Sarpur fyrir 24. júlí, 2016

Danmörk dagur 7 – Alls ekki Danmörk! Malmö!

Næstsíðasti dagurinn rann upp, bjartur heitur og fagur í úthverfi Malmö. Ekkert leiðinlegt við það. Morgunmatur í boði Reins. Spjölluðum aðeins og gúgluðum hvernig væri best að leita að blessuðum/bannsettum bakpokanum, fundum einhver símanúmer og reyndum að hringja en Danirnir ekkert sérlega mikið í því að ansa í svoleiðis síma á sunnudagsmorgni, tja reyndar ekki allan sunnudaginn. Sendum póst á netfang sem við fundum og ákváðum að ýta þessu veseni úr hausnum og njóta síðasta heila dagsins í ferðinni. Rein sagði Bryndísi líka vera snilling í að redda svonalöguðu og það yrði ágætt að fá hana heim um kvöldið og ráðfæra okkur.

Garðurinn þeirra Reins og Bryndísar og barna er algjör paradís, pallur og ekki bara pottur heldur heil sundlaug, mætti halda að við værum í Flórída, ekki Malmö. Munur að vera hljóðfæraleikari í Svíþjóð! almennilegt!

Verstur fjárinn að eiga ekki mynd af tréhúsinu sem Finnur svaf í báðar næturnar. Það er flott.

Þegar gengið var vaknað dobluðum við Rein til að skutla okkur í búð til að kaupa inn svo við lægjum nú ekki uppi á fjölskyldunni í tvo heila daga. Það var ekki meiningin. Keypt inn fyrir kvöldið og morguninn – við aularnir höfðum svo auðvitað ekki fattað að maður kaupir ekki svo glatt vínflösku með matnum á sunnudegi í Svíþjóð. Hvítvínið með humrinum í hættu! Tja reyndar ekki mikilli, við splæstum bara flösku sem við höfðum ætlað að taka með okkur heim, í staðinn og Rein átti nógan bjór og eitthvað smá vín líka.

Til baka og svo gerðum við satt að segja ekkert fram eftir degi. Nema lesa og spjalla á pallinum:

pallur

nema sá sem er ekki sólarfíkill (og virðist heldur ekki nást í neitt voðalega góðan fókus):

úllíngur

þar til líka hann dróst út – í laug:

sundlaugin

sem var nóta bene himnesk!

meira að segja kettirnir fóru út og lögðust í leti! Sif og Snúður eru sómalíkettir, allt of vogaðir, passa sig ekki á bílum og mega þess vegna ekki fara út nema í bandi:

Snúður og Sif

Tókst mesta furða að vera ekki tölvuleysispirruð og -stressuð.

Um kvöldið var svo farið út á götuhátíðina. Rein er konunglegur fiðlari (ýkjulaust, er með stimpil upp á það að hann spili fyrir sænsku hirðina) og kippti með sér þjóðlagahljóðfærinu út og svo var farið í ratleik sem við unnum ekki en urðum okkur samt ekki til skammar og síðan grillað fyrir gengið. Mikið gaman:

Loksins kom svo Bryndís heim og við spjölluðum lengi fram eftir kvöldi. Engin mynd tekin, en þeim mun meira spjall og skálað og hlegið frameftir. Flugið daginn eftir var að kvöldlagi þannig að ekkert stress.


bland í poka

teljari

  • 371.493 heimsóknir

dagatal

júlí 2016
S M F V F F S
 12
3456789
10111213141516
17181920212223
24252627282930
31  

sagan endalausa