París Dóm ferð premier jour

Jæja enn eitt ferðabloggið. Nú stefndi Dómkórinn elskulegur í tónleikaferð til Parísar.  Freyja skutlaði foreldrunum í þægilega morgunflugið út á völl gegn því að hafa bílinn meðan við værum í burtu. Þar var bara semímikið kaos, hef séð það verra. Allavega vorum við eldsnögg gegn um baggage drop og öryggistékk. Segafredo fékk að vera í friði, urðum fyrir vonbrigðum þar síðast með óupphitað skinkuhorn í pappírspoka og kaffi/heitt súkkulaði í pappamálum í stað almennilegra bolla. Fyrir valinu varð kaffi og risastór laxasmörrebröd á Nord. Dýrt en alveg ágætt og mjög vel útilátið. Ýmsir kórfélagar tylltu sér hjá okkur og fólk flutti sig svolítið milli sæta, strax byrjað að hrista saman hópinn. Besta mál.  Flug gekk vel, lagt af stað kortéri of seint en samt lent á réttum tíma. Captain Kangaroo var ekki við stýrið svo lendingin var fín. Allir flýttu sér út úr vél og inn í flugstöð til að hafa tíma til að bíða eftir töskum hjá færibandinu. Allur farangur skilaði sér. Út fórum við, enda Orlyflugvöllur ekki staður til að hanga á lengur en þörf er á. Frekar en svo sem flestir flugvellir.

Þurftum að bíða góða stund eftir rútunni sem átti að fara með okkur á hótel, Anna Þóra kórformaður var heillengi í símanum að finna út úr því hvað ylli. Hún reyndist standa og bíða eftir okkur á rammvitlausum stað. Sendi skilaboð til Kristínar Parísardömu sem ætlaði með okkur í göngutúr um Pére Lachaise kirkjugarðinn. Loks kom rútan. Ágætis bíll með loftkælingu (eins gott) sem tók okkur öll (líka eins gott) en farangursplássið var fáránlega lítið, fullt af fólki þurfti að taka töskurnar sínar inn í bílinn. Mjög spes að gera ekki ráð fyrir farangri fyrir alla sem rútan tekur!

IMG_0311

Hótelið reyndist á frekar óspennandi stað, hverfið reyndar í vexti en akkúrat þetta horn á því ekki komið í uppsveifluna. Við höfum svo sem verið á betra hóteli, samt hreint og snyrtilegt. Glatað reyndar að það enginn bar á hótelinu, það er eiginlega svolítið mikilvægt í svona ferðum að geta hist á hótelbarnum á kvöldin. En hótelið var á góðu verði svo það varð bara að afsakast.

Gáfum okkur ríflega klukkutíma til að fá okkur eitthvað smá í svanginn. Við nokkur fundum þokkalegasta veitingastað ekki langt frá hóteli. Pizzur (alltílæ) og salöt (góð). Pelforth brune í geggjuðum glösum. Sá eftir því að hafa ekki sníkt/keypt glas. (nei ég ræni ekki glösum!). Kannski spurning um að fara þangað aftur í ferðinni og bæta úr því.

Til baka á hótelið. Það var nánast heiðskírt og vel hlýtt. Þessu hafði ekki verið spáð! Ég hafði þess vegna ekki tekið með mér sólarvörn. Lapsus maggioris. Kristbjörg kórfélagi reddaði málinu svo sólarexemsjúklingurinn slyppi við roða og kláða.

Parísardaman mætti á svæðið og leiddi okkur að Pére Lachaise. Þar fundum við hin og þessi leiði tónlistarfólks, Chopin og Morrison og Rossini og svo var Heyr himnasmiður sunginn í gegn við gröf Poulencs.

Allt í einu vindur sér að okkur vörður. Þá var klukkan alveg að verða sex og kirkjugarðurinn er bara opinn til klukkan sex! Öfugt við eiginlega alla garðana í París sem loka við myrkur. Við vorum semsagt rekin út úr garðinum. Við vorum þegar þarna var komið sögu öll orðin bæði þyrst og þreytt. Kristín hafði ætlað að fara með okkur áfram í lengri göngu um Bellevillehverfið og segja betur frá hinu og þessu en svo var enginn í stuði til þess, fólk langaði bara að setjast og fá sér bjór eða vínglas.

Dreifðum okkur á nokkur veitingahús á sama horninu, svo var meiningin að fara upp í Montmartre, þau sem vildu. Við höfðum margkomið þangað svo við nenntum ómögulega. Sátum eftir ein 6-7 manns.

Við Kristín:

IMG_0319

Hin skildu ekkert í rólegheitunum í okkur, stóðu og biðu þar til einni hugkvæmdist að koma til baka og spyrja hvað tefði. Höfðu semsagt ekkert áttað sig á að við ætluðum ekki með uppeftir.

Þessum var heitt:

IMG_0316

Við sem eftir vorum röltum okkur í rólegheitunum til baka, fundum snilldarveitingahús á tískugötu og sátum þar lengi vel, í lokin partí og hlátursköst vel fram eftir í einu herberginu.

Eins gott að einn af ókostum hótelsins var ekki hljóðeinangrunin milli herbergja…

13818 skref troðin þennan daginn. Ekki slæmt.

0 Responses to “París Dóm ferð premier jour”  1. Færðu inn athugasemd

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s
bland í poka

teljari

  • 373.797 heimsóknir

dagatal

júní 2018
S M F V F F S
 12
3456789
10111213141516
17181920212223
24252627282930

sagan endalausa


%d bloggurum líkar þetta: