Archive for the 'bloggið' Category

ekki flugfélagið og ekki fyrir dyrum en innlit á bloggið í gær voru nær 400! og ég sem hef ekki séð nema svona kring um 30-50 á dag í allri bloggletinni.

Kannski – bara kannski – sparka svona tölur manni aftur í gang. Lofa þó engu.

bloggið mitt í fyrra

smá sjálfhverfa:

The stats helper monkeys at WordPress.com mulled over how this blog did in 2010, and here’s a high level summary of its overall blog health:

Healthy blog!

The Blog-Health-o-Meter™ reads Wow.

Crunchy numbers

Featured image

About 3 million people visit the Taj Mahal every year. This blog was viewed about 31,000 times in 2010. If it were the Taj Mahal, it would take about 4 days for that many people to see it.

In 2010, there were 165 new posts, growing the total archive of this blog to 5254 posts.

The busiest day of the year was February 2nd with 231 views. The most popular post that day was já er þetta ekki Elsa?.

Where did they come from?

The top referring sites in 2010 were blogg.gattin.is, facebook.com, blog.eyjan.is, swanurinn.blogspot.com, and tumsa.blogcentral.is.

Some visitors came searching, mostly for hildigunnur, hildigunnur rúnarsdóttir, brandarar, hljómsýn, and blóm.

Attractions in 2010

These are the posts and pages that got the most views in 2010.

1

já er þetta ekki Elsa? February 2010
6 comments

2

vill einhver July 2010
20 comments

3

Um mig March 2007
5 comments

4

ekki versla við Hljómsýn og Litsýn August 2010
2 comments

5

endurtekningar January 2010
21 comments

fékk spes póst

í gær, einhverjir Ítalir sem hafa fundið upp á því að setja á stofn auglýsingasíðu fyrir íslenska ferðaþjónustu. Vilja að ég linki á þá sem er sjálfsagt mál, benda fólki á nokkrar bloggsíður, flestar á íslensku sem er frekar sérstakt. En þetta lítur nú bara vel út hjá þeim, sjá hér

mig langar eiginlega

alveg helling til að byrja aftur að blogga af viti. Smettið stal blogginu mínu og mér leiðist það, núna segir maður einhvern veginn allt sniðugt sem manni dettur í hug í einhverjum smástatusum á vegg en það bara kemur ekkert í staðinn fyrir almennilegar færslur, stuttar eða lengri. Hef svo sem talað um þetta bæði hér og þar áður.

Spurning um að reyna að sparka sér af stað aftur?

Hér er allavega allt í fullum gangi, eiginlega fullmiklum gangi fyrir minn smekk. Er að reyna að losa mig úr einhverju af þessum félagsmálapakka sem er orðinn helst til fyrirferðarmikill (hmm, spurning hvort það hefur eitthvað með bloggletina að gera kannski) bætt við mig einni stjórnarsetu og fulltrúaráðssetu og listráðssetu (reyndar sem varamaður en aðalmaðurinn er mjög upptekinn og ég held ég hafi mætt á fleiri fundi en hann í blessuðu ráðinu hingað til). Nafnanefnd (nú má fólk gjarnan benda mér á eldra tónskáld með ættarnafn annað en Leifs, Viðar og Nordal, mig vantar eitt stykki takk).

Krakkarnir hamast í skólum og tónlistarskólum og kórum (öll) og karate (Finnur), Freyja fór til Póllands í viku með kammerhópnum sínum og kom gersamlega upptendruð til baka, stefnt á að fara aftur í sumar. Klósettpappírs- og eldhúsrúllusala virðist verða amk. þreföld í vetur hjá Freyju (arrrgh!!!) ásamt kertum og kaffi Finns megin. Fífa er að vinna smá með skóla og neitar að selja, segist borga fyrir sig sjálf í sínar ferðir. Ekki kvarta ég.

Nú er að sjá hvort er hægt að linka beint inn á myndir af smettisvef. Hér er mynd af flottum Póllandshópi.

Best annars að eyða ekki alveg öllum umræðuefnunum ef ég ætla mér að sjá hvort ég kemst af stað með að henda inn svo sem eins og einni færslu á dag hérna. Hætt…

engin færsla

frá áttunda til þrettánda janúar, nei ég er nú ekki alveg svona sjokkeruð vegna væntanlegrar vonandi Ástralíufarar. Það dæmi kemur í ljós allt saman.

Eru ekki örugglega allir búnir að hringja í Rauðakrosssímann vegna Haiti?

Annars er það bara vanagangurinn hér, vinnan komin á fullt, önnur langa helgin eftir jól smollin inn (hí á ykkur), eitt námskeið í viðbót í ræktinni, uppgötvaði að ég þarf að henda mér af stað í kvartettaskrif, ekki alveg reiknað með verkinu mínu í maí en væri skemmtilegt ef ég gæti sent allavega einn kafla til Tékklands.

Fer samt varla þangað að hlusta, Noregur og Ástralía duga svona í vor.

Nei, nenni ekki að skrifa um vesen og vandræði. Nei trúi enn ekki að við þurfum ekki að borga Ísbjörgu og já ég held að Íslendingar hafi ekkert breyst, hlusti enn bara á þá sem hafa eitthvað jákvætt að segja.

stíbbbl

ég er eitthvað óttalega bloggstífluð núna. Hlýtur að losna um þetta fljótlega.

Næstsíðasta planaða sýningin mín á Söngvaseið í gær, sú síðasta á morgun, vonandi fæ ég fleiri seinna í vetur. Fullt af lösnu fólki, til dæmis var ein stelpnanna með svínslegu sóttina, sú sem leikur á móti henni kom í staðinn og lék, þrátt fyrir svæsna gubbupest, hljóp út milli atriða til að kasta upp. Mesta furða að stelpurófan slapp við að kasta upp á sviðið. Held nú ekki að neinn hafi orðið var við þetta.

Baksviðs var svo verið að tala um að veikindin sæjust líka úti í sal, á litla sviðinu var fólki víst smalað saman til að sitja framar. Þrátt fyrir að uppselt hafi verið á sýninguna.

Með pestina annars, ég er voða lítið sótthrædd, læt aldrei flensusprauta mig þó ég ætti örugglega að gera það, síðan ég byrjaði að fá lungnabólgur upp úr inflúensum (gerst tvisvar). Gladdi mig þess vegna að heyra í Samfélaginu í nærmynd í morgun lækni lýsa því yfir að læknum fyrri tíma hefði þótt lítið til svínaflensufaraldurs koma og hefðu vart átt orð yfir hysteríunni í kring um ekki verri veiki.

já, bíddu, var ekki stíbl í gangi annars?

aldrei heima

þessa dagana – maður er farinn að hafa samviskubit gagnvart hluta fjölskyldunnar. Ef við Freyja og/eða Fífa erum ekki á tónleikum á kvöldin þá stingur míns bara af í afmæli…

Takk fyrir mig annars, Gurrí. Ekki síst að fá að sjá jarðskjálftakonuna margnefndu og umtuggnu. En hvers vegna ekkert blogg í mánuð?

safari 4

er að trufla mig í að hlaða inn vídjóum úr ferðinni, ég held að Youtube sé ekki búið að samkeyra sig við nýju útgáfuna. Annars líst mér ansi hreint vel á hana.

Ekki smá lengi að skrifa dag 6 annars, burtséð frá vídjóunum, viðburðaríkur dagur það.

Meira, tja ætli það náist fyrr en í fyrramálið? Tekur alltaf hellings tíma að vinna þúrörsmyndböndin þeirra megin.

búin að vera að hugsa

(jámm, aldrei þessu vant :þ) um bloggið og flettismettið svolítið undanfarið. Verð að segja að mér finnst smettið gersamlega engan veginn koma í stað bloggsins, alveg fyrir utan hvað það er hroðalega grunnt, status tilkynningar þó þær geti verið smellnar og skemmtilegar koma engan veginn í stað (reyndar misskemmtilegra) röfla hér, ég hef fáránlega gaman af því að lesa bloggið mitt og komment við færslur afturábak, hvað var ég nú að gera á þessum tíma á síðasta ári, tildæmis, þegar ég hrundi í lungnabólguna fyrir rétt rúmlega ári síðan, hélt ég í mér lífinu með að skoða ferðasöguna frá Ítalíu árið áður og endurupplifa þá frábæru stórfjölskylduferð (takk enn og aftur, elsku mamma og pabbi). Hefði þetta verið hægt bara á smetti? ónei.

Svo hefur bloggið oft reddað mér með dagsetningar aftur í tímann, tónleika og annað, fyrir nú utan þarna þegar ég skildi ekkert í færslu af Hljómeykisreikningnum inn á minn eigin og bloggið bjargaði mér.

Moggabloggið drap okkur ekki, látum heldur ekki flettismettið gera það.

p.s. reyndar sé ég svo sem ekki mikil merki um slíkt, lesturinn hér hjá mér er ekkert minni en fyrir ári.

p.p.s. já og ég þoli twitter engan veginn. Maður er að reyna að vinna í tölvunni og svo hoppar einhver tilkynning inn í hornið og tekur einbeitinguna algerlega. Smettið ræður maður allavega hvenær maður skoðar.

endurnýting

Flettismettið er svolítið á eftir blogginu, það eru 5-6 ár síðan svona spurningalistar gengu hér ljósum logum. Núna eru allavega 3-4 mismunandi memes í gangi á smettinu, ég var klukkuð í einu þeirra og best að endurnýta það hér. Maður á að segja 25 random hluti um sjálfan sig og klukka síðan 25 manns. Ég klukkaði nú ekki svo marga og ætla alveg að sleppa því að klukka hér.

Skrifaði á ensku, þar sem Englendingur klukkaði mig og það væri frekar asnalegt ef hann gæti svo ekki lesið það sem ég skrifaði.

1: My name means double battle, so don’t start messing with me.

2: I am dreadfully lazy, but not many people know this, since I work very fast. Weren’t I lazy, I’d probably have an output worthy of Haydn or Vivaldi. (in volume, that is).

3: I try to control my inner besserwisser but don’t always succeed well enough.

4: I’m very interested in science but hate history.

5: I’m extremely proud of my children,

6: I neither drink coffee or milk, as a matter of fact it’s fairly hard to get me and my husband on a visit since he doesn’t drink tea and I don’t drink coffee.

7: I can’t stand chain letters, always break them (no, this doesn’t count as a chain letter)

8: I’m not religious but still write loads of religious music.

9: I suffer from an internet addiction – Facebook’s the least. But see #2, this doesn’t do much harm.

10: I like most food, except for warm smoked fish.

11: Once went to a huge Rolling Stones concert, got a great seat, really close to the scene but was fairly bored anyway. (sorry, Ragnheiður)

12: My favourite comic strips are Bound and Gagged, Zits and Stone Soup.

13: Favourite colour by far is purple.

14: I have 5 blog pages, but only write on two of them, the rest is only to be able to comment on other blogs without too much hassle.

15: I follow about 150 blogs, fortunately not all of them are very active…

16: One of the things I like the most is having people over for dinner. My blog and irc friends have to suffer my invitations

17: I got a CD with my biggest composition yet published before Christmas (yay!)

18: I make music a lot, sing and play, but when I’m home alone I like to have silence around me.

19: Pretty far to the left in politics and have been active in the protests.

20: I distrust various health cure-alls and tend not to take any food additives – not even Lýsi.

21: I prefer the bathtub over the shower.

22: I can’t eat very much sweet at one time – 1 piece of cake is enough. Good bread, on the other hand…

23: I have incredibly beautiful view out the window in one of my teaching jobs (lhí students, guess where)

24: I don’t like most sports, neither watching nor doing, but bicycling is fun.

25: I think 25 things is about 5-6 too many.

oooohhh :)

fékk svo sætt komment á færsluna með White Christmas upptökunni, á enskubloggið mitt. Skilaði kveðjunni til Freyju og hún bráðnaði alveg.

fyndið

að fá komment á eldgamla færslu, var að detta inn komment við þessa núna áðan. Annars var mér að áskotnast ný sería af Project Runway, hlakka til að horfa, þetta voru einna skemmtilegustu raunveruleikaþættirnir.

identicon

haha, nú fá allir sem eru ekki með gravatarmynd af sér einhverja skrítna mynd í kommentakerfinu, eiga að vera tengdar póstfangi, held ég. Sneðugt.

og

stundum (jú, oft) hugsar maður út í hvað þeir sem tala um að fólk opni sig alveg á blogginu, átti sig ekki á því hvað á heima á opinberum vettvangi og hvað ekki, hafa í alvöru ekkert vit á þessum vettvangi. Iðulega er þetta lið sem les ekki einu sinni blogg, hefur væntanlega lesið tvisvar-þrisvar á ári úttektina í pappírsmogganum um hætturnar við bloggið.

Neinei, engir skandalar í prívatlífinu hér…

hér er ansi hreint

skemmtileg ferðasaga frá Íslandi. Rakst á þetta á wordpress listanum yfir áhugaverð blogg.

Reyndar verð ég að viðurkenna að ég kannast nú ekki alveg við lýsinguna á þjónustu á veitingahúsum, neðst í færslunni. Hefur greinilega verið heppin…

ætli þetta sé ekki lokahnykkurinn

á ítölsku innrásinni?

Thanx, Oscar, this has been loads of fun. I’ve put you on my links list, even though actually reading the blog on a regular basis is a bit too hard.

As you can see here, you even got to be pretty high on the Icelandic-speaking wordpress.com What’s hot, list:

Thanks again. Will be remembered fondly…

gott að vera ekki hjá blogger

núna, blogger niðri. Og ég sem ætlaði að kommenta hjá bloggandi mágkonunni…

já og ég vann – samkvæmt honum Óskari

ekki sem verst, Ítalarnir virðast hafa kunnað að meta hvað ég tók mikinn þátt í leiknum/listaverkinu eða hvað ég á nú að kalla það.

Bara mjög gaman að þessu, vona bara að það stoppi…

víííí

verðlaunatilnefning

sjá komment hér – svona þið sem lesið ítölsku…

ítalska innrásin

Í gær og í dag hef ég fengið innlit og komment frá ítalskri síðu hann Oscar bjó til meme um að ítalskir bloggarar heimsæki íslenskar síður og tjái sig – eingöngu á ítölsku – að minnsta kosti þrisvar.

Honum finnst merkilegt að flestir íslendingar virðist setja alvöru mynd af sér í avatar, reyndar sýnist mér hann vera með slíka sjálfur.

Eins og margir lesendur hér vita, talar Jón Lárus svolitla ítölsku og við þræluðum okkur í gegn um greinina sem ég setti hlekkinn á (alls ekki skrifuð á neinu barnamáli, sko) og ég bætti í memeið hjá honum að allir yrðu að læra að minnsta kosti 5 orð í íslensku.

Nú verður hann örugglega ógurlega forvitinn um hvað þessi færsla þýðir, gottáann…

Verst að hann skuli heita Ferrari!


bland í poka

teljari

  • 374.140 heimsóknir

dagatal

maí 2022
S M F V F F S
1234567
891011121314
15161718192021
22232425262728
293031  

sagan endalausa