Archive for the 'þættir' Category

nýr julekalender

tja eða nýr? – sá sem við höfum horft samviskusamlega á síðustu ár fer kannski að verða pínulítið þreyttur. Hann er danskur og var fyrst sýndur 1991, seinni veturinn okkar í Danmörku. Þá gekk ég með frumburðinn og var örlítið byrjuð á sjónvarpsfælninni sem ég geng ennþá með. Horfði á einn þátt og fussaði og sveiaði, bóndinn hélt lengur út og þar sem við bjuggum bara í einu herbergi komst ég ekki hjá því að uppgötva að þetta var bara ansi hreint skemmtilegt, jafnvel þótt við horfðum á það í pínu oggulitlu gulu svarthvítu sjónvarpstæki sem leigusalar okkar höfðu lánað okkur.

Nú gæti ég fabúlerað um hvernig stendur á því að á meðgöngunni varð ég alveg húkkt á Lykkehjulet, nokkuð sem ég myndi ekki láta mig dreyma um að horfa á, menningarsnobbarinn ég! (tja, eða ekki)

Allavega kolféllum við fyrir The Julekalender og höfum horft á það síðan, fyrst á spólu sem við áttum, svo eyðilagði gamla vídjótækið hana, eignuðumst þetta svo á DVD fyrir nokkrum árum. Krakkarnir duttu í þetta líka.

En nú er semsagt kominn tími á eitthvað nýtt. Okkur var bent á jóladagatalið tveimur árum síðar, jámm glænýtt efni frá 1993!

Og við höfðum aldrei heyrt af því!

Því miður virðist ekki eiga að gefa þetta út í bili en þættirnir eru til á þérrörinu, reyndar í lélegri rippaðri vídeóútgáfu.

Hér er sá fyrsti:

búið að borga

fyrir misritunina í Dagblaðinu um daginn, þar sem mér hafði gengið svo ljómandi vel með Giannettu í Ástardrykknum. Nú í kvöld var Hallveig nefnilega til aðstoðar Völu Guðna í beinni á Degi rauða nefsins á Stöð 2. Ekki að hlutverkin séu sambærileg en ég hugsa nú að heldur fleiri hafi verið að horfa í kvöld en lásu dóminn um daginn.

Frábært hvað safnaðist mikið – ég er reyndar alveg steinhissa á því, þar sem það sem ég sá og heyrði af þættinum var alveg hroðalega leiðinlegt. Kynnarnir (ekki þau í salnum heldur þessir sem voru gjammandi allan tímann) voru alveg óhugnanlega þreytandi. Og það var ekki bara mér sem fannst það, krakkarnir voru að krepera yfir þessu líka. Örugglega fullt af flottum atriðum en það dugði ekki til, hér var slökkt á þættinum.

framtaksleysið

er stundum ótrúlegt hér á bæ, fjarstýringin á sjónvarpinu er til dæmis búin að vera ónýt í marga mánuði en aldrei höfum við drattast til að gera neitt í málinu. Reyndar horfi ég nánast ekkert á sjónvarp (hangi þeim mun meira á netinu reyndar) en bæði Freyja og pabbi hennar eru búin að vera að verða vitlaus á þessu. Ekki bara því að þurfa að standa upp, heldur eru stjórntækin á sjónvarpinu sjálfu mjög óþægileg að eiga við. Sjónvarpið er gamall Philips hlunkur og eiginlega eina sem er hægt með góðu móti að gera á því er að ýta fast á tvo stóra takka ofan á því til að skipta um stöð.

Allavega var splæst í nýtt stýri áðan og nú situr yngri unglingur alsæl og skiptir milli stöðva.

snilld

hef misst af þessu hjá þeim prúðu:

pistillinn

pínu vesen en hér kemur þetta (held ég). Hef haldið sama fram mjög lengi – reyndar vitað – en íþróttamafían og -mantran er sterk!

(hefði auðvitað getað vísað í allan þáttinn en ekki beint í pistilinn – þess vegna ræni ég þessu af vef ruv.is, vona það verði ekki illa séð)

annars heyrði ég

ansi hreint áhugaverðan pistil í úbartinu í morgun. Nei, hann kom kreppunni ekkert við. Er að sækja hann til að geta spilað – þoli ómögulega ruv.is viðmótið sem vill helst bara Internet Exploder, hann ræður alls ekki við Safari 4 til dæmis.

Hendi þessu mögulega bara hér inn á morgun ef mér tekst að vinna úr þessu passlegan bút. (kann ekki við að henda heilum útvarpsþætti á vefþjóninn).

prúðuleikaraatriðið

síðan um daginn minnir reyndar óneitanlega pínulítið á þetta hér:

snerfs

var búin að henda þessu inn á flettismettið en ekki hér.

Dýrka hljómaganginn sem er frá 57. sekúndu og rétt fram yfir mínútuna, endurtekinn í lokin, hún Mamiko mín greindi hann fyrir mig (ég er ekki sérlega góð í hljómgreiningu svona hratt…)

(já hann er btw Bb-Ab-Gm-F#-Bb6/4-F-Bb, eða í sætum I-bVII-vi-V#-I6/4-V-I)

prúðu leikararnir

horfðum að beiðni Finns á þátt af Muppet Show í kvöld, hef sjaldan séð betri þátt, (kannski fyrir utan alfyrsta þáttinn, sem var náttúrlega tóm snilld). Í þessum þætti kom Lena Horne í heimsókn, væntanlega númer 11 í fyrstu seríu Prúðuleikaranna. Atriðin hafa elst mjög misvel, sérstaklega eru sumir gestanna alveg út úr kú. Lena Horne er nú samt alltaf flott og ekkert hallærisleg.

Hélt helst að Finnur ætlaði að fara yfirum úr hlátri yfir sænska kokkinum…

silence

ég held ég sé orðin Battlestar Galacticasköðuð.

Jón Lárus og yngri krakkarnir (sú elsta er úti að unglingast) eru að horfa á einhverja mynd hér niðri, það er alltaf verið að segja ‘silence’ og ég heyri Cylons í hvert skipti.

hér er svona gamaldags Cylon – svo eru þeir til í nokkrum útgáfum sem eru alveg eins og fólk.

urgrmbllscrz!

Hvernig væri að Kópavogur myndi nú skila Ómarsbjöllunni og dómari myndi biðjast afsökunar á tveimur risa klúðrum? (skoða komment líka – eða fara aðeins dýpra í færslurnar mínar)!

(já, ég veit að það er ekkert einfalt að búa til spurningar og dæma – en þetta er bara samt ekki hlutur sem lið eiga að geta sætt sig við. Fyrst mótherjaliði gefið rétt fyrir sannanlega vitlaust svar – þeir nefndu borg sem var ekki rétta borgin, borg sem er til, bara í vitlausu landi – þrátt fyrir að nafnið hljómi líkt, það var samt ekki þessi borg, svo gefið vitlaust fyrir rétt svar, sem dómari vissi ekki að væri rétt líka. Minnir helst á Jónas R. Jónasson sem var með spurningakeppni fyrir nokkrum árum, spurði hvaða frægi maður hefði haft viðurnefnið ‘hinn mikli’. Sá sem spurður var hikstaði við, þar sem hann þekkti ansi marga, Alexander mikla og Pétur mikla til dæmis, en nei, það var sko vitlaust, Gatsby hinn mikli var hið eina rétta svar…)

dar es salaam hvað?

allt önnur borg í allt öðru landi. Hrmmm?

aaaaaáfram

Fljótsdalshérað!

wheee

Fljótsdalshérað hafði það – ekki á tunglum Plútós sem Þorbjörn hefði getað (ef ekki fyrir annað þá fyrir bolinn sem sést hér)

Nú er bara að rúlla upp leiðinlega Kóboggsliðinu!

hann Toggi Ljótihálfviti

með meiru, benti mér á ansi góða grein um svona snobb eins og ég var að tala um um daginn í sambandi við Harry Potter. Grein þar sem ekki síðri menningarviti en Nick Hornby skýtur niður svona sjálfskipaða hrokagikki. Góður.

Það er annars frekar hátt hlutfall Útsvarsfólks sem les síðuna mína, greinilega, ég fæ komment frá Gísla reglulega, held ég hafi örugglega fengið viðbrögð einhvern tímann hjá Páli Ásgeiri bróður hans, núna frá Togga og Pálma Óskars. Svo náttúrlega Þorbjörn bróðir og Gurrí, sem voru í liðum í fyrra. Einu sinni fékk ég líka komment frá keppanda úr Dalvíkurliðinu núna fyrir jól. Fleiri? Látið vita af ykkur 😉

syfjuð

í morgun, enda horfðum við á lokaþátt fyrstu seríu af Battlestar í gærkvöldi. Hann endaði að sjálfsögðu á cliffhanger, þannig að við neyddumst til að byrja á þeirri næstu. Fórum að sofa um hálftvö, svo þurfti að sjálfsögðu að vakna í morgun til að redda bollurjóma og fleiru.

Þannig að um tíuleytið var ég náttúrlega alveg að hrynja út. Ákvað að leggja mig aftur (lúxus, jámm). Nema hvað ekki svaf ég nú vel, mig dreymdi auðvitað að ég myndi gleyma að mæta í vinnuna, horrorímynd af 30 tónfræði- og tónheyrnarnemendum sem mættu í tímann og enginn kennari. Reyndi að ná í síðasta tímann, þar sem Freyja átti víst að vera en það var eins og að hlaupa í sírópi.

Þoli ekki svona drauma.

En Battlestar er ekkert að verða minna spennandi, neitt.

dúmm, dúmm, dúmdúm…

heyrist hér neðan úr sjónvarpsherbergi í bland við hláturhnegg yngri unglings og pabba hennar (að horfa á Despós). Ég potast í tölvuleik sem ég keypti mér, stráksi farinn að sofa og eldri unglingur að unglingast úti í bæ með vinunum.

Bara næs.

gekk vel

á tónleikunum. Þreytt núna, við fórum samt ekki út að borða með hljómsveitinni, vorum búin að ákveða að fá okkur Buffalo wings með krökkunum. Fann snilldaruppskrift að bæði vængjum og sósu á netinu, þræleinfalt og rosalega gott. Slær kannski ekki vængina á Vegamótum út, en þeir eru líka albestu bufflavængir sem ég hef fengið – fæ mér aldrei annað þar.

Einn þátt af Battlestar í kvöld og síðan snemma að sofa, held ég bara.

allir

í kvöld vildu gjarnan horfa á Útsvar, þegar það var nefnt var það fullseint. Horfum núna…

battlestar

gaah! þáttur 8

ferlega góðir þættir, annars…


bland í poka

teljari

  • 375.556 heimsóknir

dagatal

janúar 2023
S M F V F F S
1234567
891011121314
15161718192021
22232425262728
293031  

sagan endalausa