Berlin tag #2. Ausschlafen und spazieren

Steinsofnaði strax eftir birtingu á pósti gærdagsins! Klukkan hefur verið um hálfníu. Vaknaði um fjögurleytið, sofnaði aftur, rumsk klukkan sjö og svo ekki fyrr en hálftíu. Þrettán tíma svefn gerið svo vel! Minnti mig helst á þegar ég svaf yfir mig í Ítalíuferð Hljómeykis í fyrra og fólk hélt helst að ég lægi fárveik uppi á herbergi.

Ljómandi morgunmatur á hótelinu, upp í sturtu, smá net, (aðrar 10 evrur fyrir daginn, alveg hefði ég ekki pantað þetta hótel sjálf. Frítt net er eitt það fyrsta sem ég skoða þegar ég panta mér hótel).

Útsýnið af 29. hæð:

img_2789

Smá innkaupaleiðangur. Bara smá samt, þeas keypti ekki mikið en glápti þeim mun meira.

Vonda Evrópusamband með hættulega sýkta mat!

Svo var stefnan tekin á langan göngutúr með Váleiðsögumanni. Arkað af stað frá hótelinu. Sá þessa klukku:

img_2790

stoppaði og smellti af henni myndinni hér fyrir ofan, hálfhljóp svo af stað að ná hinum og datt í götuna. Beint á vinstra hnéð sem ég meiddi mig á fyrir nokkrum vikum. Urr. Hélt samt smá áfram, haltrandi en þegar ég fann að það vessaði einhver vökvi gegn um buxurnar mínar gafst ég upp, sagði skilið við hópinn og fór frekar í apótek. Þar var ekki til neinn silfurplástur (urr aftur), annað og stærra apótek, þar fékk ég allavega sótthreinsandi sprey og box af plástrum. Upp á hótel í viðgerðarleiðangur. Plástrarnir reyndust litlir og asnalegir, litu sannarlega ekki þannig út á myndinni en ég átti einn silfurplástur í töskunni og splæsti honum á hnéð. (Hafði ætlað hann á puttann á mér sem er enn lengri og leiðinlegri saga, þessi er alveg nógu leiðinleg).

Var hins vegar svo súr yfir að hafa misst af hinum að ég hringdi í meistara Tryggva og fékk hann til að spyrja að því hvort ég gæti farið í lest og náð hópnum einhvern veginn. Leiðsögumaðurinn vildi meina að það væri best að labba af stað og hitta okkur því það styttist í að þau nálguðust hótelið aftur.

Á Safnaeyju hringdi ég aftur og þá voru þau einmitt að koma þangað þannig að þetta náðist nú saman.

Bráðskemmtilegur túr það sem eftir var af honum, enduðum á heilmikilli sögu gyðinga í Berlín, hetjusögum og sorgarsögum og listaverkum til minningar um helförina.

Hótel. Planaður hittingur klukkan átta, hitti fleiri og rölt á eitt ítalskt veitingahús, ekkert pláss, ókí, næsta, pláss til hálftíu. Klukkutíma höfðum við til að panta og borða. Tróðumst fimm við fjögurra manna borð. Bara fínt samt.

Pantaði mér kálfshjarta á spínatbeði. Var verulega voguðust af okkur, hin pöntuðu sér rísottó með trufflum, ravioli með spínati og ricotta lasagna. Allt mjög gott, ég hefði samt ekki viljað skipta við neinn hinna. Hjartað var fáránlega gott, ég yrði ekki hissa þó það hefði verið marinerað í marsalavíni.

Hentum okkur sjálfum út ríflega klukkutíma síðar. Sáum ekki að fólkið sem átti borðið okkar pantað klukkan hálftíu væri mætt á svæðið þannig að við vorum í ágætis málum. Hótelið var næsti viðkomustaður, þar hittum við par úr hópnum og ekki vorum við fyrr sest en fleira fólk streymdi að. Skelltum saman nokkrum borðum og sátum lengi fram eftir, yfir drykkjum og fyrstu tölum þegar þær loksins sýndu sig.

Ekkert viss um að ég vilji neitt fara að tjá mig um kosningaúrslitin. En kokkteillinn var góður!

Auglýsingar

0 Responses to “Berlin tag #2. Ausschlafen und spazieren”  1. Færðu inn athugasemd

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s
bland í poka

teljari

  • 366,768 heimsóknir

dagatal

október 2016
S M F V F F S
« Ágú   Nóv »
 1
2345678
9101112131415
16171819202122
23242526272829
3031  

sagan endalausa

Auglýsingar

%d bloggurum líkar þetta: