Barcelona primer dia

Suzukiskólaheimsóknarferð til Barcelona. Undirrituð hefur aldrei farið til Spánar fyrr og það er gaman að byrja heimsóknina í Katalóníu.

Freyja skutlaði á völlinn þessi elska. Flugið ekki fyrr en klukkan níu svo það má kalla það þægilegt morgunflug án gæsalappa. Vöknuðum upp úr hálfsex sem er alveg þolanlegt. Reykjanesið skartaði sínu allra fegursta, heiður himinn og blankalogn á leiðinni.

Endurnýjaði símann minn í Elko. Minn var orðinn allavega 5 ef ekki 6 ára og orðinn ansi hreint leiðinlegur svo einn kassi með æfón XR lenti ofan í tösku.

Maginn á mér var eitthvað að ybba sig svo matarlystin var lítil. Hafði mig þó í að fá mér freyðivín og eggjaköku á Nord (já það hjálpaði).  Ég fékk mjög asnalegt glas með freyðaranum! Engin almennileg hrein til:
IMG_1091

Diljá kom og settist hjá okkur, hafði ekki fundið hópinn og var fegin að sjá okkur. Við sátum í rólegheitunum smástund eftir að Go to Gate merkið var komið, aldrei þessu vant, venjulega erum við með þeim fyrstu til að rjúka upp og út að hliði en ákváðum að taka Hallveigu systur á þetta, hún er mun afslappaðri en við, og þurfa ekki að standa upp á endann í hálftíma við hliðið eins og venjulega. Þau hin voru samt orðin óróleg og sendu sms bæði á mig og Diljá. En auðvitað var þetta samt bara mjög fínt, við enduðum á að labba bara aftarlega í röðina og nánast beint út í vél.

Steinsofnaði í fluginu. Ótrúlega vel þegið. Svaf samt ekkert alla leiðina, tók alveg smá tíma í að æfa texta fyrir Salzburgerkeppnina hjá Dómkórnum í júní (já það verður bloggað um þá ferð líka)

IMG_1096

Barcelona tók vel á móti okkur líka, sól og 22° hiti. Gersamlega ídeal! Tekið á móti hópnum á flugvellinum og við teymd í rútu sem keyrði okkur á hótelið.

Lítið mál að skrá okkur inn, við Jón Lárus lentum í herbergi á allra efstu hæð, áttundu hæð sem er í raun sú tíunda, ekki nóg með að Katalóníubúar kunni ekki að telja og byrji á núlltu hæð heldur bæta þau við hæð E áður en þau byrja á einum! (ok það er alveg ágætis röksemdafærsla til fyrir að hafa jarðhæð númer núll en þessi E er ekki að gera sig!)

Upp á herbergi, koma okkur örlítið fyrir og svo út. Vorum snyrtilega veidd af flinkum veiðara inn á veitingahús beint fyrir utan, sem reyndist svo vera samtengt hótelinu og keyra þar morgunmatinn. Ljómandi bjór, ólífur, patatas bravas og kjúklingavængir. Vildum ekki borða mikið því Fífa var búin að panta fyrir okkur borð á uppáhalds tapasstaðnum sínum um kvöldið.

Já því auðvitað er Fífan mín í Barcelona!

Hún mætti síðan upp á hótel og dró okkur upp að Diagonal stræti (hver vill veðja að Joanne Rowling þekki til í Barcelona og hafi fengið hugmyndina að Diagon Alley þar?)

Tapasstaðurinn snilld. Við skildum takmarkað í matseðlinum svo við báðum bara Fífu panta fyrir okkur uppáhalds matinn sinn. Hún veit okkar smekk. Ólífur fylltar með ansjósum, mismunandi tapas brauðsneiðar, eggaldin, sveppir, hinn og þessi ostur kann ekki að nefna þetta allt saman og sleppti matarmyndunum í þetta sinn en gott var þetta allt saman.

Skemmtilegt að þarna var vín í tunnum og fólk getur komið með flöskur og fengið áfyllingu. Á myndina vantar tunnuna næst til vinstri sem á stendur Priorat sem er uppáhalds héraðið okkar:

IMG_1098

Nei ég er samt ekki að tala fyrir að slíkt verði tekið upp heima!

Hundþreytt tókum við lestina aftur upp á hótel, kvöddum Fífu sem fór heim til sín, hún myndi hitta pabba sinn daginn eftir á meðan ég væri pikkföst í starfsdegi með Suz kennurunum mínum yndislegu!

0 Responses to “Barcelona primer dia”  1. Færðu inn athugasemd

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s
bland í poka

teljari

  • 374.140 heimsóknir

dagatal

júní 2019
S M F V F F S
 1
2345678
9101112131415
16171819202122
23242526272829
30  

sagan endalausa


%d bloggurum líkar þetta: