byrjuðum í ár. Báðar stelpurnar voru með okkur, í fyrrahaust var það yfirleitt bara Fífa, en nú hefur Freyja slegist í hópinn. Finnur svaf, enda búinn að vera gríðarduglegur í dag:
Skottast í innkaupum í Kringlunni heilllengi (jámm, keyptir skór á alla krakkana, mamma splæsir í sumargjafir, takk), keyptum líka hjólaskó á Finn, jakka á dittó, (allir hinir annaðhvort druslur eða ermarnar komnar hálfa leið upp á olnboga), peysa á Freyju, sama vandamál, allar ermar of stuttar á því sem hún á.
Hjólað 8-9 km með mömmu og pabba.
Tölvutími, úgg, 3 klst!
Æft sig í 3 kortér.
drengurinn var gersamlega búinn…
En mikið gott að setjast út á pall. Aflögðu kojurnar barnanna prufukeyrðar sem eldsneyti, svínvirkuðu. Slatti af þeim eftir!
Nýlegar athugasemdir