Dublin Lá a ceathair

Bara stefnt á rölt í bænum þennan dag. Um tíuleytið fórum við út, bættum á strætókortið í lókal búðinni, heilsuðum upp á mávaungann sem var alltaf á vappi þar fyrir framan:

Strætó í bæinn. Byrjuðum á Trinity College. Þar er til húsa hin fræga Book of Kell. Engir miðar lausir fyrr en þrem tímum síðar. Hentaði eiginlega ekki plani. Ákváðum að hinkra með þá heimsókn þar til daginn eftir og panta þá tíma.

Pizza í hádegismat. Ljómandi bara. The Well, mjög góðar pizzur og spænskur bjór, Sál Madridborgar held ég hann hafi heitað. 

Stímdum þá á annað safn, Chester Beatty, bandaríkjamaður sem bjó á Írlandi og var með Austurlandadellu á háu stigi. Svakalega flott safn en ég gat ekki skoðað það allt, fæ svo svakalegt visory overload. Meikaði tvö herbergi, eitt stórt og eitt minna. Settist svo fram og sofnaði næstum því meðan Jón skoðaði restina af safninu. 

Duttum inn í eina verslunarmiðstöð, Dunnes, ótrúlega flott bygging. Jón fann tvo flotta boli, svo það var afgreitt. Sáum líka jakka handa Finni en keyptum ekki þann daginn, betra að bera það undir hann. 

Kíktum á ísstað með besta ís Dublinar, skv ferðabókinni sem við vorum með. Mjög fínn og léttur ís, keyptum okkur samt bæði eina kúlu af coffee bean ís og það var eiginlega of mikið af kaffibaunum, þegar ísinn var runninn niður í hverjum bita var enn slatti eftir af kaffibaunum til að tyggja. Ég steinhætti að vera syfjuð og varð hrædd um að geta svo ekkert sofnað um kvöldið! Hin ískúlan, honeysuckle og karamellu var hins vegar frábær og líka súkkulaði-viskíkúlan sem Jón fékk, ekki frá því að hún hafi verið best. Reyndist eina viskíið sem var innbyrt í ferðinni, Jón hræðist að vera rekinn úr viskíklúbbnum!

Bæði alveg búin á því eftir eiginlega ekkert, ok ekki mikla dagskrá. Sammála um að fara bara upp á hótel. Sem betur fer var hótelherbergið stórt og huggulegt, maður hugsar alltaf, æ það gerir ekkert til hvernig hótelið er, erum ekkert í útlöndum til að hanga þar en svo er alltaf einhver tími eins og þessi, orðin dauðþreytt og meika ekki meiri þvæling og þá er bara best að koma sér á hótelið og slaka á. Sem er ekki gaman ef það er ósnyrtilegt og leiðinlegt.

Jón tók þarna allt í einu eftir því að það voru ekki bara hlussuinnstungurnar heldur voru usb tenglar á boxinu. Jahá. Hættum semsagt að þurfa að púsla hleðslu. 

Matur á hinu hótelveitingahúsinu, sama og við fórum í kokkteila kvöldið áður. Ljómandi fínt bara, sérstaklega borgarinn hans Jóns með kóreskum kjúklingi. Spes samt að á báðum þessum hótelveitingahúsum voru sjónvarpsskjáir með íþróttum í beinni (án hljóðs samt). Og ekki nokkur leið, allavega á þessu, að finna sæti þar sem ekki var skjár að taka athygli. Allt í lagi að hafa svona á öðrum staðnum en báðum!!! Líka pínu fyndið að Jón rak augun í kassa með Midleton viskíi, einu flottasta írska viskíinu og spurði strákinn á barnum hvað sjúss af því myndi kosta. Strákurinn hikstaði og kannaðist ekkert við þetta viskí, Jón benti á kassann og hann, jaaááá, sko það er engin flaska í kassanum, þetta er bara til sýnis! Eiginlega mjög fyndið, en reyndar hefði verið ótrúlegt að í þessum úthverfahótelbar væri þetta viskí yfirleitt til. 

Upp í herbergi, ég steinsofnaði von bráðar  (um tíuleytið) þrátt fyrir kaffibaunirnar. 

0 Responses to “Dublin Lá a ceathair”  1. Færðu inn athugasemd

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s
bland í poka

teljari

  • 375.416 heimsóknir

dagatal

júlí 2022
S M F V F F S
 12
3456789
10111213141516
17181920212223
24252627282930
31  

sagan endalausa


%d bloggurum líkar þetta: