Archive for the 'dægradvöl' Category

er ekki upplagt

að hlusta á þetta í dag og næstu daga?

(og hver veit nema textinn sé tóm vitleysa…?)

ahhhh

tíu vikna önninni í LHÍ lokið, á bara eftir að reikna út einkunnir og skila, ég set metnað minn alltaf í að vera fyrsti kennarinn sem skilar einkunnunum, oftast tekst það nú.

Fyrsti áfangi í jólafríi, var reyndar stórfurðulegt að heyra fyrstu gleðilegjólakveðjuna eftir tíma í gær.

Komin í pásu í leikfimi líka, alveg kominn tími á það, þurfti að þvinga mig út alla síðustu viku. Byrjuð að láta renna í bað og allt en nei, það ER SÍÐASTA VIKAN, DRATTASTU ÚT!

En svei mér þá ef ég er ekki bara að komast í jólastemningu, og það er ekki einu sinni kominn fyrsti í aðventu, hvað þá fyrsti des. Hefur kannski eitthvað með það að gera að við héldum hlaðborð fyrir Pólverjana, krakkana okkar og foreldra eftir námskeið á sunnudaginn var og þar var á boðstólum hangikjöt og laufabrauð, rúgbrauð og síld, lax og paté – held við getum alveg sparað okkur að fara á eitthvað jólahlaðborð í ár.

letisunnudagar

eru hreint ekki sem verstir. Bannaði bóndanum að fara í hjólatúr þegar ruslatunnan fauk um koll í garðinum, það eru nú takmörk fyrir því hvað er hægt að láta veðrið ekki hafa áhrif á sig. Í svona veðri er bara best að þurfa sem minnst að fara út.

Fífa reyndar á æfingu í allan dag og svo ætla ég að kenna henni að elda alvöru bolognese í kvöld. Já og þarf víst að skjótast á bókasafnið. Og sækja Finn til ömmu sinnar og afa. Og hjálpa honum að æfa sig (hlakka til þegar hann fer að geta gert það sjálfur eins og stelpurnar).

Samt rólegt, víst rólegt!

besta helgin

til að vera hér í bænum var ekki þessi helgi núna – ekki að þið hefðuð ekki getað logið því að mér.

Næsta helgi og verslunarmannahelgin (sem er venjulega sú besta á árinu til að vera í bænum) þurfa reyndar að sýna ansi vel að þær séu betri. Ójá. Skora á þær…

bústaðsraunir

Familían er farin að þrá að komast í sumarbústað, við erum, eins og sumir lesendur hér vita kannski, með aðgang að sumarbústöðum í eigu Starfsmannafélags Samskipa uppi við Bifröst. Frábærir bústaðir á snilldarstað.

Nema hvað, við höfðum ætlað að fara núna um helgina, áttuðum okkur á því á sunnudaginn var að stelpurnar eru að syngja á tónleikum með Sinfóníunni bæði á fimmtudags- og föstudagskvöldið, við hefðum ekki náð af stað fyrr en eftir klukkan tíu á föstudagskvöldinu og það fannst okkur nú fullseint.

Nema hvað, við tölum um hvort bóndinn geti nú ekki athugað með að skipt um helgi, smá misskilningur veldur því að hann fær að skipta yfir á helgina eftir tvær vikur. Nema þá er Finnur að útskrifast úr þriðju bók á víóluna á heilmiklum skólatónleikum á laugardagsmorguninn. Garg. Hann hjólar aftur í formann bústaðanefndar og bókar helgi í mars, héldum að það myndi ganga – en neeeeiiii, ég fatta á miðri æfingu í gærkvöldi að það eru tónleikar hjá mér á sunnudeginum og æfing á laugardagsmorgninum. Ákváðum nú að fara bara samt – ég verð bara að skjótast í bæinn, vill til að þetta er ekki neitt gríðarlega langt…

fáránlega

skemmtilegt kvöld

en nánast óundirbúin vinna á morgun – fyrsta sýningin mín á föstudaginn kemur og ég ætlaði að sjá sýningu fyrir það áður en ég sýni. Sú er á morgun

Sofa!

hvernig

getur maður orðið svona óhemju þreyttur án þess að gera nokkurn skapaðan hlut?

Vöknuðum frekar seint, afslöppun fram yfir hádegi, skutumst í Ríkið og að kaupa bensín, síðan stímdum við í Mosfellsdalinn að kíkja á markaðinn – aldrei man maður eftir að koma með reiðufé, ég reyndar skil ekki alveg hvers vegna enginn þarna leigir posa, það kostar ekki nema 5000 kall per skipti (ef ég man rétt). Vorum að leita að næpum, þær voru svo reyndar ekki til, þannig að peningaleysið kom ekki að sök.

Svo var fjölskyldudagur Samskipa, hljómar reyndar ekki eins og að gera ekkert, en ég gerði samt nánast ekki neitt, Jón Lárus, Finnur og Freyja fóru í Lazer Tag (veit ekki hvers vegna það heitir ekki laser heldur lazer) en við Fífa gerðum ekkert nema vakta grillið og fá okkur borgara þegar þeir voru til.

Fífa keyrði bæði uppeftir og heim. Nú bara afslöppun og já, snemma í bólið held ég bara. Gersamlega að leka niður.


bland í poka

teljari

  • 371.336 heimsóknir

dagatal

febrúar 2020
S M F V F F S
« Júl    
 1
2345678
9101112131415
16171819202122
23242526272829

sagan endalausa