tja eða nýr? – sá sem við höfum horft samviskusamlega á síðustu ár fer kannski að verða pínulítið þreyttur. Hann er danskur og var fyrst sýndur 1991, seinni veturinn okkar í Danmörku. Þá gekk ég með frumburðinn og var örlítið byrjuð á sjónvarpsfælninni sem ég geng ennþá með. Horfði á einn þátt og fussaði og sveiaði, bóndinn hélt lengur út og þar sem við bjuggum bara í einu herbergi komst ég ekki hjá því að uppgötva að þetta var bara ansi hreint skemmtilegt, jafnvel þótt við horfðum á það í pínu oggulitlu gulu svarthvítu sjónvarpstæki sem leigusalar okkar höfðu lánað okkur.
Nú gæti ég fabúlerað um hvernig stendur á því að á meðgöngunni varð ég alveg húkkt á Lykkehjulet, nokkuð sem ég myndi ekki láta mig dreyma um að horfa á, menningarsnobbarinn ég! (tja, eða ekki)
Allavega kolféllum við fyrir The Julekalender og höfum horft á það síðan, fyrst á spólu sem við áttum, svo eyðilagði gamla vídjótækið hana, eignuðumst þetta svo á DVD fyrir nokkrum árum. Krakkarnir duttu í þetta líka.
En nú er semsagt kominn tími á eitthvað nýtt. Okkur var bent á jóladagatalið tveimur árum síðar, jámm glænýtt efni frá 1993!
Og við höfðum aldrei heyrt af því!
Því miður virðist ekki eiga að gefa þetta út í bili en þættirnir eru til á þérrörinu, reyndar í lélegri rippaðri vídeóútgáfu.
Hér er sá fyrsti:
Nýlegar athugasemdir