Ekki get ég nú sagt að þessi dagur hafi byrjað gæfulega. Ég nefnilega, eftir að hafa sofnað í ágætum tíma undir miðnætti, vaknaði klukkan eitt og í skrifandi stundu klukkan hálffjögur ekki sofnuð enn. Líst á mig á morgun!
Nokkrum klukkustundum síðar. Þónokkrum. Snilldar dagur í Singapore þrátt fyrir þreytu og á stundum hellirigningu. Rusluðum okkur á fætur um hálftíu fyrir ágætis hótelmorgunmat, úttékk af hóteli og fengum að geyma töskur þar sem flugið var ekki fyrr en um kvöldið.
Það má ekki reykja á hótelinu en það er annað sem má ekki heldur í herbergjunum:

Kínabær áfram, mjög hlýtt en ekki sól, ótrúlega skemmtilegar göngugötur og allt öðruvísi en að kvöldinu. Lét gabba mig til að kaupa blævængi á 4$ stykkið og svo sáum við auðvitað nokkra staði þar sem svipaðir fengust fyrir einn og fimmtíu. Heimsku túristar!
Svona eiga skrifstofubyggingar að vera:

Hádegismatur og bjór með klökum – við vorum nærri búnar að brenna okkur á að kaupa tvo Tiger sem reyndust síðan vera 66 cl, rétt svo föttuðum og fengum einn og tvö glös. Það var klaki í bjórnum!

Einn ískaffi á röltinu, svo kom hellidemba sem varði í góða stund, sem betur fer er þak yfir flestum göngugötunum svo það slapp til. Leituðum í góða stund að leigubíl en fundum engan svo við fórum bara til baka á hótelið og báðum lobbíið panta fyrir okkur bíl. Leiðin lá í Gardens by the Bay sem Carlos hafði sagt að við mættum ekki missa af.
Það reyndist alveg hárrétt. Magnaðir garðar. Ég gæti þurft að draga Jón Lárus með mér þangað einhvern tímann, ef við eigum erindi á þessar lengdar- og breiddargráður. Ekki nokkur leið að velja myndir en hér koma samt nokkrar:



Leigubíll á hótelið til að sækja töskurnar og svo beint út á flugvöll. Splæstum okkur í lounge, sem er gersamlega dásamlegt og svo mikið þess virði, samt er Changi flugvöllur ekkert brjálaður úr stressi neitt, hef vitað verra. En það er samt bara svo ótrúlega gott að geta bara sest í algjöru ró og næði, sérstaklega þegar um svona langt ferðalag er að ræða.
Svo var bara lagt upp í lokaflugið á leiðinni austurúr. Quantas vél, okkur tókst að koma okkur ljómandi vel fyrir – í röðinni fyrir aftan þá sem við áttum að vera og eitthvað stelpugrey: hurðuuuu? En gekk samt fínt inn í nóttina.
0 Responses to “Ástralíutúr H&H dagur 3”