Ástralíutúr H&H dagur 10

Þrír dagar núna með semí fríi, var að spá hvort þetta yrði stutt blogg en eitthvað smá er nú í gangi samt.

Svaf vægast sagt ömurlega, adrenalínið var í toppi eftir tónleikana kvöldið áður, fór ekkert inn í rúm fyrr en um hálftvö, sofnaði eitthvað undir tvö – og vaknaði kortér yfir þrjú. Ekki dúr á auga fyrr en um sexleytið, svo dreymdi mig að ég vaknaði klukkan ellefu en neih, klukkan var 10 mín yfir sjö þegar ég kíkti á símann.

Frekar mygluð, sendi á Jo að við Hallveig (sem fór enn seinna að sofa en ég, það var enn ljós frammi þegar ég vaknaði ríflega þrjú) myndum ekki koma með henni á myndasýningu og drykki í hádeginu sem hún var annars búin að bjóða okkur að koma með á. Ekki fræðilegur.

Um ellefuleytið, við enn á náttfötunum, komu húseigendur, dásamlegt fólk og gestrisið, mæli með þessu airbnbi ef einhver á leið þarna hinu megin á hnöttinn. Það er meira að segja matur í boði sem við erum heldur betur búnar að nota okkur. Allavega, þau komu til að hreinsa koi pollinn. Þau eiga sko líka hús í Sydney og eru sirka jafn mikið hér og þar. Komu á þessum bíl:

hrikalega flottur Mazda sportbíll. Sóttu svo annan bíl sem var í bílskúrnum. Ég hrósaði bílnum við manninn og hann alveg: já þetta er midlife crisis bíllinn minn! Ég: Já ég á líka Mözdu en reyndar bara Mözdu 3. Hann. Já ég á líka þannig sko, nota hann þegar ég þarf að koma mörgum milli staða. Fínir bílar!

uuu ókei – hef ekki séð Mözdukrúttinu mínu lýst sem stórum bíl áður en hei, komast fleiri í hana en þennan, það er ljóst.

Fullt af liði alltaf að tagga mig í dag og hrósa tónleikunum (aðallega tónskáldasíðuna mína reyndar). Jo sendi þetta tvennt á mig:

(frá söngkennaranum hennar):

Richard Morphew:- Congratulations on a wonderful and successful concert. The music and performers were excellent, and what a “House” – more patrons than were at a piano recital given by Roger Woodward.
You must be pleased and over the moon, and I am proud of you, too.

(og frá vini):

Marguerite Rummery: It was a very moving exceptional performance from everyone. An amazing work. Thank you.

Ekkert þannig leiðinlegt skoh…

Náði að sofna í sirka klukkutíma síðdegis. Ætlaði svo út á pall en þá kom snarbrjálað þrumuveður og úrhelli svo það varð minna úr því.

Hallveig öööölskar þrumuveður! Tók vídeó af látunum.

Planaður hátíðakvöldverður í veitingahúsi rétt hjá tónleikastaðnum daginn áður. Rebecca fiðluleikari sótti okkur Hallveigu, við harðneituðum að keyra því við vildum sko geta fengið okkur vínglas til að skála og það er ekki í boði að keyra vitlausu megin á götunni þar sem fólk ratar ekki fullkomlega eftir eitt til tvö glös.

Komum á staðinn, þar var búið að taka frá borð og nokkur sest, óvenjulegt að það var sellóleikari að spila dinnertónlist. Frekar flott bara. Við Hallveig pöntuðum okkur sko kampavín! og heilan kjúkling og besta hallúmíost sem ég hef fengið, með hlynsírópi. Verðum að prófa. Fullt af skemmtilegu fólki, meðal annars langtíma facebookvinur, Margot McLaughlin kórstjóri sem ég hitti í svip á tónleikunum í gær en vissi að ætlaði að koma í kvöld líka.

Nema hvað. Haldið þið ekki að á borðinu bak við okkur hafi verið ALLUR KÓRINN HENNAR? og þær sungu fyrir mig Vókalísuna mína. Sem var ástæðan fyrir sellóleikaranum, hann var alls ekki ráðinn af staðnum í dinnermúsík, vókalísan er fyrir átta kvenraddir og eitt selló. Ég var svo gersamlega gapandi! Enduðu á afmælissöngnum fyrir mig, á íslensku, þrátt fyrir að ég eigi ekki afmæli fyrr en á þriðjudaginn.

Þarna á myndinni eru svo Jenny Eriksson og hennar maður, hún er einn forsprakka The Marais Project, sem spilaði nýju verkin mín í gær nema hún var nýbúin að brjóta á sér handlegginn, einhver mannfýla með hausinn niðri í símanum sínum labbaði beint fyrir hana á hjólastíg þar sem hún hjólaði í sakleysi sínu. Þau splæstu svo mat og víni í okkur Hallveigu, við þökkuðum bara kærlega fyrir okkur. Við erum að plotta að fá Marais til Íslands næsta eða þarnæsta sumar. Vinir sem standa fyrir hátíðum geta beðið spenntir eftir póstum frá okkur/þeim.

Rebecca hafði gleymt símanum sínum í græna herberginu á tónleikastað og Jo hafði tekið hann með. Ætlaði að kippa með í matinn en fann hann svo hvorki í töskunni sinni né bílnum. Frekar súrt, við vitum öll hvað er glatað að finna ekki símann sinn. Svo þegar við vorum komnar af stað til baka, bara rétt komnar í bílinn datt mér í hug að hringja í símann til að athuga hvort hann hringdi kannski í töskunni hennar Jo. Þá grípur bluetooth í bíl Rebekku og síminn hringir. Jo var þá í bílnum bara hinum megin við götuna og auðvitað var síminn í töskunni hennar, var bara svo lítill að hún fann hann ekki. Þetta var frekar fyndið.

Rebecca skutlaði okkur svo heim. Og ég ætla þokkalega að taka svebbntöbblu núna svo ég sofi ekki aftur bara 3 tíma!

0 Responses to “Ástralíutúr H&H dagur 10”  1. Færðu inn athugasemd

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s
bland í poka

teljari

  • 377.628 heimsóknir

dagatal

mars 2023
S M F V F F S
 1234
567891011
12131415161718
19202122232425
262728293031  

sagan endalausa


%d bloggurum líkar þetta: