Archive for the 'áhugamannabandið' Category

enn meira plögg

maður er eiginlega bara hættur að blogga öðru en Hljómeykis- og Áhugamannakonsertauglýsingum en þúst… einhvern veginn er maður ekki í bloggstuði.

Allavega verður Hljómeyki með æðislega tónleika með renaissancemúsík mánudaginn 26. mars, daginn áður spilar Sinfóníuhljómsveit áhugamanna í fyrsta skipti í Hörpu (vonandi ekki það síðasta samt).

Meira er nær dregur, en hér er eitt verkanna sem Hljómeyki mun flytja, yndislegt lag eftir Hans Leo Hassler, flutningur frá því fyrir mörgum árum með Benna:

Ad Dominum

á maður ekki að

plögga tónleika?

ænei… eiginlega frekar sorrí að rífa upp bloggfærslu til þess – en það verða samt ansi hreint skemmtilegir tónleikar áhugamannabandsins á morgun, sunnudag. MozartHummelHaydn, Vilhjálmur Ingi einleikari í Hummel trompetkonsert og eins og var óspennandi að æfa hljómsveitarhlutann án einleikara lifnaði stykkið við þegar flotti sólistinn mætti á svæðið og hóf blástur. Hlakka helling til á morgun. Er konsertmeistari í þetta sinn.

Klukkan fimm í Seltjarnarneskirkju. Þetta plögg jafngildir allavega einum seldum miða. Eða tveimur. Er það ekki?

held við

verðum með alveg fáránlega skemmtilega tónleika á sunnudaginn kemur. Áhugamannabandið þeas.

Hann Dean Ferrell, kontrabassaleikari, húmoristi og allsherjarfenómen er sólisti dagsins ásamt Gissuri Páli tenór og Frostrós. Hitt og þetta mun drífa á daga þeirra og okkar, vitum alls ekki allt ennþá þó það séu bara 5 dagar í tónleika – ég er alls ekki viss um að nokkur maður viti hvað muni gerast á tónleikunum.

Hér er tengill á eitt uppátækja Dean.

Endilega kíkja í Seltjarnarneskirkju sunnudaginn 27: nóv klukkan 17:00

búin að bjóða

grilljón og átján manns á tónleikana hjá EssÁ næstu helgi, svo er nú auðvitað allt of margt að gerast og boðin hrúgast á mann á smettinu.

Yfirskriftin er Íslensk tónlist á aðventu, flutt verk eftir Jón Leifs, Magnús Blöndal Jóhannsson og svo dansasvíta undirritaðrar, Blandaðir dansar. Ætti að geta bara orðið nokkuð gaman.

Ég var annars alveg harðákveðin að drífa mig á tónleika Schola Cantorum í dag en síðan komst víólubarnið í þvílíkt æfingastuð og honum þykir svo mikið betra ef ég er með honum að æfa að ég bara gat ekki staðið upp og farið.

Hef samt ekkert ógurlegt samviskubit því ég held ekki að neinn úr Schola hafi komið á Hljómeykistónleikana um daginn. Nema reyndar stjórnandinn…

tónleikarnir

í dag tókust alveg bráðvel, enn alveg í skýjunum. Gunnar Kvaran lék einleik með okkur í Kol Nidrei eftir Bruch, verkið hentar honum fullkomlega, ég hlakka til að heyra upptökuna. Okkur var sagt að við hefðum smitast af spilagleði og innblæstri Gunnars, bara gott mál. Væntanlega er það honum að þakka að húsið var nær fullsetið, óvenju góð mæting.

Pelléas et Mélisande svítan eftir Sibelius er sérkennilegt en magnað tónverk, ég held að við höfum skilað því bara nokkuð vel en mér fannst þó takast enn betur upp í Bruch og svo Schubert sinfóníunni sem ég þekkti reyndar ekkert fyrir.

Kryddlegin hjörtu á eftir, verð að viðurkenna að ég væri alveg til í að fara eitthvert annað næst eftir tónleika. Súpa og salat allt í lagi en ég hef bæði fengið talsvert betri súpur og farið á meira spennandi salatbar. Brauðið og hummusið var samt fínt, hefði þó verið enn betra ef brauðið hefði verið heitt. (jamm, væl punktur is). Og að halda því fram að Polar Beer sé góður bjór – uh nei?!

pluggg

Sinfóníuhljómsveit áhugamanna heldur tónleika á sunnudaginn kemur, klukkan fimm í Seltjarnarneskirkju.

Einleikari er Gunnar Kvaran – hann svíkur sko ekki. Með honum spilum við Kol Nidrei eftir Max Bruch. Annað sem við spilum er Pelléas et Mélisande svíta eftir Jean Sibelius og sinfónía númer 3 eftir Franz Schubert. Ekki sú þekktasta en bráðskemmtilegt verk. Stjórnandi er Oliver Kentish, nú sem oftar og einleikari á enskt horn Guðrún Másdóttir (Sibelius).

Endilega kíkja…

fín

hljónstræng í kvöld – himinn og haf frá síðustu. Komu 5 1. fiðlur í viðbót, snilld.

Alltaf sama sagan, dauðþreytt á æfingu eftir langan dag, steingleymi þreytunni á meðan, svo aftur að leka niður núna…

Dvorák Nýjaheimshljómkviðan og fleira – enn pláss fyrir strengi og má bæta við 1-2 hornleikurum og fagottleikurum líka.

hovhaness

hver hér hefur heyrt um bandaríska tónskáldið Alan Hovhaness?

Nei, hélt ekki. Ekki ég nefnilega heldur.

Spiluðum sinfóníu eftir hann á tónleikunum í dag, lokatónleikar SÁ í vetur. Ótrúlega magnað stykki. Jón Lárus rúllaði því inn á vídjó og ég er að hlusta og horfa núna. Myndin bara svona semigóð, enda hunderfitt að taka vídjó í Seltjarnarneskirkju, allavega á vorin, stórir gluggar og ljós á móti. Hins vegar ekkert að hljóðinu og þetta var bara frekar flottur flutningur. Gæti hugsast að það færi inn á þúrörið fljótlega, nenni því samt ómögulega í kvöld.

Takk fyrir, Óliver, takk allir sem voru að spila með í kvöld og þeir sem hlustuðu.

Þetta er eitt af þessum áhrifaríku verkum sem var verið að tala um í færslunni á undan. Meyr núna…

árshátíð

áhugamannabandsins í kvöld, haldið inni í Laugardal, í Lottóhúsinu. Fínn salur, akkúrat passlegur fyrir svona 40 manns.

Danskennsla, Diddúarrokur, afskaplega góð fiskisúpa (hafði haft miklar efasemdir, koníakslegin sjávarréttasúpa (hmm, hvernig getur annars súpa verið legin í einhverju) er yfirleitt ávísun á súpu með spírabragði, langflestir gera þau mistök að setja allt allt of mikið koníak í svona súpur), svo óhemju venjulegt steikarhlaðborð, ljómandi ágætt svo sem, en maður hefur fengið svona lamb, kartöflugratín, soðið grænmeti (gulrætur, brokkólí og blómkál) og sveppasósu (boðið upp á rauðvínssósu líka) ansi hreint oft. Reyndar kalkúnabringa ásamt lambinu, ekki alveg standard og ágætt en svo sem engin bragðupplifun heldur.

Súkkulaðikaka með ís, rjóma og jarðarberjum var hins vegar mjög góð. Þetta er reyndar mjög algengt hjá mér, yfirleitt fæ ég mér aðallega forrétti og eftirrétti á jólahlaðborðum, aðalréttirnir valda nánast alltaf vonbrigðum.

Allavega var þetta snilldar kvöld, gríðarskemmtilegur félagsskapur passlega langt til að maður fór heim á hápunkti, alveg eins og á að vera. Frábær grúppa.

á næstu tónleikum

S.Á. munum við spila hljómsveitarsvítu í D-dúr eftir Bach. Jámm, þessi sem Aría (sem á alls ekki að vera á G-streng) hin fræga er í.

Ég varð eiginlega hálffúl, finnst þetta orðið þreytt stykki, margspilað það og hlakkaði ekki til.

Nema hvað, mætti á æfingu áðan (missti af fyrstu æfingunni á þessu prógrammi, út af Sköpuninni um daginn). Og þá er bara verið að setja þvílíkan kraft í verkið, Arían hröð og gersamlega laust við að vera væmin, fyrsti kaflinn í frönskum stíl, allt bara skemmtilegt. Mikið gaman.

Svo er sinfónía eftir Alan Hovhaness, í einum þætti, lítur vel út, ég er ekki alveg farin að heyra heildarmyndina á henni, og svo hornkonsert eftir Mozart sem ég er ekkert farin að æfa en lítur út fyrir að verða snúnasta verkið á tónleikunum. Einhver leiðinda béatóntegund…

tónleikar gengu vel

alveg standing ovation og allt, ég held reyndar kannski að Richard hafi átt megnið af því en samt, við stóðum okkur hreint ekki illa, held ég.

Pizzu- og pastahlaðborð á Horninu á eftir, alveg ágætt. Freyja og Finnur komu bæði á tónleikana og skemmtu sér held ég ágætlega, allavega lét Finnur vel af sér. Er að spá í að leyfa Freyju að vera með á einum tónleikum, sjá hvernig hún stendur sig…

fratres

eftir Arvo Pärt er bara svo mikil snilld. Búin að vera að hlusta á það, alltaf af og til, síðan um daginn, einn nemandi minn frétti að við værum að spila það og vill óður og uppvægur fá að spila clavespartinn. Hlakka til að byrja að æfa það, nóturnar eru víst á leiðinni.

gaman gaman

að stjórna – það er að segja eftir hlé á æfingunni þegar ég ÞEKKTI verkið sem ég var að stjórna. Chopin píanókonsertinn gekk pínu brösuglegar, ég fékk nótur og upptöku af honum á laugardaginn og hafði ekki mikinn tíma til að leggjast yfir nóturnar, lét duga að renna tvisvar í gegn með partítúrnum og leyfa konsertinum svo að ganga í hringi meðan ég undirbjó kennsluna í gær.

Svo voru ekki komnar nótur að Arvo Pärt, eins og ég hefði verið til í að stjórna því stykki.

En Schubert var skemmtilegur. Verulega. Gæti vel vanist þessu…

conductor for a night

fæ að stjórna bandinu í kvöld, stjórnandinn kemst ekki á æfinguna. Tvö verk sem er ekki snúið að stjórna, (Schubert ófullgerða sinfónían) og Fratres eftir Arvo Pärt (hmm, efast reyndar um að það væri eins létt ef ég væri ekki tónheyrnarkennari og kenndi krökkunum að veifa sprota – taktskipti í nánast hverjum takti og varíerar frá 6 upp í 11/4, en það er í mjög rólegu tempói). Píanókonsertinn eftir Chopin, hinsvegar, pínu snúnara mál. Búin að vera að hlusta á hann undanfarna daga en þarf að kíkja enn betur á þetta milli kennslu og æfingar á eftir. Hmmm.

steingleymt plögg

ég get svo svarið það, og tónleikarnir okkar sem ættu bara að verða virkilega fínir.

Sem sagt, Sinfóníuhljómsveit áhugamanna heldur tónleika á morgun, sunnudaginn 15. febrúar klukkan 17:00 í Seltjarnarneskirkju. Á efnisskránni forleikur og dans eftir Beethoven (mjög flottir), fimmti fiðlukonsert Mozarts – og sá flottasti að mínu mati – í A-dúr, einleikari Sif Tulinius, síðan bráðfalleg Haydnsinfónía.

Hvet ykkur til að kíkja í Seltjarnarneskirkju, upplagt ef veðrið verður eins og í dag að fara í göngutúr út á nesið og setjast svo og hlusta á eina tónleika, mjög sunnudagslegt, einhvern veginn. Vel þess virði, lofa því.

urrg

haldið þið ekki að ég hafi steingleymt að æfa mig fyrir hljómsveitaræfingu á eftir? Allt of mikið að gera í mótmælum og sushistandi…

Verst hvað er fáránlega erfitt að feika í Mozart, Haydn og Beethoven.

tónleikarnir áðan

heppnuðust þvílíkt vel, reyndar höfum við spilað Eld betur en við gerðum, það kom upp eitthvert óöryggi, skil ekki alveg hversvegna.

Mahler hins vegar rokkaði, auðvitað ekki allt fínpússað eins og í atvinnusveit en ég held að heildarsvipurinn hafi verið fínn og mjög margir mjög flottir staðir.

Stanslaus hrollur niður bakið í síðustu tvær blaðsíðurnar okkar, toppaði með staðnum þar sem hornleikararnir okkar, átta stykki, stóðu upp og blöstuðu. Frank snillingur á pákunum, já þetta var bara svooooo skemmtilegt.

Hefði helst viljað spila þetta strax aftur bara. En það er víst ekki á blásarana leggjandi, ótrúlega mikið úthaldsdæmi hjá þeim.

Meiri Mahler, ójá, meira!

Jórunn og Gustav

Viðar og Mahler

Sinfóníuhljómsveit áhugamanna heiðrar Jórunni Viðar á níræðisafmælisdegi hennar, næstkomandi sunnudag klukkan 17:00 í Fella- og Hólakirkju (ekki Seltjarnarneskirkju eins og venjulega – og eins og stóð í Mogganum, grrr!)

Við spilum ballettverkið Eld, eftir hana, bráðflott stykki, mjög gaman að spila og örugglega ekki síðra að hlusta.

Svo þegar það er búið rennum við í gegn um eitt stykki Mahler sinfóníu. Metnaðarfyllsta verkefni sem hljómsveitin hefur spilað. Gríðarflott, ættuð að heyra blásaradeildina, hefur aldrei verið svona flott. Mættu vera heldur fleiri strengir, en ég vona nú að við getum staðið í þeim samt.

Hræódýrt inn, 1500 krónur fullt verð, 500 fyrir námsmenn, aldraða og öryrkja og frítt fyrir börn.

Mætið öll…

strengjaæfing

á eftir, þorði ekki annað en hamast aðeins í síðasta kaflanum. En þetta er bara svo gaaaman, reyndar meira þegar blásararnir eru með, en jafnvel þó það séu bara strengirnir. Mahler rokkar feitt.

óæfð

það er ekki tilhlökkunarefni að mæta óæfð á hljómsveitaræfingu og vera að spila Mahler.  Þó er það tilfellið í kvöld, ég hef bara ekki náð (hmm eða á sunnudaginn, orkað) að taka upp hljóðfærið.  Feikitt till jú meik itt verður mottóið í kvöld.  Verst það er svo helvíti erfitt að feika þegar maður situr á fyrsta púlti…


bland í poka

teljari

  • 377.628 heimsóknir

dagatal

mars 2023
S M F V F F S
 1234
567891011
12131415161718
19202122232425
262728293031  

sagan endalausa