Archive for the 'dýr' Category

botnfraus

hjá mér tölvan áðan, kisa settist á lyklaborðið og sat þar örugglega í mínútu, þegar ég kom aftur hreyfðist hvorki mús né skrifaðist af lyklaborði.

Kannski hún ætti frekar að heita Morri en Loppa?

sætast!

nú langar okkur í kettling…

kisusnillingur

nei ekki Loppa í þetta sinnið:

mávurinn hennar mömmu

hún móðir mín blessunin lenti í skrítnu atviki núna fyrir helgi. Hafði boðið systur sinni í heimsókn, þær sátu úti á palli með kaffibolla og nokkrar kleinur.

Nema hvað, tölva systurinnar er í einhverju hakki þannig að hún fékk að skjótast á netið inni í mömmu vél.

Meðan hún situr inni við tölvuna, kemur stærðarinnar mávur og sest á handriðið á pallinum (þetta er þakið á bílskúrnum og alveg þokkalega stór pallur). Byrjar að garga þessi ósköp. Mamma furðar sig á þessu góða stund en mávurinn hættir ekkert að garga. Mamma stendur upp og fer inn, til að kalla á systur sína og sýna henni þennan furðufugl.

Nema hvað, auðvitað var það akkúrat það sem mávurinn vildi.

Þegar þær komu aftur út í dyr, var máfsi búinn að krækja sér í báðar kleinurnar sem eftir var og sat hæstánægður svolítið frá og maulaði kleinur.

flugeldar

við Fífa fórum í skála Flugbjörgunarsveitarinnar að kaupa – stjörnuljós. Ætluðum að kaupa svona konfettiknöll líka, en brettið með þeim varð víst eftir á hafnarbakka í Kína. Ficusinn sleppur sem sagt við það í ár að vera pappírsstrimlaskreyttur og kisa étur ekki strimla í ár (hmm, ekki skyldi það vera þeirra vegna sem greyið fékk nýrnasteina?)

Verð að viðurkenna að mig langaði í Bankatertuna en ég tímdi ómögulega 24 þúsund kalli…

magnað

cute overdose

æ, þarf maður ekki smá svoleiðis núna?


bland í poka

teljari

  • 371.493 heimsóknir

dagatal

maí 2020
S M F V F F S
 12
3456789
10111213141516
17181920212223
24252627282930
31  

sagan endalausa