áhugamannabandsins í kvöld, haldið inni í Laugardal, í Lottóhúsinu. Fínn salur, akkúrat passlegur fyrir svona 40 manns.
Danskennsla, Diddúarrokur, afskaplega góð fiskisúpa (hafði haft miklar efasemdir, koníakslegin sjávarréttasúpa (hmm, hvernig getur annars súpa verið legin í einhverju) er yfirleitt ávísun á súpu með spírabragði, langflestir gera þau mistök að setja allt allt of mikið koníak í svona súpur), svo óhemju venjulegt steikarhlaðborð, ljómandi ágætt svo sem, en maður hefur fengið svona lamb, kartöflugratín, soðið grænmeti (gulrætur, brokkólí og blómkál) og sveppasósu (boðið upp á rauðvínssósu líka) ansi hreint oft. Reyndar kalkúnabringa ásamt lambinu, ekki alveg standard og ágætt en svo sem engin bragðupplifun heldur.
Súkkulaðikaka með ís, rjóma og jarðarberjum var hins vegar mjög góð. Þetta er reyndar mjög algengt hjá mér, yfirleitt fæ ég mér aðallega forrétti og eftirrétti á jólahlaðborðum, aðalréttirnir valda nánast alltaf vonbrigðum.
Allavega var þetta snilldar kvöld, gríðarskemmtilegur félagsskapur passlega langt til að maður fór heim á hápunkti, alveg eins og á að vera. Frábær grúppa.
Nýlegar athugasemdir