Archive for the 'dýr' Category

botnfraus

hjá mér tölvan áðan, kisa settist á lyklaborðið og sat þar örugglega í mínútu, þegar ég kom aftur hreyfðist hvorki mús né skrifaðist af lyklaborði.

Kannski hún ætti frekar að heita Morri en Loppa?

sætast!

nú langar okkur í kettling…

kisusnillingur

nei ekki Loppa í þetta sinnið:

mávurinn hennar mömmu

hún móðir mín blessunin lenti í skrítnu atviki núna fyrir helgi. Hafði boðið systur sinni í heimsókn, þær sátu úti á palli með kaffibolla og nokkrar kleinur.

Nema hvað, tölva systurinnar er í einhverju hakki þannig að hún fékk að skjótast á netið inni í mömmu vél.

Meðan hún situr inni við tölvuna, kemur stærðarinnar mávur og sest á handriðið á pallinum (þetta er þakið á bílskúrnum og alveg þokkalega stór pallur). Byrjar að garga þessi ósköp. Mamma furðar sig á þessu góða stund en mávurinn hættir ekkert að garga. Mamma stendur upp og fer inn, til að kalla á systur sína og sýna henni þennan furðufugl.

Nema hvað, auðvitað var það akkúrat það sem mávurinn vildi.

Þegar þær komu aftur út í dyr, var máfsi búinn að krækja sér í báðar kleinurnar sem eftir var og sat hæstánægður svolítið frá og maulaði kleinur.

flugeldar

við Fífa fórum í skála Flugbjörgunarsveitarinnar að kaupa – stjörnuljós. Ætluðum að kaupa svona konfettiknöll líka, en brettið með þeim varð víst eftir á hafnarbakka í Kína. Ficusinn sleppur sem sagt við það í ár að vera pappírsstrimlaskreyttur og kisa étur ekki strimla í ár (hmm, ekki skyldi það vera þeirra vegna sem greyið fékk nýrnasteina?)

Verð að viðurkenna að mig langaði í Bankatertuna en ég tímdi ómögulega 24 þúsund kalli…

magnað

cute overdose

æ, þarf maður ekki smá svoleiðis núna?

ísbjörninn okkar

jámm, við sáum líka ísbjörn. Hringdum samt ekki í 112:
isbjörn

er til nokkuð

eins sætt og þessi jagúarkettlingur?

Önnur mynd og aðeins meira um þetta hér.

Maður (fugl) verður að redda sér

þessi mávur er með það á tæru, greinilega.

þessi er ekki stór

pnupnu...

Held hann sé ekki fótósjoppaður samt. Það er þá vel gert. En líklega ekki. Minnsti fullvaxni köttur í heimi mældist bara 10 cm á lengd, kannski er þetta afkvæmi hans.

æðisleg mynd

mávur

frá Madddy

tíndi

ull í heila peysu af kettinum áðan, hún er þvílíkt að fara úr hárum. Finnst voða gott að láta reyta sig líka, mesta furða. Maður ætti kannski að prófa að líma á hana málningarteip og taka af aftur?

ætli ég komist í vinnuna?

get ekki prentað út kennsluáætlanir að minnsta kosti

það liggur sofandi köttur á prentaranum. Hvað gerir maður í svona tilfelli?

monster köttur

hvað er með eyrun? og augun?

þetta er nú ekki venjulega útlitið á henni Loppu…

bara myndir

í dag, hugsa ég

þetta er

næstum því sætt…

(þá er að vita hvort ég get stolið live mynd frá mbl.is. Og hvort þeir kvarta)

þessi dýr

hérna eru nokkuð góð.

eitt sýnishorn:


bland í poka

teljari

  • 373.752 heimsóknir

dagatal

nóvember 2021
S M F V F F S
 123456
78910111213
14151617181920
21222324252627
282930  

sagan endalausa