Berlín Tag #1 Dort und Wein

Jæja ferðablogg. Alveg nauðsynlegt, er það ekki annars? Það finnst mér skoh!

Kennaragengið úr Tónlistardeild Listaháskólans ásamt dittó frá Sviðslistadeildinni var búið að plotta mikið eftir beðna (er hægt að segja svona?) útlandaferð. Margbúin að fara með Suzukiliðinu, heldur sjaldnar með Hafnarfirði en LHÍ gengið var bara alls ekki búið að fara neitt.

Flugið var á algerlega óguðlegum tíma, flogið klukkan 06.10. Mæting klukkan 02.50 fyrir Engeyjarr- nei fyrirgefið Kynnisferðarútuna. Ég var búin að ákveða að fara í bælið klukkan tíu og athuga hvort ég næði að sofna og gæti þannig náð svona ríflega fjögurra tíma svefni en nei, hringir þá ekki kórstjóri í öngum sínum og sárvantar sópran í eldsnögga upptöku klukkan tíu. Bóngóða ég gat ekki sagt nei þegar maðurinn bar sig svona illa en fékk loforð um að þetta yrði búið hálfellefu, ég ætlaði þá bara að labba út. Tókst næstum því, ég var allavega komin aftur heim fyrir ellefu og fór að sofa.

Síminn pípti á mig klukkan 02.25, nesti og Jón Lárus skutlaði mér niður á BSÍ. Hitti þar nokkra mismyglaða ferðafélaga, þrjár stappfullar rútur út á völl. Gekk hnökralaust að skrá töskurnar inn og aldrei þessu vant engin röð í öryggistékki.

Venjulegi pakkinn í Leifsstöð, fékk mér ekki freyðivín í morgunmat þó kórstjórinn kvöldið áður segði að ég ætti sannarlega fyrir því. Reddast í Berlín! Rauðvínsflaska í fríhöfninni til að eiga uppi á herbergi. Keypti mér in-ear Sennheiser heyrnartól því ég gleymdi mínum risastóru heima.

Vélin af stað örlítið á eftir áætlun en það gerði ekkert til því það var þvílíkur meðvindur að við græddum það allt til baka. Steinsvaf mest af leiðinni. Berlín Schönefeld, lítill og krúttlegur völlur 40 mín frá miðborginni, (búið að leggja niður Tempelhof í miðborginni og Berlín varð ekki ónýt). Hress gaur frá váflugi kom með rútu og sótti okkur. Nei ekkert of hress, bara ljómandi skemmtilegur og sagði okkur frá því sem fyrir augun bar á leiðinni. Nestið étið í rútunni.

Hótel, riiisastórt, ég með einkaherbergi á 29. hæð og sko ekki efst! Herbergið ljómandi en netið dýrt og ömurlegt. Já ég er að skrifa bloggfærslu á dýru og ömurlegu neti. Næ ekki að tengja símann við netið sem ég keypti á 10 evrur sólarhringinn. Bögg.

Nújæja, ekki var planið að hanga inni á herbergi allan daginn. Ég var með eina sendiferð á dagskránni, heimsókn í spennandi vínbúð. Smá bögg (ókei ekki smá) að ná ekki netinu á símann og geta ekki notað google maps til að finna. Meiningin var að fara í þessa sendiferð á laugardagsmorguninn en hafandi svo sem ekkert sérstakt fyrir stafni síðdegis á föstudeginum ákvað ég að láta vaða. Tók smástund að finna lestina, hún hét S eitthvað og ég fann ekkert nema fullt af U inngöngum og H sem voru sporvagnarnir sem ég hélt annars að gætu verið S. S reyndist síðan vera Schnellbahnnet, ofanjarðarlestir. Besta mál. Hélt ég.

Keypti miða og fann rétta brautarpallinn. Þekkti ekki almennilega inn á endastöðvarnar þannig að ég spurði stelpu sem stóð og beið með mér hvort ég stæði réttu megin til að komast vesturúr. Jú jú sagði hún en athugaðu að það er verið að gera við teinana og það þarf að taka strætó eftir tvær stoppustöðvar. Bögg!

Ég út á þarnæstu stoppustöð. Klórandi mér í hausnum og skiljandi lítið í óskýru skilaboðunum í hátalarakerfi stöðvarinnar. Rölti út, var nærri búin að falla fyrir leigubíl en sá þá strætó sem stóð og beið og leit einmitt út fyrir að vera í framhaldsakstri. Hafði semsagt rambað beint á réttan útgang úr lestarstöðinni og beygt í rétta átt. Alveg af tilviljun.

Strætó fínn, sá ansi margt á leiðinni. Einfaldasta mál að finna vínbúðina. Innkaupaseðillinn virkaði samt ekki nema að hluta til, vínbúðin hafði fengið póst frá Jóni Lárusi um vínin sem okkur langaði að kaupa en tókst að misskilja hann alveg herfilega. Náði nú samt alveg að kaupa spennandi rauðvín.

img_2777

Svona lítur uppskeran semsagt út.

Níðþungt drasl, ég hafði ekkert ætlað að fara í vínbúðina þegar ég fór út þannig að ég var ekki með bakpokann minn og dröslaði þessu öllu til baka í strætó og lest og upp á hótel. Fór vitlausu megin út úr lestarstöðinni á Alexanderplatz og þetta blasti við:

img_2776

Inn og út aftur hinu megin, inn á hótel, fram hjá Börger King stað inni í hótelbyggingunni, ætti ég að fá mér bara svoleiðis í kvöldmat upp á herbergi? kannski? upp á 29. hæð og losna við vínin, niður aftur að fá mér að borða, þetta fína bistró og bar freistaði óneitanlega meira en Börgerking. Þar inni sátu svo Tryggvi, Ibba og Elín Anna. Bættist í hópinn og ánægjuleg kvöldmatarstund.

Þau stímdu á tónleika í Berlínarfílharmóníunni, ég hafði ekki keypt miða á þetta og fór upp á herbergi alveg útúrkeyrð. Öfundaði þau samt pínu af að vera að fara á tónleika í þessu stórkostlega húsi hjá þessari stórkostlegu hljómsveit. Samt ekki. Sú öfund var víst pínu endurgoldin.

Herbergi. Rauðvínsglas úr fríhöfninni. Náttföt. Blogg.

Meira á morgun.

0 Responses to “Berlín Tag #1 Dort und Wein”  1. Færðu inn athugasemd

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s
bland í poka

teljari

  • 373.752 heimsóknir

dagatal

október 2016
S M F V F F S
 1
2345678
9101112131415
16171819202122
23242526272829
3031  

sagan endalausa


%d bloggurum líkar þetta: