Archive for the 'bloggið' Category

ekki flugfélagið og ekki fyrir dyrum en innlit á bloggið í gær voru nær 400! og ég sem hef ekki séð nema svona kring um 30-50 á dag í allri bloggletinni.

Kannski – bara kannski – sparka svona tölur manni aftur í gang. Lofa þó engu.

Auglýsingar

bloggið mitt í fyrra

smá sjálfhverfa:

The stats helper monkeys at WordPress.com mulled over how this blog did in 2010, and here’s a high level summary of its overall blog health:

Healthy blog!

The Blog-Health-o-Meter™ reads Wow.

Crunchy numbers

Featured image

About 3 million people visit the Taj Mahal every year. This blog was viewed about 31,000 times in 2010. If it were the Taj Mahal, it would take about 4 days for that many people to see it.

In 2010, there were 165 new posts, growing the total archive of this blog to 5254 posts.

The busiest day of the year was February 2nd with 231 views. The most popular post that day was já er þetta ekki Elsa?.

Where did they come from?

The top referring sites in 2010 were blogg.gattin.is, facebook.com, blog.eyjan.is, swanurinn.blogspot.com, and tumsa.blogcentral.is.

Some visitors came searching, mostly for hildigunnur, hildigunnur rúnarsdóttir, brandarar, hljómsýn, and blóm.

Attractions in 2010

These are the posts and pages that got the most views in 2010.

1

já er þetta ekki Elsa? February 2010
6 comments

2

vill einhver July 2010
20 comments

3

Um mig March 2007
5 comments

4

ekki versla við Hljómsýn og Litsýn August 2010
2 comments

5

endurtekningar January 2010
21 comments

fékk spes póst

í gær, einhverjir Ítalir sem hafa fundið upp á því að setja á stofn auglýsingasíðu fyrir íslenska ferðaþjónustu. Vilja að ég linki á þá sem er sjálfsagt mál, benda fólki á nokkrar bloggsíður, flestar á íslensku sem er frekar sérstakt. En þetta lítur nú bara vel út hjá þeim, sjá hér

mig langar eiginlega

alveg helling til að byrja aftur að blogga af viti. Smettið stal blogginu mínu og mér leiðist það, núna segir maður einhvern veginn allt sniðugt sem manni dettur í hug í einhverjum smástatusum á vegg en það bara kemur ekkert í staðinn fyrir almennilegar færslur, stuttar eða lengri. Hef svo sem talað um þetta bæði hér og þar áður.

Spurning um að reyna að sparka sér af stað aftur?

Hér er allavega allt í fullum gangi, eiginlega fullmiklum gangi fyrir minn smekk. Er að reyna að losa mig úr einhverju af þessum félagsmálapakka sem er orðinn helst til fyrirferðarmikill (hmm, spurning hvort það hefur eitthvað með bloggletina að gera kannski) bætt við mig einni stjórnarsetu og fulltrúaráðssetu og listráðssetu (reyndar sem varamaður en aðalmaðurinn er mjög upptekinn og ég held ég hafi mætt á fleiri fundi en hann í blessuðu ráðinu hingað til). Nafnanefnd (nú má fólk gjarnan benda mér á eldra tónskáld með ættarnafn annað en Leifs, Viðar og Nordal, mig vantar eitt stykki takk).

Krakkarnir hamast í skólum og tónlistarskólum og kórum (öll) og karate (Finnur), Freyja fór til Póllands í viku með kammerhópnum sínum og kom gersamlega upptendruð til baka, stefnt á að fara aftur í sumar. Klósettpappírs- og eldhúsrúllusala virðist verða amk. þreföld í vetur hjá Freyju (arrrgh!!!) ásamt kertum og kaffi Finns megin. Fífa er að vinna smá með skóla og neitar að selja, segist borga fyrir sig sjálf í sínar ferðir. Ekki kvarta ég.

Nú er að sjá hvort er hægt að linka beint inn á myndir af smettisvef. Hér er mynd af flottum Póllandshópi.

Best annars að eyða ekki alveg öllum umræðuefnunum ef ég ætla mér að sjá hvort ég kemst af stað með að henda inn svo sem eins og einni færslu á dag hérna. Hætt…

engin færsla

frá áttunda til þrettánda janúar, nei ég er nú ekki alveg svona sjokkeruð vegna væntanlegrar vonandi Ástralíufarar. Það dæmi kemur í ljós allt saman.

Eru ekki örugglega allir búnir að hringja í Rauðakrosssímann vegna Haiti?

Annars er það bara vanagangurinn hér, vinnan komin á fullt, önnur langa helgin eftir jól smollin inn (hí á ykkur), eitt námskeið í viðbót í ræktinni, uppgötvaði að ég þarf að henda mér af stað í kvartettaskrif, ekki alveg reiknað með verkinu mínu í maí en væri skemmtilegt ef ég gæti sent allavega einn kafla til Tékklands.

Fer samt varla þangað að hlusta, Noregur og Ástralía duga svona í vor.

Nei, nenni ekki að skrifa um vesen og vandræði. Nei trúi enn ekki að við þurfum ekki að borga Ísbjörgu og já ég held að Íslendingar hafi ekkert breyst, hlusti enn bara á þá sem hafa eitthvað jákvætt að segja.

stíbbbl

ég er eitthvað óttalega bloggstífluð núna. Hlýtur að losna um þetta fljótlega.

Næstsíðasta planaða sýningin mín á Söngvaseið í gær, sú síðasta á morgun, vonandi fæ ég fleiri seinna í vetur. Fullt af lösnu fólki, til dæmis var ein stelpnanna með svínslegu sóttina, sú sem leikur á móti henni kom í staðinn og lék, þrátt fyrir svæsna gubbupest, hljóp út milli atriða til að kasta upp. Mesta furða að stelpurófan slapp við að kasta upp á sviðið. Held nú ekki að neinn hafi orðið var við þetta.

Baksviðs var svo verið að tala um að veikindin sæjust líka úti í sal, á litla sviðinu var fólki víst smalað saman til að sitja framar. Þrátt fyrir að uppselt hafi verið á sýninguna.

Með pestina annars, ég er voða lítið sótthrædd, læt aldrei flensusprauta mig þó ég ætti örugglega að gera það, síðan ég byrjaði að fá lungnabólgur upp úr inflúensum (gerst tvisvar). Gladdi mig þess vegna að heyra í Samfélaginu í nærmynd í morgun lækni lýsa því yfir að læknum fyrri tíma hefði þótt lítið til svínaflensufaraldurs koma og hefðu vart átt orð yfir hysteríunni í kring um ekki verri veiki.

já, bíddu, var ekki stíbl í gangi annars?

aldrei heima

þessa dagana – maður er farinn að hafa samviskubit gagnvart hluta fjölskyldunnar. Ef við Freyja og/eða Fífa erum ekki á tónleikum á kvöldin þá stingur míns bara af í afmæli…

Takk fyrir mig annars, Gurrí. Ekki síst að fá að sjá jarðskjálftakonuna margnefndu og umtuggnu. En hvers vegna ekkert blogg í mánuð?


bland í poka

teljari

  • 370.566 heimsóknir

dagatal

ágúst 2019
S M F V F F S
« Júl    
 123
45678910
11121314151617
18192021222324
25262728293031

sagan endalausa

Auglýsingar