Þá var bara að kveðja kórgengið, flest hrúguðust inn í rútu til München en nokkur voru á leið sitt í hverja áttina. Þar á meðal við.
Sat niðri í morgunmat og spjallaði við fólkið þar til tími var kominn að veifa heimförum bless og óska góðrar ferðar.
Þá bara sturta, hrúga farangri niður í töskurnar, tékka okkur út af hótelinu, taka bíl út á Salzburgerflugvöll þar sem við höfðum pantað bílaleigubíl. Gekk allt að óskum, slyngur sölumaður á bílaleigunni freistaði okkar með uppfærslu á bíl og tryggingum og þannig löguðu og við féllum fyrir því öllu með glans. Geggjaður Audi a6 skutbíll ekki alveg eins glænýr og Volvóinn sem við höfðum verið á tveim árum fyrr í DK en samt ekki keyrður nema um 7000 km.
Lagt íann:
ferðafélagarnir og kagginn. Ekki sem verst. Hreint ekki sem verst!
Eitt pit stop og þá komum við til Zell am See. Byrjuðum á skrifstofunni til að fá lykla að Chalet over the Lake, villunni sem við höfðum leigt. Já eða skíðakofanum, eða einhvers staðar þar á milli.
Hentum af okkur dóti upp í hús og skutumst niður í miðbæ Zell til að fá okkur að borða. Pizzustaður einn ágætur og þessi kom í heimsókn á borðið:
Líka farið í búð til að kaupa nöktustu nauðsynjavörur, hvítt, rautt, freyði og já einhvern smá morgunmat!
Aftur upp í hús. Það reyndist ljómandi. Tandurhreint og fínt og allt inni var alveg eins og á myndunum. Útiborðið og bekkirnir voru hins vegar orðin svolítið meðtekin.
Þar fundu gaurarnir verkefni ferðarinnar:
Sést kannski ekki en það er semsagt verið að hreinsa borðið með skel af pistasíu! Það var mjög mikill munur á borðinu eftir vikuna…
En útsýnið! Útsýnið maður minn og man!
Er leið að kvöldi fórum við síðan í einn fjölmargra göngutúra niður í miðbæ Zell. Þetta skiptið á stíg upp í fjallshlíð.
Útsýnið ekki af lakara taginu af stígnum heldur:
flottur klettaveggur:
og þessi litli félagi elti okkur smáspöl:
Vikan lofaði heldur betur góðu!
Nýlegar athugasemdir