Ástralíutúr H&H dagur 8

Ferðin hálfnuð. Það er eitthvað.

Hallveig átti alveg frí í dag, ég hefði verið til í það líka en eitt útvarpsviðtal skyldumæting í plöggið. Jo sótti mig (svaf aðeins of illa, tók sko ekki svebbntöbblu, kannski ekki alveg málið að taka slíkar alla ferðina). Frekar spes viðtal með gaur sem var sosum búinn að undirbúa sig smá en vissi voða lítið um hvað músíkin snýst og spilaði O mio babbino caro sem fyrra kynningarlag og seventís popp sem hið seinna. En hann var samt alveg mjög jákvæður og vona að kynningin skili mætingu á svæðið. Ég fékk pínu heimþrá að sjá bárujárnsþakið í glugganum í stúdíóinu:

ok sést reyndar ekki alveg nógu vel á myndinni en það var semsagt bárujárn á gamla móðinn þarna bak við. Jo og Rebecca Daniel á hinni myndinni, Rebecca er breskur fiðluleikari sem er búin að búa í áratugi hér í Bláfjöllum þeirra Ástrala og leiðir Kanimblakvartettinn sem spilar í uppsetningunni. Tengingar – hún er líka tónskáld og á tónleikunum verður flutt Blue Mountains svíta hennar fyrir strengjakvartett, lokakaflinn heitir Rain on a tin roof og eitt alfyrstu verka minna eftir að ég kem heim úr námi heitir Syngur sumarregn (á bárujárninu bratta er næsta lína textans sem er eftir ömmu okkar og ég gef Hallveigu í útskriftargjöf þegar ég er rétt lent heima úr námi).

Jo þurfti svo að fara í plöggdreifingu og ég ætlaði bara að taka leigara heim en Rebecca bauðst til að skutla mér þessa 15 km heim í hús. Vel þegið og mjög gaman að spjalla. Hún var í Royal Academy sem fiðlari á sínum tíma, væri skemmtilegt að vita hvort einhver vina minna man eftir henni. Við vorum alveg sammála um að aðal málið til að venja sig við í vinstrihandarakstri væri að smella á rúðuþurrkurnar í stað stefnuljósa. Það er semsagt eins í Bretlandi og heima þrátt fyrir að þar sé vinstri handar akstur eins og hér í Ástralíu. Magnað. Annars segjum við Hallveig alltaf „driving on the wrong side of the road“, örlítið til lókal pirrings en ef það er ekki right side of the road þá hlýtur það að vera wrong side, ekki satt? (never mænd left side).

Steinsofnaði heima, þrátt fyrir smá brunalykt. Alltaf smá vari á hér uppi í Bláfjöllum!

Ekkert. Ekkert prógramm restina af deginum sem var fáránlega vel þegið. Já nema smá tásur á pallinum með Koi pollinn í baksýn og smá freyðara á kantinum. Sorrí Ásgeir! og sorrí hvítulappir, ég held það vanti brúnkufrumur í fótleggina mína 😦

Koi gengið stóð samt fyrir sínu:

Gersamlega nauðsynlegur hvíldardagur, sólin reyndar ansi hreint heit á pallinum, Evy sólarvörnin sem ég hafði vit á að taka með að heiman var alveg að gera sig. Hvílíkur feginleiki í hvert sinn sem dró fyrir sól, alveg öfugt við heima. Við vorum svo báðar búnar að vera að hugsa, ó sólin fer að fara af pallinum! þegar hún var þá á leið í hina áttina og fullt fullt eftir! Drösluðum annarri viftunni út á pall, munaði hellingi, annars hefði þetta verið óbærilegt.

Blessuð sólin elskar allt, nema kannski snjakahvítu leggina mína! Kross putt að brenna ekki.

Pasta puttanesca í kvöldmat og svo snemma að sofa. Hlökkum til tónleikanna á morgun!

0 Responses to “Ástralíutúr H&H dagur 8”



  1. Færðu inn athugasemd

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s




bland í poka

teljari

  • 377.628 heimsóknir

dagatal

mars 2023
S M F V F F S
 1234
567891011
12131415161718
19202122232425
262728293031  

sagan endalausa


%d bloggurum líkar þetta: