Sarpur fyrir 4. júlí, 2019

Salzburg, Tag drei

Þennan dag fór aðeins að draga til tíðinda í keppninni. Samt ekkert voðalega hratt.

Morgunninn frjáls. Sum fóru í Arnarhreiðrið, fjögurra tíma ferð en við vorum ekki á því og fórum frekar í göngutúr um Salzburg með uppáhalds fararstjórunum okkar, þeim Óla og Sólrúnu. Sem mega reyndar alls ekki kalla sig fararstjóra í Salzburg, það þarf próf og leyfi og læti en það má nú rölta með hóp af vinum sínum um borgina og sýna skemmtilega og merkilega staði og það er nú ekki eins og við höfum borgað þeim fyrir!

d 3 gædar við tóbaksbúð

Það þarf auðvitað að segja frá tóbaksbúðunum og klámbúllunum! (ok þarna var líka hægt að kaupa strætómiða)

d 3 gædar í garði

og svo sýna Mirabell garðinn fagra.

Þetta gæti mögulega verið flottasta Makk Dé merki sem ég hef séð!

d 3 mc d merki

Salzborgarbúum er nefnilega ekkert sama um ásýnd borgarinnar og stóra ljóta gula merkið fékk ekki að hanga yfir götuna. Það sást reyndar í glugganum samt en ég tók ekki mynd af því.

Salzburg á sína ástarbrú svipað og París:

d 3 lásabrú

magnað að sjá í fjarlægð, það er eins og brúin sé með glimmeri!

Nújæja. Kóræfing! Það var ekki búið að úthluta okkur æfingarhúsnæði svo við mættum bara á keppnissvæðið. Mozarteum Grosser Saal, fordyri. Þar var smá aðstaða fyrir keppnishaldara og við fengum að vita að við gætum æft í litlum sal sem var í næstu (þó sambyggðu) byggingu.

d 3 merki.jpg

Litli salurinn, svart leikhúsrými og alveg hrottalega heitt! Vatnsbirgðirnar voru fljótar að klárast hjá fólki. Æfðum þarna í ríflega tvo tíma, ég var búin að biðja Kára kórstjóra um að þreyta ekki fólkið um of. Ef við kynnum ekki verkin þá þegar myndi það ekki gerast á þessari æfingu, degi fyrir keppni. Veðurspáin hljóðaði upp á hellirigningu og það var búið að aflýsa skrúðgöngu kóranna sem hafði verið á dagskrá klukkan hálfsex.

Jón Lárus, sem hafði harðneitað að hanga yfir okkur á æfingunni (skrítið!) mætti á svæðið rétt fyrir æfingarlok og hópurinn minn góði fór að finna sér eitthvað að borða og smá að drekka (það sko var að skella á áfengisbann fram að keppni daginn eftir). Enduðum á frönsku bistrói í göngugötunni. Og jújú, hellirigningin mætti á svæðið!

 

Sátum hana af okkur. Ég hafði svo verið beðin um að fara með Kára á móttöku fyrir kórstjóra og einn aðstandanda hvers kórs svo ég stakk þau hin af, þau fóru upp á hótel að skipta um föt fyrir upphafstónleika kvöldsins en ég rölti af stað með google maps til hliðsjónar, aftur niður í Mozarteum. Þóttist rata en þá hitti ég bara á skólann sem er ekki alveg á sama stað, þar var ekkert hægt að fara í gegn, ég var síðan alls ekki búin að óríentera mig nógsamlega á Grosser Saal staðsetningunni og síminn hjálpaði bara afskaplega lítið, sérstaklega þar sem ég gekk eftir þröngum götum þar sem gps merkið var mjög takmarkað. Vildi mér til happs að ég mætti ungri konu með fiðlukassa á bakinu og gat spurt hana hvort ég væri á réttri leið í Grosser Saal. Hún alveg uuuu neiiiiin! og lóðsaði mig á svæðið. Kom kófsveitt í blautum fötum og með blautt hárið á móttökuna þar sem öll hin voru auðvitað í sínu fínasta, norsku konurnar í bunad og hvað veit ég? En það gerði svo sem lítið til. Við Kári gátum spjallað heilmikið við aðstandendur keppninnar og einhverja af dómurunum.

Kórinn mætti til baka á svæðið (í leigubílum, urr! ekki að ég skildi það ekki mjög vel samt). Upphafstónleikar. Þarna vorum við bara áheyrendur. Salurinn geggjaður!

d 3 mozarteum

Fínir kórar! Það voru bara góðir kórar í keppninni, allavega heyrðum við enga lélega. Bara betra, það er lítið varið í að monta sig af góðu gengi þegar keppt er við hópa af lægra kaliberi.

Heim á hótel, laumuðumst í einn drykk uppi á herbergi (uss, ekki segja Kára!) og svo sofa. Mikill dagur í aðsigi.


bland í poka

teljari

  • 375.416 heimsóknir

dagatal

júlí 2019
S M F V F F S
 123456
78910111213
14151617181920
21222324252627
28293031  

sagan endalausa