Kolding dag 5 – Flensburg

Föstudagurinn. Síðasti heili dagurinn á Jótlandi í þetta skiptið. Ekki ætlum við samt að láta þetta vera síðasta skiptið sem við heimsækjum krakkana!

Atli hafði unnið sér inn frídag þennan föstudag þannig að við gátum lagt snemma af stað. Tja semisnemma allavega. Sóttum íbúðarliðið síðmorguns og lögðum íann.

Flensborg er rétt sunnan við landamæri Danmerkur og Þýskalands og Kolding er bara klukkutíma akstur frá landamærunum þannig að ekki vorum við nú lengi að komast þangað. (ohh hvað ég væri til í að geta bara hoppað upp í fjölskyldubílinn og keyrt milli landa!) Meira mál reyndist að finna stæði, gépéessið hafði valið einhvern undarlegan punkt fyrir okkur þegar við völdum Flensborg og þegar við komum að punktinum var það bara á miðri götu í brekku niður að höfn og miðbæ. Ekki reyndist auðvelt að finna stæði í miðbænum, við fórum upp næstu brekku við hliðina en sá vegur reyndist þá fara undir brú sem við héldum vera vegamót og enda á hraðbrautinni aftur þannig að við rétt náðum að sleppa við E 45 til Ítalíu! Náði semsagt að beygja út af áður en að því kom, inn í íbúðahverfi, snúa við á bílastæði hjá niðurlagðri teppaverslun eða álíka, aftur til baka og lagði í stæði sem ég hafði rekið augun í í fyrra skiptið, tæpan kílómetra frá höfninni.

Ekki gerði það nú bofs til. Veðrið eins gott og það verður, 22 stiga hiti, nánast heiðskírt og smá gola.

Niður að höfn komumst við, öll orðin ansi þyrst.

Settumst á bar/veitingahús úti á pramma. Frekar næs.

beðið eftir bjór

beðið eftir bjórnum

Hefðum líka getað sest í svona:

bjórhólf

ég hef aldrei séð svona bjórhólf áður!

Þorstanum svalað og þá var það bara áfram niður í bæ. Höfnin er skemmtileg:

 

gengum fyrir voginn og upp í sjálfan miðbæinn. Þarna var svolítið flott stytta á vegi okkar:

flott stytta

Nýbúin að fá okkur að drekka en nú voru allir auðvitað orðnir svangir. Hlömmuðum okkur á næsta veitingastað sem var ekki með Carlsbergsólhlífar heldur eitthvað meira spennandi bjór í boði.

Hvað á nú að fá sér eiginlega?

Nú schnitzel! en ekki hvað?

Ekki höfðum við haft vit á að skoða hvort staðurinn tæki kort og það gerði hann auðvitað ekki. Jón Lárus var sendur út af örkinni, 50 metra í næsta hraðbanka. Eins mörg mál og hann talar nú er þýska ekki eitt þeirra þó hann kunni reyndar hrafl í henni, honum fannst konan segja 500 metra og skundaði af stað til að leita. Við hin skildum ekkert í hvað hann væri lengi en vorum svosem ekkert að flýta okkur.

Tókst að borga að lokum og fórum að skoða miðbæinn. Þetta fannst mér krúttleg gata:

sæta gatan

Það er ekkert allt of mikið af keðjubúðum þarna og allir túristarnir voru danskir. Fólk í Flensborg talar almennt dönsku enda var þetta auðvitað áður fyrr undir danskri stjórn, ég held það sé þarna alls konar minnihlutaeitthvað, skólar fyrir dönskumælandi börn og þannig lagað.

Út á enda löngu göngugötunnar, splæst í einn ís, til baka í rólegheitunum, aðeins önnur leið niður að höfn og svo var kominn tími á að rölta aftur í bílinn.

Ég gæti vel hugsað mér að fara aftur til Flensborgar, aldrei að vita nema sé hægt að redda íbúðaskiptum þar. Mjög falleg borg.

Heimferð gekk snurðulaust, skiluðum Finni aftur í íbúðina hjá Fífu og Atla, við hin upp á hótel og enduðum á að horfa á Charlie’s Angels uppi í herberginu hjá Freyju og Emil. Það sem sú mynd hefur ekki elst vel!

Pakkað niður í töskur og farið að sofa. Snilldardagur.

 

0 Responses to “Kolding dag 5 – Flensburg”  1. Færðu inn athugasemd

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s
bland í poka

teljari

  • 373.752 heimsóknir

dagatal

júní 2016
S M F V F F S
 1234
567891011
12131415161718
19202122232425
2627282930  

sagan endalausa


%d bloggurum líkar þetta: