Berlin Tag #3. Große Brunch

Sunnudagur runninn upp. Talað um kosningaúrslit yfir morgunmatnum. Ég held annars ekki að ég eigi almennt að fara til Berlínar, síðast þegar ég var hér (mitt fyrsta skipti í Berlín) var seint í september 2008.

Bæði hné og fingur voru til friðs. Ákvað samt að taka ekki plástrana af fyrr en heima. Tómt vesen ef ég þyrfti eitthvað að leita mér hjálpar, þó ég hefði reyndar ekki gleymt evrópska sjúkrakortinu mínu heima eins og ég annars hafði óttast.

Eftir morgunmatinn fór ég í langan göngutúr austur frá hótelinu. Leiðsögumaðurinn daginn áður hafði bent okkur á að ef við vildum sjá dæmigerðan austurþýskan arkitektúr ættum við að ganga eftir breiðgötu beint í austur. Væflaðist aðeins smá króka, hálftíma-þrjú kortér eða svo og rölti síðan af stað eftir breiðgötunni. Tók þessa mynd af laufteppi:

img_2825

og tyllti mér á bekkinn sem sést á myndinni smástund. Koma þá ekki Tryggvi og Ibba og höfðu fengið alveg sömu göngutúrahugmyndina. Slóst í för með þeim og við gengum áfram í austurátt.

Listaverkin á veggjunum dæmigerð austantjaldsverk, öll af hamingjusömu fólki, duglegu að vinna vinnuna sína. Mér finnst svo gott þegar saga fær að halda sér, það væri svo mikil synd að eyðileggja þetta. Fyrir utan nú að þetta er alveg bráðfallegt.

Snerum heim eftir íbúðargötu við hliðina á breiðgötunni. Þau fóru upp að skipta í fínu fötin, voru á leið í óperuna eftir sameiginlegan brönsj sem deildirnar buðu upp á. Ég fór og keypti lestarmiða því ég hélt við ætluðum í lestinni á veitingahúsið. Reyndumst svo taka leigubíl.

Deildi slíkum með tveimur til. Við vorum nokkrum mínútum of snemma á veitingastaðnum sem var alveg stappfullur. Veitingafólkið hafði sagt okkur að koma klukkan tvö því þá væri laust en það reyndist semsagt ekki vera. Þurftum að bíða góða stund þar til við öll 28 vorum komin í sæti.

Þarna var risastór ansi flott ljósakróna þó lýsingin frá henni væri kannski ekki á pari við stærðina:

img_2833

Skildum síðan vel að staðurinn væri vinsæll. Ótrúlega flott hlaðborð:

þarna yfir desertinum má sjá hana Þorbjörgu mína sem býr í Berlín núna fram til áramóta og er sárt saknað bæði af vinnustað og úr kórnum!

Sátum góða stund yfir þessu, enda ekki hægt annað. Tókst samt að borða ekki yfir mig, ég veit ekki alveg hvernig ég fór að því. Grænmetið sumt gæti hafa verið það besta sem ég hef fengið. Lítið kjöt en fullt af alls konar grænmeti og ávöxtum.

Tók lestina heim á hótel ásamt Þórunni Sigurðar og upp á herbergi smástund. Eða átti að vera smástund allavega. Varð svo syfjuð um fimmleytið að ég lagði mig og vaknaði ekki fyrr en hálfátta.

Dreif mig út í annan göngutúr, úr því ég var svona voðalega ódugleg að kaupa miða á listviðburði var þó allavega málið að kynnast borginni. Unter den Linden í myrkri er ekkert leiðinleg sko! Jólaskraut farið að birtast í nokkrum verslunargluggum og allt upplýst þó allt sé lokað á sunnudögum.

Currywurst í kvöldmatinn, ekki alveg á pari við hádegið en ekkert svo slæmt samt. Ég hef aldrei smakkað currywurst áður og þetta var ekkert sem verstur skyndibiti.

Upp og skrifa færslu. Niður á bar að bíða eftir Parsifalförum og fleirum. Setið fram til hálfeitt við spjall. Ekki verst.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s
bland í poka

teljari

  • 373.752 heimsóknir

dagatal

október 2016
S M F V F F S
 1
2345678
9101112131415
16171819202122
23242526272829
3031  

sagan endalausa


%d bloggurum líkar þetta: