Archive for the 'fjármál' Category

safnanir

nei, ekki að selja neitt – núna – en mér líst þannig á að við verðum mikið að spamma fólk í vetur. Freyja er að selja klósettpappír fyrir ekki færri en 3 aðila fyrir ferðir, ein söfnunin búin, önnur fljótlega af stað og sú þriðja, veit ekki alveg. Ætla að reyna að reka eftir því að sú selji eitthvað annað en endilega klósettpappír, eldhúsrúllur, kaffi og lakkrís (hmm, klósettpappír og lakkrís í sömu sölu…). Gradualekórinn stefnir á Bandaríkjaferð, kammerhópinn langar að fara á námskeið í Póllandi og svo er 9. bekkur í Austurbæjarskóla að fara á skíði til Dalvíkur (sú söfnun er við það að verða búin – það á reyndar eftir að vera með kaffihús á afmæli Austurbæjarskóla í næstu viku, en það þarf allavega ekkert að hringja í fjölskyldu og vini eða spamma hér og á smettinu fyrir það).

Finnur verður síðan væntanlega með kerti kring um jólin eins og í fyrra. Fífa vinnur smá með skóla og ætlar takk fyrir að borga fyrir sig sjálf í Gradualeferðina. Ekki slæmt – nóg samt. Veit ekki hvort Nobili fer líka í ferð næsta sumar en það hefur amk. ekki frést af neinni sölu í kring um það.

Flandur er á þessum krökkum annars.

nokkuð gott

eina sem ég þurfti að kaupa fyrir Fífu og Freyju fyrir skólann var eitt stykki gráðubogi, ein stílabók og eitt strokleður. Öðruvísi mér áður brá – innkaupin hafa stundum farið upp undir 20 þúsund (reyndar þá með nýjum reiknivélum).

Skólinn sér um innkaupin fyrir Finn, bekkjarsjóður rukkar 3000 krónur og þaðan kemur allt sem hann þarf, nema náttúrlega skólataska (notar sína áfram) og íþróttaföt. Ekki sem verst.

Hins vegar er ég skelkuð í sambandi við kennarann hans, nafnið sem var skrifað undir orðsendinguna til okkar vekur ekki góðar minningar. Reyndar eru tveir kennarar með þessu nafni í skólanum – vona sannarlega að þetta sé hinn…

netbankinn

minn kæri er hættur, allt draslið flutt yfir í Kaupþing. Og vitið þið hvað? Markaðsreikningurinn, sem hefur alltaf verið óbundinn, er allt í einu orðinn bundinn núna. Má þetta bara sisvona? Inni á þeim reikningi höfum við geymt peninga til að borga staðgreiðsluna og lífeyrissjóðinn minn, tildæmis, nú allt í einu getum við ekki hreyft við þessum peningum fyrr en þann sautjánda, sem er orðið tveimur dögum of seint fyrir staðgreiðsluna og hálfum mánuði fyrir lífeyrissjóðinn. Vill til að við eigum fyrir þessu á annan hátt, en maður hefði nú getað lent í vandræðum út af þessu.

MP, þangað förum við um leið og við getum. Ójá.

öklinn og eyrað

já það er annað hvort, nú bara á þremur dögum hafa borist pantanir, eða réttara sagt staðfestingar á pöntunum í tvö verk og það ekki pínulítil.

Kemur sér reyndar ágætlega, þar sem einn af skólunum mínum er að fækka tímum, ég missi í bili tvo af fimm sem ég kenni þar, þannig að sumarið hefði orðið örlítið þyngra.

já og flatkökuævintýrið

var endurtekið í dag, núna tvöföld uppskrift 20 heilar flatkökur (10 pakkar, ef maður kaupir), slógum á 70 krónur fyrir skammtinn, (með gasi og öllu), einn pakki af flatkökum kostar frá hundraðkalli upp í 160 krónur. Mjööög góður sparnaður þar.

Frystum svo 9 kökur, eigum eftir að sjá hvernig það kemur út.

ekki fundust

gleraugun. Muu. Vill til að við erum ekki í neinum sérstökum kröggum (og það þrátt fyrir ansi hreint dýrar tannréttingar, bílviðgerð og augnþjálfun í mánuðinum – og auðvitað allt tómstundastarf krakkanna að fara í gang), þannig að við kljúfum alveg að kaupa handa honum gleraugu. Efast um að tryggingar taki þátt í gleraugunum, ætla samt að hringja í fyrramálið.

Hans voru svo sem orðin svolítið rispuð og sjónin hafði breyst örlítið, hefði alveg komið að því að hann þyrfti ný gleraugu.

Þakka samt fyrir að við erum með greiðsludreifinguna okkar heimatilbúna en ekki í banka, þennan mánuðinn höfum við þurft að fá slatta lánað hjá sjálfum okkur, ég efast um að það hefði gengið ef bankinn hefði séð um greiðsludreifinguna.


bland í poka

teljari

  • 373.229 heimsóknir

dagatal

apríl 2021
S M F V F F S
 123
45678910
11121314151617
18192021222324
252627282930  

sagan endalausa